Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2025 19:21 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sendi Donald Trump forseta Bandaríkjanna árnaðaróskir eftir að hann sór embættiseið í gær. Grafík/Hjalti Forsætisráðherra væntir þess að Ísland eigi áfram náið samband við Bandaríkin og hefur óskaði nýkjörnum forseta Bandaríkjanna góðs gengis í embætti. Hún hafi einnig fundað stuttlega með leiðtogum Norðurlandanna í gærkvöldi í tilefni vandaskiptanna í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslands og þau hafa verið náin pólitískur bandamaður allt frá því þau viðurkenndu fyrst allra fullt sjálfstæði Íslands árið 1944. Í gildi er tvíhliða varnarsamningur á milli ríkjanna og samstarfið sömuleiðis náið í gegnum NATO. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra væntir þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði áfram góð eftir valdaskiptin í Washington.Vísir „Ég sendi nýjum forseta Bandaríkjanna kveðju í gær eftir innsetningarathöfnina og óska honum og hans ríkisstjórn góðs gengis. Vænti þess að við eigum áfram náið samband við Bandaríkin. Þetta samband skiptir okkur auðvitað miklu máli,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Þá hafi hún einnig átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna og forseta Finnlands í gærkvöldi. „Þar sem við vorum að ræða valdaskiptin og hvers má vænta í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað þjóð sem Norðurlöndin horfa öll til og eiga mikil samskipti við. Vorum að ræða öryggis- og varnarmál lika og samstillingu Norðurlanda varðandi ýmis mál,“ segir forsætisráðherra. Þeirra á meðal eru málefni Grænlands og sameiginlegur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Forsætisráðherra segir skipta miklu máli að öll lönd, þar með talin Bandaríkin, virði fullveldi annarra ríkja og landamæri. Skilaboð forsætisráðherra Norðurlandanna væru skýr í þeim efnum. Donald Trump steig dans með eiginkonu sinni Melania á dansleik að lokinni innsetningu hans í embætti forseta Bandaríkjanna í gær.AP//Evan Vucci „En við erum líka fyrst og fremst að horfa til ákveðinna tækifæra í samskiptum okkar við Bandaríkin. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að halda góðum samskiptum þarna á milli. Eins að vera samstillt þegar kemur að stóru málunum. Bæði í viðskiptatengdum málum, velferðarmálum en líka í öryggis- og varnarmálum eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir Kristrún. Það væri of snemmt að úttala sig um mögulegar tollahækkanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem Donald Trump hefur látið í veðri vaka. Vel væri fylgst með þróun þeirra mála og mögulegum áhrifum á samskptin við bæði Bandaríkin og innan EES samstarfsins. Töluverð óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. „Norðurlöndin munu áfram vera samstíga í stuðningi við Úkraínu. Það er mikil meðvitund um mikilvægi þess að styðja áfram við Úkraínu og sjálfstæði þeirra.“ Leggur þú áherslu á að ná tali af Bandaríkjaforseta, þið hittist kannski á NATO-fundi eða eitthvað slíkt, varðandi til dæmis tvíhliða varnarsamning þjóðanna og svo framvegis? „Það hefur ekkert slíkt samtal verið ákveðið. En mér finnst ekki ólíklegt að við munum ræða saman á einhverjum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Bandaríkin eru eitt mikilvægasta viðskiptaríki Íslands og þau hafa verið náin pólitískur bandamaður allt frá því þau viðurkenndu fyrst allra fullt sjálfstæði Íslands árið 1944. Í gildi er tvíhliða varnarsamningur á milli ríkjanna og samstarfið sömuleiðis náið í gegnum NATO. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra væntir þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði áfram góð eftir valdaskiptin í Washington.Vísir „Ég sendi nýjum forseta Bandaríkjanna kveðju í gær eftir innsetningarathöfnina og óska honum og hans ríkisstjórn góðs gengis. Vænti þess að við eigum áfram náið samband við Bandaríkin. Þetta samband skiptir okkur auðvitað miklu máli,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Þá hafi hún einnig átt símafund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna og forseta Finnlands í gærkvöldi. „Þar sem við vorum að ræða valdaskiptin og hvers má vænta í Bandaríkjunum. Þetta er auðvitað þjóð sem Norðurlöndin horfa öll til og eiga mikil samskipti við. Vorum að ræða öryggis- og varnarmál lika og samstillingu Norðurlanda varðandi ýmis mál,“ segir forsætisráðherra. Þeirra á meðal eru málefni Grænlands og sameiginlegur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu. Forsætisráðherra segir skipta miklu máli að öll lönd, þar með talin Bandaríkin, virði fullveldi annarra ríkja og landamæri. Skilaboð forsætisráðherra Norðurlandanna væru skýr í þeim efnum. Donald Trump steig dans með eiginkonu sinni Melania á dansleik að lokinni innsetningu hans í embætti forseta Bandaríkjanna í gær.AP//Evan Vucci „En við erum líka fyrst og fremst að horfa til ákveðinna tækifæra í samskiptum okkar við Bandaríkin. Við erum öll meðvituð um mikilvægi þess að halda góðum samskiptum þarna á milli. Eins að vera samstillt þegar kemur að stóru málunum. Bæði í viðskiptatengdum málum, velferðarmálum en líka í öryggis- og varnarmálum eins og staðan er í heiminum í dag,“ segir Kristrún. Það væri of snemmt að úttala sig um mögulegar tollahækkanir stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem Donald Trump hefur látið í veðri vaka. Vel væri fylgst með þróun þeirra mála og mögulegum áhrifum á samskptin við bæði Bandaríkin og innan EES samstarfsins. Töluverð óvissa ríkir einnig um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. „Norðurlöndin munu áfram vera samstíga í stuðningi við Úkraínu. Það er mikil meðvitund um mikilvægi þess að styðja áfram við Úkraínu og sjálfstæði þeirra.“ Leggur þú áherslu á að ná tali af Bandaríkjaforseta, þið hittist kannski á NATO-fundi eða eitthvað slíkt, varðandi til dæmis tvíhliða varnarsamning þjóðanna og svo framvegis? „Það hefur ekkert slíkt samtal verið ákveðið. En mér finnst ekki ólíklegt að við munum ræða saman á einhverjum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira