Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2025 21:03 Nýja hótelið verður allt hið glæsilegasta með 68 herbergjum. Pro-Ark teiknistofa Selfossi Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars. Fyrirtækið Hnullungur, sem er með aðsetur á Eyrarbakka og er jarðvegs- og gröfu fyrirtæki var með nýja gröfu, sem var notuð við fyrstu skóflustunguna en einn af starfsmönnum fyrirtækisins sá um verkið. Nýja hótelið, sem mun heita Hótel Lóa er strax á hægri hönd á þjóðvegi eitt þegar komið er á Hvolsvöll eða beint á móti Lava Centre, sem er ferðamannastaður. „Hér erum við að byrja að grafa fyrir nýju hóteli, 68 herbergja hóteli. Hvolsvöllur er staður, sem er á mikill uppleið og sveitarfélagið er mjög hlynnt fyrir því að hér sé verið að byggja hótel. Þetta verður lúxus hótel,” segir Þórarinn Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins Hnullungs. Hér sést staðsetning nýja hótelsins vel á Hvolsvelli en það mun heita Hótel Lóa.Pro-Ark teiknistofa Selfossi Þórarinn segir að hópur fjárfesta sjái um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. 30 ný störf verða til á Hvolsvelli með tilkomu hótelsins. Þórarinn segir að allskonar lúxus verði á hótelinu og alltaf eitthvað gott að borða. „Alveg örugglega, örugglega lambakjöt,” segir Þórarinn og skellihlær. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Rangárþingi eystra og verður Hótel Lóa hluti af þeirri starfsemi. En er eitthvað vit í því að vera að byggja hóteli í dag eða hvað? „Já, já, þetta er það, sem koma skal. Hér er gríðarlega mikill ferðamannastraumur og á bara eftir að aukast,” segir Þórarinn. Starfsmenn Hnullungs á Hvolsvelli í morgun. Frá vinstri, Þórarinn Gunnarsson, Bergvin Þráinsson og Tayo. Bergvin tók fyrstu skóflustunguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú komst með nýja gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. „Já, þeir eru svo kröfuharðir hérna fyrir austan að þeir heimtuðu bara nýja gröfu.” En hvenær verður svo nýja hótelið tilbúið? „Væntanlega í júní eða júlí í sumar,” segir Þórarinn. Fyrsta skóflustungan tekin í dag með nýju gröfunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Sjá meira
Fyrirtækið Hnullungur, sem er með aðsetur á Eyrarbakka og er jarðvegs- og gröfu fyrirtæki var með nýja gröfu, sem var notuð við fyrstu skóflustunguna en einn af starfsmönnum fyrirtækisins sá um verkið. Nýja hótelið, sem mun heita Hótel Lóa er strax á hægri hönd á þjóðvegi eitt þegar komið er á Hvolsvöll eða beint á móti Lava Centre, sem er ferðamannastaður. „Hér erum við að byrja að grafa fyrir nýju hóteli, 68 herbergja hóteli. Hvolsvöllur er staður, sem er á mikill uppleið og sveitarfélagið er mjög hlynnt fyrir því að hér sé verið að byggja hótel. Þetta verður lúxus hótel,” segir Þórarinn Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins Hnullungs. Hér sést staðsetning nýja hótelsins vel á Hvolsvelli en það mun heita Hótel Lóa.Pro-Ark teiknistofa Selfossi Þórarinn segir að hópur fjárfesta sjái um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. 30 ný störf verða til á Hvolsvelli með tilkomu hótelsins. Þórarinn segir að allskonar lúxus verði á hótelinu og alltaf eitthvað gott að borða. „Alveg örugglega, örugglega lambakjöt,” segir Þórarinn og skellihlær. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Rangárþingi eystra og verður Hótel Lóa hluti af þeirri starfsemi. En er eitthvað vit í því að vera að byggja hóteli í dag eða hvað? „Já, já, þetta er það, sem koma skal. Hér er gríðarlega mikill ferðamannastraumur og á bara eftir að aukast,” segir Þórarinn. Starfsmenn Hnullungs á Hvolsvelli í morgun. Frá vinstri, Þórarinn Gunnarsson, Bergvin Þráinsson og Tayo. Bergvin tók fyrstu skóflustunguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú komst með nýja gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. „Já, þeir eru svo kröfuharðir hérna fyrir austan að þeir heimtuðu bara nýja gröfu.” En hvenær verður svo nýja hótelið tilbúið? „Væntanlega í júní eða júlí í sumar,” segir Þórarinn. Fyrsta skóflustungan tekin í dag með nýju gröfunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Neytendur Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Sjá meira