Björk mætir á stóra skjáinn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. janúar 2025 11:24 Björk frumsýnir kvikmynd frá Cornucopia tónleikum hennar á Íslandi 1. febrúar. Santiago Felipe/Redferns for ABA „Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um tónleikaferðalagið Cornucopia. Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju hennar en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan. Í fréttatilkynningu segir: „Kvikmyndin er einstakt tækifæri fyrir landsmenn til að sjá stórbrotna sýningu Bjarkar sem ferðast hefur um heiminn í fimm ár. Í Cornucopia kannar Björk samband náttúru, tækni og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist. Myndin byggir að mestu á tónlist af plötu hennar Utopia, þar sem Björk kemur inn á mál sem eru henni hugleikin, þar á meðal umhverfismál, jafnrétti og femínismi.“ Í Cornucopia flytur hún einnig lög af síðustu plötu sinni Fossora og lög frá því fyrr á ferlinum eins og „Isobel“ og „Hidden Place“. Björk segist full tilhlökkunar að fá loksins að deila Cornucopiu með landsmönnum. „Ég er svo glöð. Þetta er verkefni sem er búið að vera mörg ár í vinnslu, það er hægt að segja að þetta séu tvö verk í einu. Sem sagt tónleika-sýning og síðan kvikmyndin sem skrásetur sýninguna. Við frumsýndum sýninguna í the shed vorið 2019 . Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í og hefur einn mesta fjölda stafrænna leiktjalda sem hafa verið í einni sýningu. Stafrænt leikhús , þar sem hreyfimyndum sem voru forritaðar í sýndarveruleika var varpað þrívítt á bæðu hefðbundin leiktjöld og stafræna skjái. Við ferðuðumst með hana um heiminn og síðan var hún kvikmynduð haustið 2023.“ Björk hefur verið að vinna í 360 gráðu hljóð og sjón-heimi í rúman áratug núna. „Bæði með teiknimyndaforrit og í sýndarveruleika, fyrst í Bíófílíu og svo Vúlníkúru sem var einnig gefin út sem sýndarveruleika-verk. Ég var mjög innblásin af allsumlykjandi 360 gráðu upplifun og fór út í Gróttu, raðaði hundrað hátölurum í hring og hljóðblandaði þannig fyrir þessa sýningu. View this post on Instagram A post shared by Björk (@bjork) Þegar svo ég vildi setja upp Kornukópíu þá langaði mig að taka þennan heim út úr VR gleraugunum og færa hann upp á svið. Taka 21. aldar stafrænu og gera hana líkamlega á 19. aldar sviði. Ég vildi færa þessa vinnu inn í raunheima og varpa á bæði venjulega leiktjöld og stafræna skjái sem og gardínur. Til þess þurftum við 27 leiktjöld sem voru kóreógraferuð til að framkalla eins konar „lanterna magika“ nútímans eða talrænt leikhús fyrir lifandi tónlist. Mig langaði líka að hafa sérsmíðuð hljóðfæri með. Sem dæmi var segulharpa , ál-marimba , hring-flauta og „reverb chamber“ sem var altt sérsmíðað með hljóð-arkitekt til að magna upp mest intróvert hluta tónleikanna í kapellu fyrir einn. Í gegnum þessa sögu er annar sögurþráður ofinn inn. Það er teiknimyndasaga um avatar, anime hlutverka-leikur, nútíma leikbrúða sem stökkbreytist frá erkitýpu til erkitýpu, frá hjarta-meiðslum til fullkomins bata. Vona að þið njótið,“ segir Björk að lokum. Tónlist Björk Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Kvikmyndin er einstakt tækifæri fyrir landsmenn til að sjá stórbrotna sýningu Bjarkar sem ferðast hefur um heiminn í fimm ár. Í Cornucopia kannar Björk samband náttúru, tækni og mannsins við umhverfið í gegnum tónlist. Myndin byggir að mestu á tónlist af plötu hennar Utopia, þar sem Björk kemur inn á mál sem eru henni hugleikin, þar á meðal umhverfismál, jafnrétti og femínismi.“ Í Cornucopia flytur hún einnig lög af síðustu plötu sinni Fossora og lög frá því fyrr á ferlinum eins og „Isobel“ og „Hidden Place“. Björk segist full tilhlökkunar að fá loksins að deila Cornucopiu með landsmönnum. „Ég er svo glöð. Þetta er verkefni sem er búið að vera mörg ár í vinnslu, það er hægt að segja að þetta séu tvö verk í einu. Sem sagt tónleika-sýning og síðan kvikmyndin sem skrásetur sýninguna. Við frumsýndum sýninguna í the shed vorið 2019 . Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í og hefur einn mesta fjölda stafrænna leiktjalda sem hafa verið í einni sýningu. Stafrænt leikhús , þar sem hreyfimyndum sem voru forritaðar í sýndarveruleika var varpað þrívítt á bæðu hefðbundin leiktjöld og stafræna skjái. Við ferðuðumst með hana um heiminn og síðan var hún kvikmynduð haustið 2023.“ Björk hefur verið að vinna í 360 gráðu hljóð og sjón-heimi í rúman áratug núna. „Bæði með teiknimyndaforrit og í sýndarveruleika, fyrst í Bíófílíu og svo Vúlníkúru sem var einnig gefin út sem sýndarveruleika-verk. Ég var mjög innblásin af allsumlykjandi 360 gráðu upplifun og fór út í Gróttu, raðaði hundrað hátölurum í hring og hljóðblandaði þannig fyrir þessa sýningu. View this post on Instagram A post shared by Björk (@bjork) Þegar svo ég vildi setja upp Kornukópíu þá langaði mig að taka þennan heim út úr VR gleraugunum og færa hann upp á svið. Taka 21. aldar stafrænu og gera hana líkamlega á 19. aldar sviði. Ég vildi færa þessa vinnu inn í raunheima og varpa á bæði venjulega leiktjöld og stafræna skjái sem og gardínur. Til þess þurftum við 27 leiktjöld sem voru kóreógraferuð til að framkalla eins konar „lanterna magika“ nútímans eða talrænt leikhús fyrir lifandi tónlist. Mig langaði líka að hafa sérsmíðuð hljóðfæri með. Sem dæmi var segulharpa , ál-marimba , hring-flauta og „reverb chamber“ sem var altt sérsmíðað með hljóð-arkitekt til að magna upp mest intróvert hluta tónleikanna í kapellu fyrir einn. Í gegnum þessa sögu er annar sögurþráður ofinn inn. Það er teiknimyndasaga um avatar, anime hlutverka-leikur, nútíma leikbrúða sem stökkbreytist frá erkitýpu til erkitýpu, frá hjarta-meiðslum til fullkomins bata. Vona að þið njótið,“ segir Björk að lokum.
Tónlist Björk Kvikmyndahús Bíó og sjónvarp Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp