Alfreð fékk Landin á sínum tíma til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagsins Kiel árið 2018 og í viðtali við danska miðla í aðdraganda stórleiks kvöldsins sagði Daninn frá því að hann hafi hræðst Íslendinginn á sínum tíma.
„Ég var mjög hræddur við hann þegar að ég kom fyrst til Kiel. Hann hafði, og hefur enn, þessa sérstöku áru í kringum sig. Alfreð er mjög sigursæll þjálfari. Hefur verið á toppnum í handboltaheiminum mjög lengi. Þessi ára sem hann býr yfir er þess eðlis að sem ungur leikmaður hræðist þú hann örlítið.“

Það er ljóst að hart verður barist í Herning í kvöld. Danir á heimavelli og bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og mæta því með fjögur stig inn í milliriðilinn.
Þjóðverjarnir eiga harma að hefna frá því á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar mættust þessi lið í sjálfum úrslitaleiknum sem Danmörk hafði mikla yfirburði í.