VÍS-bikarinn

Fréttamynd

„Ég er alltaf bjart­sýnn en alltaf stressaður“

„Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­selt á úr­slita­leik KR og Vals

Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurður Ingi­mundar.: Þurfum að vera meira solid

Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti úr viðureign sinni í undanúrslitum VÍS bikarsins í kvöld. Þeir lutu í gras fyrir Val 67-91 og sáu ekki mikið til sólar í leiknum. Sigurður Ingimundarson þjálfari liðsins gat var ekki með skýringar á hittni sinna manna.

Körfubolti
Fréttamynd

Joshua: Orka og undir­búningur skiluðu þessum sigri

Joshua Jefferson er í því hlutverki að koma inn af bekknum í liði Vals eins og staðan er núna en hann heldur betur skilaði frábæru framlagi í sigri Vals á Keflavík í undanúrslitum VÍS bikarsins. Joshua skoraði 20 stig og Valur vann mínúturnar hans með 21 stigi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Sviðið sem við viljum vera á“

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður KR, lagði svo sannarlega sitt af mörkum til þess að tryggja liði sínu sigur gegn Stjörnunni í kvöld og þar af leiðandi sæti í úrslitaleik VÍS-bikars karla í körfubolta. 

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Kefla­vík - Valur 67-91 | Frá­bærir Vals­menn rúlluðu yfir Kefla­vík á leið sinni í bikarúrslit

Bikarmeistarar Keflavíkur mættu ofjarli sínum í Val í Smáranum í Kópavogi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins í VÍS-bikar karla í körfubolta. Valsmenn voru fullir sjálfstrausts allar 40 mínúturnar en Keflvíkingar misstu sitt sjálfstraust í öðrum leikhluta. Leikurinn endaði 67-91 og Valur leikur við KR í bikarúrslitunum á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við vorum mjög sigurvissar“

„Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og komum tilbúnar“ sagði Ísabella Ósk Sigurðardóttir eftir sigur Grindavíkur í bikarundanúrslitum gegn Þór Akureyri. Hún átti stóran þátt í sigrinum með sínum 14 stigum, 8 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 blokkum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“

„Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­bæri­leg bið eftir kvöldinu

Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast?

Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki

Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld þegar Stjarnan tryggði sig inn í undanúrslit VÍS bikarsins með sigri á grönnum sínum í Álftanesi. Leikurinn endaði 88-100 en góður þriðji leikhluti Stjörnunnar fór lang með sigurinn í kvöld þegar munurinn fór upp í 20 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Ár­mann - Hamar/Þór 65-94 | Ár­menningar engin fyrir­staða

Ármann og Hamar/Þór áttust við í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í kvöld. Ármann sem er á toppi 1. deildar, var þegar búið slá Bónus-deildarlið Aþenu út í 16-liða úrslitum. Það var þó aldrei líklegt í kvöld að leikurinn yrði endurtekinn þar sem Hamar/Þór vann leikinn 65-94. Sannfærandi sigur og þær eru komnar í undanúrslit.

Körfubolti