Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. janúar 2025 21:53 Linda Fagan yfirmaður bandarísku strandgæslunnar hefur verið látin fjúka. Ríkisstjórn Trumps hyggst reka um þúsund embættismenn sem samrýmast ekki framtíðarsýn þeirra um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær á ný. Getty Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. Donald Trump hefur þegar vikið að minnsta kosti fjórum úr embætti sem skipaðir voru á kjörtímabili Joe Biden fyrrverandi forseta. Hann segir á samfélagsmiðli sínum Truth Social að verið sé að kanna það hverjir samrýmist ekki framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær aftur. Færsla Trump.Skjáskot Linda Lee Fagan var samkvæmt The Telegraph fyrsti kvenkyns yfirmaðurinn í bandaríska hernum. Hún hefur verið látin fara til viðbótar við fyrstu fjóru embættismennina. Hún fékk uppsagnarbréf í dag þar sem fram kom að henni hefði brugðist bogalistinn í starfi sínu. Elon Musk vandaði henni ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum X. „Það er ekki lengur í boði að grafa undan Bandaríkjaher og landamæraeftirliti og eyða í staðinn peningum í DEI kynþáttahyggju og annað rugl,“ sagði Musk í mjög lauslegri þýðingu. Undermining the US military and border security to spend money on racist/sexist DEI nonsense is no longer acceptable https://t.co/IPoDv5odP8— Elon Musk (@elonmusk) January 21, 2025 DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og þýðir fjölbreytileiki, jafnrétti og inngilding. DEI er stefna sem ríkisstjórn Joes Biden hafði að leiðarljósi í allri sinni stefnumörkun og hefur það að markmiði að jafna hlut þeirra sem á brattann eiga að sækja vegna kynþáttar, kynhneigðar eða annars slíks. Ríkisstofnanir þyrftu að horfa til þessara sjónarmiða í sinni stefnumörkun og ráðningum meðal annars. Ríkisstjórn Trumps er ósammála þessari nálgun og telur hana vinna gegn sjálfri sér. Meðal þeirra ótal forsetatilskipana sem Trump skrifaði undir í gær var ein sem kvað á um að horfið verði algjörlega frá þessum sjónarmiðum í stefnu stjórnvalda. Undir stjórn Lindu Fagan voru þær breytingar gerðar á ráðningarferlum bandarísku strandgæslunnar fyrir árin 2024 - 2026, að horfa þurfi til „menningarlegrar hæfni umsækjenda, og hugmynda þeirra um fjölbreytileika og jafnrétti.“ Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Donald Trump hefur þegar vikið að minnsta kosti fjórum úr embætti sem skipaðir voru á kjörtímabili Joe Biden fyrrverandi forseta. Hann segir á samfélagsmiðli sínum Truth Social að verið sé að kanna það hverjir samrýmist ekki framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær aftur. Færsla Trump.Skjáskot Linda Lee Fagan var samkvæmt The Telegraph fyrsti kvenkyns yfirmaðurinn í bandaríska hernum. Hún hefur verið látin fara til viðbótar við fyrstu fjóru embættismennina. Hún fékk uppsagnarbréf í dag þar sem fram kom að henni hefði brugðist bogalistinn í starfi sínu. Elon Musk vandaði henni ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum X. „Það er ekki lengur í boði að grafa undan Bandaríkjaher og landamæraeftirliti og eyða í staðinn peningum í DEI kynþáttahyggju og annað rugl,“ sagði Musk í mjög lauslegri þýðingu. Undermining the US military and border security to spend money on racist/sexist DEI nonsense is no longer acceptable https://t.co/IPoDv5odP8— Elon Musk (@elonmusk) January 21, 2025 DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og þýðir fjölbreytileiki, jafnrétti og inngilding. DEI er stefna sem ríkisstjórn Joes Biden hafði að leiðarljósi í allri sinni stefnumörkun og hefur það að markmiði að jafna hlut þeirra sem á brattann eiga að sækja vegna kynþáttar, kynhneigðar eða annars slíks. Ríkisstofnanir þyrftu að horfa til þessara sjónarmiða í sinni stefnumörkun og ráðningum meðal annars. Ríkisstjórn Trumps er ósammála þessari nálgun og telur hana vinna gegn sjálfri sér. Meðal þeirra ótal forsetatilskipana sem Trump skrifaði undir í gær var ein sem kvað á um að horfið verði algjörlega frá þessum sjónarmiðum í stefnu stjórnvalda. Undir stjórn Lindu Fagan voru þær breytingar gerðar á ráðningarferlum bandarísku strandgæslunnar fyrir árin 2024 - 2026, að horfa þurfi til „menningarlegrar hæfni umsækjenda, og hugmynda þeirra um fjölbreytileika og jafnrétti.“
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira