Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2025 18:39 Þrátt fyrir tvö töp á HM til þessa þá fá Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni. Getty/Luka Stanzl Egyptaland, Portúgal og Holland fögnuðu sigri í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag en Tékkar og Pólverjar gerðu jafntefli í fjórða leiknum sem er lokið í dag. Barein hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fær eitt tækifæri í viðbót að tryggja sig inn í milliriðla. Barein tapaði með ellefu marka mun á móti Egyptum í dag, 35-24 en hafði áður tapað með fjórtán mörkum á móti Króatíu í fyrsta leiknum. Egyptar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein sem hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda mótsins. Hann talaði um það eftir Króatíuleikinn að stefnan væri að bæta liðið í leik eitt og tvö til að undirbúa sig sem best fyrir úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Argentínu. Barein fær þennan leik á móti Argentínu í lokaumferðinni og sigur ætti að skila þeim áfram upp úr riðlinum. Brasilíumenn byrjuðu mótið vel og unnu Norðmenn í fyrsta leik. Þeir byrjuðu líka vel á móti Portúgal í dag og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Portúgalar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-11 og þar með leikinn með fjögurra marka mun, 30-26 Portúgal hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Það var mikil spenna í leik Tékka og Pólverja. Tékkar, sem eru á sínu fyrsta HM frá 2015, voru yfir nær allan leikinn en þeir gerðu jafntefli í fyrsta leiknum sínum. Tékkar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, en Pólverjar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru síðan mjög spennandi en leikurinn endaði með 19-19 jafntefli. Marcel Jastrzebski átti frábæra innkomu í mark Pólverjar og það var næstum því búið að skila sigri. Pólverjar fengu lokasóknina í leiknum en tókst ekki að nýta hana. Tékkar hentu frá sér sigri en fögnuðu stigi á endanum. Tékkar hafa gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum en þetta var fyrsta stig Pólverja. Hollendingar unnu fimm marka sigur á Norður-Makedóníu, 37-32, en hollenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og er komið áfram í milliriðil. Hollendingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Þeir hafa skorað 77 mörk í tveimur fyrstu leikjum mótsins. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Barein hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu en fær eitt tækifæri í viðbót að tryggja sig inn í milliriðla. Barein tapaði með ellefu marka mun á móti Egyptum í dag, 35-24 en hafði áður tapað með fjórtán mörkum á móti Króatíu í fyrsta leiknum. Egyptar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein sem hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í aðdraganda mótsins. Hann talaði um það eftir Króatíuleikinn að stefnan væri að bæta liðið í leik eitt og tvö til að undirbúa sig sem best fyrir úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti Argentínu. Barein fær þennan leik á móti Argentínu í lokaumferðinni og sigur ætti að skila þeim áfram upp úr riðlinum. Brasilíumenn byrjuðu mótið vel og unnu Norðmenn í fyrsta leik. Þeir byrjuðu líka vel á móti Portúgal í dag og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12. Portúgalar sýndu styrk sinn í seinni hálfleik sem þeir unnu 18-11 og þar með leikinn með fjögurra marka mun, 30-26 Portúgal hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu. Það var mikil spenna í leik Tékka og Pólverja. Tékkar, sem eru á sínu fyrsta HM frá 2015, voru yfir nær allan leikinn en þeir gerðu jafntefli í fyrsta leiknum sínum. Tékkar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, en Pólverjar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna um miðjan seinni hálfleik. Lokamínúturnar voru síðan mjög spennandi en leikurinn endaði með 19-19 jafntefli. Marcel Jastrzebski átti frábæra innkomu í mark Pólverjar og það var næstum því búið að skila sigri. Pólverjar fengu lokasóknina í leiknum en tókst ekki að nýta hana. Tékkar hentu frá sér sigri en fögnuðu stigi á endanum. Tékkar hafa gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum en þetta var fyrsta stig Pólverja. Hollendingar unnu fimm marka sigur á Norður-Makedóníu, 37-32, en hollenska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og er komið áfram í milliriðil. Hollendingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15. Þeir hafa skorað 77 mörk í tveimur fyrstu leikjum mótsins.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira