Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Árni Jóhannsson skrifar 19. janúar 2025 21:20 Ægir Þór Steinarsson skilaði heldur betur framlagi í kvöld til að sigla sigrinum heim. vísir/Jón Gautur Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld þegar Stjarnan tryggði sig inn í undanúrslit VÍS bikarsins með sigri á grönnum sínum í Álftanesi. Leikurinn endaði 88-100 en góður þriðji leikhluti Stjörnunnar fór lang með sigurinn í kvöld þegar munurinn fór upp í 20 stig. „Þetta er mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki“, sagði Ægir þegar hann var spurður út í tilfinninguna við að komast í undanúrslit bikarsins. Hann hélt áfram: „Þetta gefur stemmningu á miðju tímabili. Risastórir leiki fyrir reksturinn og stemmninguna.“ Stjörnumenn eru efstir í Bónus deildinni og hafa gert margt rétt í vetur en hvað voru þeir að gera rétt í dag? „Mér fannst við vera, eitthvað sem okkur hefur vantað í þessum leikjum eftir áramót. Það hefur vantað varnarleik og hraða sóknarlega. Mér fannst við vera með það fyrir utan síðustu 10 á móti svæði. Þá vorum við staðir og vorum að reyna að verja forystuna og svo framvegis.“ Eins og Ægir nefnir þá gáfu Stjörnumenn færi á sér, reyndu að verja forystunu í lokaleikhlutanum. Er það óumflýjanlegt að lið lendi í þessu þegar munurinn er orðinn þægilegur? „Það er bæði og. Þú vilt ekki að þeir komist á sprett og fari að hlaupa upp og niður. Við hefðum getað verið áræðnari á körfuna, vorum svolítið bara í handboltanum þannig að það er alltaf eitthvað til þess að bæta.“ Stjarnan tapaði síðasta leik og það gaf Stjörnunni smá inn í þennan leik. „Við lentum bara á einhverjum vegg sem var bara gott að lenda í. Við þurftum að finna lausnir og sjálfstraust á ný og það er bara gott.“ Hvernig er framhaldið hjá Stjörnunni að mati Ægis? „Það er bara blússandi gangur, við erum komnir í undanúrslit og leikirnir halda áfram að koma. Þannig að það er bara geggjað.“ Ægir brosti út í annað þegar hann var spurður að því hvort það væri skrýtið þegar honum væri gefið skotið en í þriðja leikhluta setti hann nokkra þrista niður sem voru galopnir. „Nei. Það er búið að vera að gefa mér skotið í nokkur ár. Stundum hittir maður og ekki og stundum verður maður að finna lausnir. Þannig að menn verða að velja hvern maður ætlar að dekka og þetta er bara skákin sem þetta er.“ VÍS-bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
„Þetta er mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki“, sagði Ægir þegar hann var spurður út í tilfinninguna við að komast í undanúrslit bikarsins. Hann hélt áfram: „Þetta gefur stemmningu á miðju tímabili. Risastórir leiki fyrir reksturinn og stemmninguna.“ Stjörnumenn eru efstir í Bónus deildinni og hafa gert margt rétt í vetur en hvað voru þeir að gera rétt í dag? „Mér fannst við vera, eitthvað sem okkur hefur vantað í þessum leikjum eftir áramót. Það hefur vantað varnarleik og hraða sóknarlega. Mér fannst við vera með það fyrir utan síðustu 10 á móti svæði. Þá vorum við staðir og vorum að reyna að verja forystuna og svo framvegis.“ Eins og Ægir nefnir þá gáfu Stjörnumenn færi á sér, reyndu að verja forystunu í lokaleikhlutanum. Er það óumflýjanlegt að lið lendi í þessu þegar munurinn er orðinn þægilegur? „Það er bæði og. Þú vilt ekki að þeir komist á sprett og fari að hlaupa upp og niður. Við hefðum getað verið áræðnari á körfuna, vorum svolítið bara í handboltanum þannig að það er alltaf eitthvað til þess að bæta.“ Stjarnan tapaði síðasta leik og það gaf Stjörnunni smá inn í þennan leik. „Við lentum bara á einhverjum vegg sem var bara gott að lenda í. Við þurftum að finna lausnir og sjálfstraust á ný og það er bara gott.“ Hvernig er framhaldið hjá Stjörnunni að mati Ægis? „Það er bara blússandi gangur, við erum komnir í undanúrslit og leikirnir halda áfram að koma. Þannig að það er bara geggjað.“ Ægir brosti út í annað þegar hann var spurður að því hvort það væri skrýtið þegar honum væri gefið skotið en í þriðja leikhluta setti hann nokkra þrista niður sem voru galopnir. „Nei. Það er búið að vera að gefa mér skotið í nokkur ár. Stundum hittir maður og ekki og stundum verður maður að finna lausnir. Þannig að menn verða að velja hvern maður ætlar að dekka og þetta er bara skákin sem þetta er.“
VÍS-bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikarsins í körfu. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. 19. janúar 2025 18:32