Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á Austfjörðum segir að íbúum á rýmingarsvæðum sé óhætt að snúa heim og starfsemi hjá fyrirtækjum á rýmdum svæðum megi hefjast að nýju.
Fyrr í dag var greint frá því að öllum rýmingum hefði verið aflétt í Neskaupstað. Því hefur öllum rýmingum á Austfjörðum verið aflétt.
Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum og íbúi í Neskaupstað, sagði hádegisfréttum Bylgjunnar gott að allt hafi farið á besta veg og engin snjóflóð fallið á byggð.
„Rýmingar eru ekki gerðar í neinu tómarúmi, þeir eru auðvitað gerðar með öryggissjónarmið í fyrirrúmi. Ef eitthvað skildi koma upp og veður skildi fara þannig. Það er alltaf heilmikið inngrip en engu að síður afskaplega gleðilegt þegar þeim lýkur og það hefur ekki reynt á neitt. Við erum ánægð yfir því.“