Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2025 07:08 Menn hafa töluverðar áhyggjur af því að Trump sé full alvara í því að „eignast“ Grænland. Getty Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ræddi við Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, í 45 mínútur á miðvikudag og sagði meðal annars að framtíð Grænlands væri í höndum Grænlendinga. Trump hefur valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku, á Grænlandi og raunar víðar með yfirlýsingum um að hann vilji kaupa Grænland og það sé nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að ná þar yfirráðum. Skýrendur í Danmörku segja lengd símtalsins milli Frederiksen og Trump gefa til kynna að ekki sé aðeins um innihaldslaust orðagjálfur að ræða. Frederiksen er sögð hafa tjáð Trump að Danir séu reiðubúnir til að axla aukna ábyrgð í öryggismálum á norðurslóðum. Þá ítrekaði hún yfirlýsingar forsætisráðherra Grænlands, Mute Egede, að Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar hafa gefið til kynna að þeir hyggist ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næstu misserum og stjórnvöld í Danmörku sagst munu virða niðurstöðuna. Egede hefur sagt að yfirvöld á Grænlandi séu reiðubúin til að eiga samtal við stjórnvöld vestanhafs en Frederiksen hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna yfirlýsinga um að framtíð Grænlands sé alfarið í höndum Grænlendinga, líkt og Danir eigi engra hagsmuna að gæta. Frederiksen er einnig sögð hafa rætt við Trump um framlag danskra fyrirtækja til efnahgsmála í Bandaríkjunum en fyrirtækin eru sögð nokkuð uggandi eftir að Trump hótaði aukinni skattlagningu ef Danir létu Grænland ekki af hendi. Forsætisráðherrann hugðist funda með forsvarsmönnum nokkurra stórfyrirtækja í gær, meðal annars bjórrisans Carlsberg og Novo Nordisk, framleiðanda þyngdarstjórnunarlyfja sem njóta gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Trump hefur valdið miklu fjaðrafoki í Danmörku, á Grænlandi og raunar víðar með yfirlýsingum um að hann vilji kaupa Grænland og það sé nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að ná þar yfirráðum. Skýrendur í Danmörku segja lengd símtalsins milli Frederiksen og Trump gefa til kynna að ekki sé aðeins um innihaldslaust orðagjálfur að ræða. Frederiksen er sögð hafa tjáð Trump að Danir séu reiðubúnir til að axla aukna ábyrgð í öryggismálum á norðurslóðum. Þá ítrekaði hún yfirlýsingar forsætisráðherra Grænlands, Mute Egede, að Grænland væri ekki til sölu. Grænlendingar hafa gefið til kynna að þeir hyggist ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næstu misserum og stjórnvöld í Danmörku sagst munu virða niðurstöðuna. Egede hefur sagt að yfirvöld á Grænlandi séu reiðubúin til að eiga samtal við stjórnvöld vestanhafs en Frederiksen hefur verið gagnrýnd heima fyrir vegna yfirlýsinga um að framtíð Grænlands sé alfarið í höndum Grænlendinga, líkt og Danir eigi engra hagsmuna að gæta. Frederiksen er einnig sögð hafa rætt við Trump um framlag danskra fyrirtækja til efnahgsmála í Bandaríkjunum en fyrirtækin eru sögð nokkuð uggandi eftir að Trump hótaði aukinni skattlagningu ef Danir létu Grænland ekki af hendi. Forsætisráðherrann hugðist funda með forsvarsmönnum nokkurra stórfyrirtækja í gær, meðal annars bjórrisans Carlsberg og Novo Nordisk, framleiðanda þyngdarstjórnunarlyfja sem njóta gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira