Aldrei of mikið af G-vítamíni Geðhjálp 23. janúar 2025 11:25 „Fólk er farið að nota G-vítamín í daglegu tali þegar um er að ræða geðrækt og það er algjörlega frábært enda markmið okkar að sem flest séu meðvituð um geðheilsu sína og hvað sé hægt að gera til að hlúa að henni,“ segir Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar. Landssamtökin Geðhjálp ýta úr vör á morgun árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G vítamín. Þetta er fimmta árið í röð sem Geðhjálp stendur fyrir átakinu sem hefst alltaf á bóndadegi, fyrsta degi í þorra. Í ár selur félagið dagatal með svokölluðum G vítamínskömmtum sem eru ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Í völdum dagatölum leynast svo geðræktandi vinningar. Á næstu 30 dögum munu birtast hér á Vísi greinar sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Einnig munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. „G-vítamínum hefur verið tekið mjög vel frá því við fórum fyrst af stað með verkefnið á þorranum 2021,“ segir Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar. „Fólk er farið að nota G-vítamín í daglegu tali þegar um er að ræða geðrækt og það er algjörlega frábært enda markmið okkar að sem flest séu meðvituð um geðheilsu sína og hvað sé hægt að gera til að hlúa að henni.“ En hvers vegna er þessi árstími valinn? „Við erum öll misjöfn og ekki hægt að fullyrða of mikið þegar kemur að geðslagi þjóðar en fyrstu mánuðir ársins á Íslandi geta reynst mörgum nokkuð flóknir. Myrkrið, kuldinn, spennufallið eftir hátíðirnar og síðan metnaðarfull, og gjarnan opinber, markmið um að verða sífellt betri og skara fram úr, eru ekki endilega uppskrift að geðheilbrigðu umhverfi.“ G vítamín dagatalið kostar 2.900 kr. og rennur allur ágóði þess í Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Það kemur ekki bara upp úr þurru máltakið „að þreyja þorrann“ sem hefur fylgt þjóðinni í allar þessar aldir bætir Svava við. „Þess vegna völdum við þennan tíma til að minna á geðrækt og mikilvægi hennar en gera það jafnframt þannig að fólk átti sig á því hvað getur í rauninni verið einfalt að stunda hana.“ G vítamín dagatalið kostar 2.900 kr. og er hægt að kaupa það á vef Geðhjálparog í völdum verslunum Krónunnar. Allur ágóði þess rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði landsmanna og auka skilning á geðheilsu og geðrænum vanda. Meðan átakið stendur yfir munu birtastt daglega góð ráð á gvitamin.is, Facebook og Instagram. Þau sem vilja styrkja Geðhjálp geta lagt það sem þau vilja inn á styrktarreikning 357-22-2095, kennitölu 531180-0469. Einnig er hægt að smella hér til að styrkja í gegnum netið. Geðheilbrigði Heilsa G vítamín Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Sjá meira
Í ár selur félagið dagatal með svokölluðum G vítamínskömmtum sem eru ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Í völdum dagatölum leynast svo geðræktandi vinningar. Á næstu 30 dögum munu birtast hér á Vísi greinar sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Einnig munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. „G-vítamínum hefur verið tekið mjög vel frá því við fórum fyrst af stað með verkefnið á þorranum 2021,“ segir Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar. „Fólk er farið að nota G-vítamín í daglegu tali þegar um er að ræða geðrækt og það er algjörlega frábært enda markmið okkar að sem flest séu meðvituð um geðheilsu sína og hvað sé hægt að gera til að hlúa að henni.“ En hvers vegna er þessi árstími valinn? „Við erum öll misjöfn og ekki hægt að fullyrða of mikið þegar kemur að geðslagi þjóðar en fyrstu mánuðir ársins á Íslandi geta reynst mörgum nokkuð flóknir. Myrkrið, kuldinn, spennufallið eftir hátíðirnar og síðan metnaðarfull, og gjarnan opinber, markmið um að verða sífellt betri og skara fram úr, eru ekki endilega uppskrift að geðheilbrigðu umhverfi.“ G vítamín dagatalið kostar 2.900 kr. og rennur allur ágóði þess í Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Það kemur ekki bara upp úr þurru máltakið „að þreyja þorrann“ sem hefur fylgt þjóðinni í allar þessar aldir bætir Svava við. „Þess vegna völdum við þennan tíma til að minna á geðrækt og mikilvægi hennar en gera það jafnframt þannig að fólk átti sig á því hvað getur í rauninni verið einfalt að stunda hana.“ G vítamín dagatalið kostar 2.900 kr. og er hægt að kaupa það á vef Geðhjálparog í völdum verslunum Krónunnar. Allur ágóði þess rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði landsmanna og auka skilning á geðheilsu og geðrænum vanda. Meðan átakið stendur yfir munu birtastt daglega góð ráð á gvitamin.is, Facebook og Instagram. Þau sem vilja styrkja Geðhjálp geta lagt það sem þau vilja inn á styrktarreikning 357-22-2095, kennitölu 531180-0469. Einnig er hægt að smella hér til að styrkja í gegnum netið.
Geðheilbrigði Heilsa G vítamín Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Sjá meira