Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 09:51 Baldoni og Lively við tökur á atriðinu umdeilda. Jose Perez/Bauer-Griffin/GC Images Lögmenn bandaríska leikarans og leikstjórans Justin Baldoni hafa birt myndband af setti kvikmyndarinnar It Ends With Us þar sem þau Blake Lively leika saman í rómantísku atriði. Að sögn lögmanna hans sýnir myndbandið fram á að hann hafi ekki kynferðislega áreitt leikkonuna líkt og hún hefur sakað hann um. Lögmenn leikkonunnar segja að myndbandið styðji ásakanir hennar. Í umfjöllun CNN um málið er haft eftir lögmönnum Baldoni að myndbandið sýni að hann hafi ávallt komið fram við leikkonuna af virðingu. Líkt og fram hefur komið eiga þau nú í harðvítugum deilum og hafa stefnt hvort öðru eftir að þau léku saman í myndinni sem sýnd var í kvikmyndahúsum í ágúst en Baldoni leikstýrði henni jafnframt. Lively hefur stefnt Baldoni fyrir kynferðislegt áreiti og ófrægingarherferð og Baldoni hefur að sama skapi stefnt Lively og eiginmanni hennar Ryan Reynolds fyrir ófrægingarherferð og tilraunir til kúgunar. Tíu mínútur af vangadansi Myndbandið er tíu mínútna langt. Þar sést myndskeið af þeim Lively og Baldoni í hægum vangadansi. Fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins að atriðið sé það sem Lively hafi vísað til í stefnu hennar gegn Baldoni. Lively hefur haldið því fram að Baldoni hafi beygt sig hægt fram að henni og kysst hana á eyranu og dregið varir sínar frá eyranu og niður háls hennar. Hann hafi sagt að hún lyktaði vel og hegðað sér á þann hátt sem engan veginn hafi verið í samræmi við handrit myndarinnar. Ekki hafi verið þörf á að segja neitt í atriðinu þar eð ekki væri gert ráð fyrir hljóði. Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan. Myndbandið var tekið þann 23. maí árið 2023. Þar sjást þrjár tökur á sömu senunni. Að sögn lögmanna Baldoni sýnir það að báðir leikarar hafi hegðað sér eðlilega á settinu. Þau hafi farið með hlutverk tveggja persóna sem væru að verða ástfangin og hafi leikið það í samræmi við það. Í myndbandinu heyrast leikararnir meðal annars ræða saman á meðan þau dansa og um það hvernig best er að leika rómantíska hluta senunnar. Lively heyrist segja Baldoni að henni þyki meira rómantískt að þau sjáist tala saman frekar en að þau kyssist. Þá spyr Baldoni á léttum nótum hvort hann sé nokkuð að dreifa skeggbroddum á Lively en þá heyrist hún hlæja og segja að hún sé líklega að maka brúnkukremi á hann. Renni stoðum undir ásakanir Lively Lögmenn Lively voru fljótir að senda frá sér yfirlýsingu vegna birtingu myndbandsins. Þeir segja að þvert á fullyrðingar lögmanna Baldoni renni það stoðum undir ásakanir hennar. Þeir segja að leikkonan sjáist í myndbandinu halla sér frá Baldoni og ítrekað biðja hann um að þau tali einungis saman. Þá segja þeir að sérhver kona sem hafi verið áreitt á vinnustað þekki hegðunarmynstur Lively. Henni líði augljóslega óþægilega og geri sitt til að koma í veg fyrir að vera snert. Engin kona ætti að þurfa að vera í slíkum sporum á vinnustað. „Sérhver stund af þessu var spunnin af Baldoni án samtals eða samþykkis fyrirfram og enginn nándarstarfsmaður var til staðar,“ segir í yfirlýsingu lögmannanna. Með nándarstarfsmanni (e. intimacy coordinator) er átt við starfsmann sem ber að gæta að líðan leikara á setti þegar rómantískar senur eru teknar upp. „Baldoni var ekki einungis að leika með Lively, heldur var hann leikstjórinn, höfuð stúdíósins og yfirmaður Lively.“ Lögmennirnir segja að tilgangur Baldoni með því að birta myndbandið sé augljós. Hann ætli sér að snúa almenningsálitinu sér í vil. Athæfið sé áframhald af þeirri aðför sem hann hafi staðið fyrir gegn orðspori leikkonunnar allar götur síðan að myndin kom út. Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Tengdar fréttir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. 15. janúar 2025 13:41 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. 22. desember 2024 10:41 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
Í umfjöllun CNN um málið er haft eftir lögmönnum Baldoni að myndbandið sýni að hann hafi ávallt komið fram við leikkonuna af virðingu. Líkt og fram hefur komið eiga þau nú í harðvítugum deilum og hafa stefnt hvort öðru eftir að þau léku saman í myndinni sem sýnd var í kvikmyndahúsum í ágúst en Baldoni leikstýrði henni jafnframt. Lively hefur stefnt Baldoni fyrir kynferðislegt áreiti og ófrægingarherferð og Baldoni hefur að sama skapi stefnt Lively og eiginmanni hennar Ryan Reynolds fyrir ófrægingarherferð og tilraunir til kúgunar. Tíu mínútur af vangadansi Myndbandið er tíu mínútna langt. Þar sést myndskeið af þeim Lively og Baldoni í hægum vangadansi. Fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins að atriðið sé það sem Lively hafi vísað til í stefnu hennar gegn Baldoni. Lively hefur haldið því fram að Baldoni hafi beygt sig hægt fram að henni og kysst hana á eyranu og dregið varir sínar frá eyranu og niður háls hennar. Hann hafi sagt að hún lyktaði vel og hegðað sér á þann hátt sem engan veginn hafi verið í samræmi við handrit myndarinnar. Ekki hafi verið þörf á að segja neitt í atriðinu þar eð ekki væri gert ráð fyrir hljóði. Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan. Myndbandið var tekið þann 23. maí árið 2023. Þar sjást þrjár tökur á sömu senunni. Að sögn lögmanna Baldoni sýnir það að báðir leikarar hafi hegðað sér eðlilega á settinu. Þau hafi farið með hlutverk tveggja persóna sem væru að verða ástfangin og hafi leikið það í samræmi við það. Í myndbandinu heyrast leikararnir meðal annars ræða saman á meðan þau dansa og um það hvernig best er að leika rómantíska hluta senunnar. Lively heyrist segja Baldoni að henni þyki meira rómantískt að þau sjáist tala saman frekar en að þau kyssist. Þá spyr Baldoni á léttum nótum hvort hann sé nokkuð að dreifa skeggbroddum á Lively en þá heyrist hún hlæja og segja að hún sé líklega að maka brúnkukremi á hann. Renni stoðum undir ásakanir Lively Lögmenn Lively voru fljótir að senda frá sér yfirlýsingu vegna birtingu myndbandsins. Þeir segja að þvert á fullyrðingar lögmanna Baldoni renni það stoðum undir ásakanir hennar. Þeir segja að leikkonan sjáist í myndbandinu halla sér frá Baldoni og ítrekað biðja hann um að þau tali einungis saman. Þá segja þeir að sérhver kona sem hafi verið áreitt á vinnustað þekki hegðunarmynstur Lively. Henni líði augljóslega óþægilega og geri sitt til að koma í veg fyrir að vera snert. Engin kona ætti að þurfa að vera í slíkum sporum á vinnustað. „Sérhver stund af þessu var spunnin af Baldoni án samtals eða samþykkis fyrirfram og enginn nándarstarfsmaður var til staðar,“ segir í yfirlýsingu lögmannanna. Með nándarstarfsmanni (e. intimacy coordinator) er átt við starfsmann sem ber að gæta að líðan leikara á setti þegar rómantískar senur eru teknar upp. „Baldoni var ekki einungis að leika með Lively, heldur var hann leikstjórinn, höfuð stúdíósins og yfirmaður Lively.“ Lögmennirnir segja að tilgangur Baldoni með því að birta myndbandið sé augljós. Hann ætli sér að snúa almenningsálitinu sér í vil. Athæfið sé áframhald af þeirri aðför sem hann hafi staðið fyrir gegn orðspori leikkonunnar allar götur síðan að myndin kom út.
Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Tengdar fréttir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. 15. janúar 2025 13:41 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. 22. desember 2024 10:41 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. 15. janúar 2025 13:41
Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Blake Lively, leikkona, hefur sakað Justin Baldoni, leikstjóra myndarinnar It ends with us og mótleikara hennar í myndinni, um kynferðislegt áreiti og áróðursherferð í þeim tilgangi að rústa orðspori hennar. Lively hefur lagt fram kvörtun gegn Baldoni, í undirbúningi fyrir lögsókn. 22. desember 2024 10:41