13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar 18. janúar 2025 19:01 Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst. Árið 2016 var samið um að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem unnu á almennum vinnumarkaði yrðu þau sömu. Það þýddi að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru skert. Á móti því áttu laun að hækka. Reyndar ekki strax en á næstu árum. Lífeyrisréttindi voru hins vegar skert strax og því hefðu launin átt að hækka strax líka. Með því að seinka launaleiðréttingunni því þetta er ekkert annað en leiðrétting á launum rétt eins eins og lífeyrisbreytingin var leiðrétting til að jafna kjör almenna og opinberra starfsmanna. Það er hægt að benda á það til að setja hlutina í samhengi að miðað við launamun kennara og opinberra starfsmanna, lágmarks munur, þá hef ég orðið af rúmlega 13,5 milljónum á þessum árum ef launaleiðrétting hefði fylgt lífeyrisleiðréttingunni. 13,5 milljónum meira hafði almennur sérfræðingur að minnsta kosti umfram mig sem kennara á þeim árum sem eru liðin. Þessar 13,5 milljónir mega bara alls ekki verða að 20 milljónum eða meira. Við viljum stoppa þessa blæðingu og viljum að staðið verði við það að sérfræðingar, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði fái sömu laun. Að störf þeirra sem vinna með börnum og ungmennum verði metin jafn mikilvæg og þau sem vinna með tölur og áætlanagerðir eða annað sem sérfræðingar gera á almenna markaðnum. Gerum betur. Virðum starf kennara. Greiðum þeim mannsæmandi laun. STÖNDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefndar FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst. Árið 2016 var samið um að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og þeirra sem unnu á almennum vinnumarkaði yrðu þau sömu. Það þýddi að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru skert. Á móti því áttu laun að hækka. Reyndar ekki strax en á næstu árum. Lífeyrisréttindi voru hins vegar skert strax og því hefðu launin átt að hækka strax líka. Með því að seinka launaleiðréttingunni því þetta er ekkert annað en leiðrétting á launum rétt eins eins og lífeyrisbreytingin var leiðrétting til að jafna kjör almenna og opinberra starfsmanna. Það er hægt að benda á það til að setja hlutina í samhengi að miðað við launamun kennara og opinberra starfsmanna, lágmarks munur, þá hef ég orðið af rúmlega 13,5 milljónum á þessum árum ef launaleiðrétting hefði fylgt lífeyrisleiðréttingunni. 13,5 milljónum meira hafði almennur sérfræðingur að minnsta kosti umfram mig sem kennara á þeim árum sem eru liðin. Þessar 13,5 milljónir mega bara alls ekki verða að 20 milljónum eða meira. Við viljum stoppa þessa blæðingu og viljum að staðið verði við það að sérfræðingar, hvort sem þeir vinna hjá hinu opinbera eða á almennum markaði fái sömu laun. Að störf þeirra sem vinna með börnum og ungmennum verði metin jafn mikilvæg og þau sem vinna með tölur og áætlanagerðir eða annað sem sérfræðingar gera á almenna markaðnum. Gerum betur. Virðum starf kennara. Greiðum þeim mannsæmandi laun. STÖNDUM VIÐ GERÐA SAMNINGA. Höfundur er kennari á Akureyri og í stjórn og samninganefndar FG.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar