„Við erum Grænlendingar, hvorki Danir né Bandaríkjamenn“ sagði Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands er hann hóf fundinn samkvæmt danska ríkisútvarpinu.
Þá sagðist hann ekki leyna því að staða landa hans væri slæm.
Með Egede var Vivian Motzfeld, sjálfstæðis- og utanríkisráðherra í landstjórn Grænlands. Hún sagðist vera reyna að ná sambandi við starfsfólks Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.
„Við verðum að sameinast um að styrkja Grænland. Við verðum að geta unnið í sátt og samlyndi,“ sagði Motzfeld.
Egede var þá spurður út í ummæli Trump, sem sagði Dani þurfa að selja Bandaríkjamönnum Grænland.
„Landið okkar og fólkið í því kemur til með að ákveða hvað gera skal. Önnur lönd geta ekki ráðið því hvað við gerum,“ svaraði Egede.
Þrátt fyrir að vilja sjálfstæði segir Egede að Grænlendingar vilji ekki hætta samstarfi sínu með Dönum heldur vinna saman sem jafningjar. Hann lagði mikla áherslu á að Grænlendingar ráði sér sjálfir.
„Við verðum að standa saman sem land. Allir flokkar verða að standa saman. Þrátt fyrir að við séum fá þá er rödd okkar sterk,“ sagði Egede í lokin.