Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2025 14:01 Þrír borgarfulltrúar fengu bæði greitt frá borginni og Alþingi um síðustu mánaðamót. Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að almennt fái fólk greiddan uppsagnafrest þegar það skiptir um vinnu. Kjörnir fulltrúar þurfi þó að huga að ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Vísir/Sara Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun um síðustu mánaðamót. Þá fengu nokkrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á þing líka greitt frá borginni. Dæmi eru um greiðslur á fimmtu milljón. Forseti ASÍ segir að þessu sé svipað háttað á almennum markaði þegar skipt er um starf. Kjörnir fulltrúar þurfi hins vegar að velta fyrir sér ímynd sinni þegar þeir taki við tvöföldum greiðslum. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fá þingmenn þingfararkaup frá og með degi eftir kjördag, sem er í dag ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Eftir það er þingfararkaup greitt fyrir fram. Síðustu mánaðamót fengu þingmenn því greitt fyrir desember og janúar. Alþingi greiðir laun þó þingið sé í fríi Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í kringum næstu mánaðamót. Kjörnir fulltrúar sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki sæti á Alþingi fengu líka greitt fyrir desember og janúar um síðustu mánaðamót. Það á við Þórð Snæ Júlíusson frambjóðanda Samfylkingar í síðustu kosningum en hann getur ekki afsalað sér þingmennsku og þingfararkaupi fyrr en við þingsetningu samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þá fengu þrír kjörnir fulltrúar á þingi líka greiðslur frá borginni sem borgarfulltrúar eða þau Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, sem fékk alls 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg sem er gerir samtals 4,7 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Í 32 gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að borgarfulltrúar mega ekki afsala sér launum. Borgarstjórn getur veitt borgarfulltrúa lausn frá störfum óski hann eftir því samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Frá kosningum 30. nóvember hafa verið þrír borgarstjórnarfundir. Svipaðar leikreglur á almennum markaði Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að á almennum markaði gildi svipaðar leikreglur þegar einu vinnusambandi lýkur og annað tekur við. „Almenna reglan er sú að menn virði kjarasamninga hvort sem þeir eru kjörnir eða ekki þá eiga þeir sinn rétt. Ég veit að þetta lítur ankannalega út þegar menn eru farnir að fá háar upphæðir á tveimur stöðum. Þá hefur almenningur ekkert rosalegt umburðarlyndi fyrir því,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó að kjörnir fulltrúar séu þó í annars konar vinnusambandi en almenningur eða við kjósendur sína og þurfi mögulega að huga að fleiru. „Ímynd hvers stjórnmálamanns er í hans höndum og hann ræður hvernig hann kemur fram og hvaða ímynd hann gefur gagnvart sínum kjósendum,“ segir Finnbjörn. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fá þingmenn þingfararkaup frá og með degi eftir kjördag, sem er í dag ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Eftir það er þingfararkaup greitt fyrir fram. Síðustu mánaðamót fengu þingmenn því greitt fyrir desember og janúar. Alþingi greiðir laun þó þingið sé í fríi Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman í kringum næstu mánaðamót. Kjörnir fulltrúar sem hafa lýst yfir að þeir taki ekki sæti á Alþingi fengu líka greitt fyrir desember og janúar um síðustu mánaðamót. Það á við Þórð Snæ Júlíusson frambjóðanda Samfylkingar í síðustu kosningum en hann getur ekki afsalað sér þingmennsku og þingfararkaupi fyrr en við þingsetningu samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Þá fengu þrír kjörnir fulltrúar á þingi líka greiðslur frá borginni sem borgarfulltrúar eða þau Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, sem fékk alls 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg sem er gerir samtals 4,7 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Í 32 gr. sveitarstjórnarlaga kemur fram að borgarfulltrúar mega ekki afsala sér launum. Borgarstjórn getur veitt borgarfulltrúa lausn frá störfum óski hann eftir því samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Frá kosningum 30. nóvember hafa verið þrír borgarstjórnarfundir. Svipaðar leikreglur á almennum markaði Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir að á almennum markaði gildi svipaðar leikreglur þegar einu vinnusambandi lýkur og annað tekur við. „Almenna reglan er sú að menn virði kjarasamninga hvort sem þeir eru kjörnir eða ekki þá eiga þeir sinn rétt. Ég veit að þetta lítur ankannalega út þegar menn eru farnir að fá háar upphæðir á tveimur stöðum. Þá hefur almenningur ekkert rosalegt umburðarlyndi fyrir því,“ segir Finnbjörn. Hann segir þó að kjörnir fulltrúar séu þó í annars konar vinnusambandi en almenningur eða við kjósendur sína og þurfi mögulega að huga að fleiru. „Ímynd hvers stjórnmálamanns er í hans höndum og hann ræður hvernig hann kemur fram og hvaða ímynd hann gefur gagnvart sínum kjósendum,“ segir Finnbjörn.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira