Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 09:57 Joshua Jefferson er að komast aftur á ferðina eftir erfið meiðsli. Vísir / Hulda Margrét Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra. Joshua spilaði með liðinu á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband í leik með liðinu í febrúar fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann allt í einu mættur aftur í Valsliðið. Joshua lék 14 mínútur í bikarleiknum á Höfn á mánudag en Valsmenn eru auðvitað fyrir með annan Bandaríkjamann, Sherif Kenney, sem spilaði 28 mínútur. Reglur KKÍ leyfa aðeins einn bandarískan leikmann á vellinum hverju sinni og miðað við þennan mínútufjölda, sem skráður er í skýrslu á vef KKÍ, gengur það ekki alveg upp en ætla má að sú skráning sé ekki alveg rétt. „Ég myndi halda að þeir (Valsmenn) vilji skipta um amerískan leikmann eða vilji að minnsta kosti skoða Joshua. Þeir þekkja til hans, hafa góða reynslu af honum og vita hvað hann getur,” sagði Helgi í GAZinu en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsveitum. „Hann er að koma aftur úr meiðslum þannig ég ætla að ímynda mér að þeir séu að skoða hann, sjá hvernig hann er og hvernig hann lítur út. Þeir láta eflaust sjúkraþjálfara og eitthvað teymi skoða standið á honum. Ef þeim líst á þetta þá myndi ég giska á að hann verði ameríski leikmaður þeirra í vetur,“ sagði Helgi. Báðir voru þeir Pavel sammála um að þeim þætti ólíklegt að Valur ætlaði sér að vera með tvo bandaríska leikmenn. „Hafandi gengið í gegnum slíkt sjálfur þá held ég að það sé ekki málið,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er skrýtin staða. Það er ekki verið að taka ákvörðun hér, það er verið að þreifa á einhverju. Það er verið að skoða einhverja hluti þegar það eru átta umferðir eftir af tímabilinu.“ „Hvað ætlar þú að segja við hann ef þetta gengur ekki upp með Joshua? Við vorum bara að grínast, meintum ekkert með þessu. Þú ert okkar maður.“ Í þættinum rýna þeir félagar í 8-liða úrslit VÍS bikarsins sem lauk á mánudaginn ásamt komandi 15. umferð Bónus-deildarinnar sem hefst í kvöld. Bónus-deild karla VÍS-bikarinn Valur Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Sjá meira
Joshua spilaði með liðinu á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband í leik með liðinu í febrúar fyrir tæpu ári síðan. Nú er hann allt í einu mættur aftur í Valsliðið. Joshua lék 14 mínútur í bikarleiknum á Höfn á mánudag en Valsmenn eru auðvitað fyrir með annan Bandaríkjamann, Sherif Kenney, sem spilaði 28 mínútur. Reglur KKÍ leyfa aðeins einn bandarískan leikmann á vellinum hverju sinni og miðað við þennan mínútufjölda, sem skráður er í skýrslu á vef KKÍ, gengur það ekki alveg upp en ætla má að sú skráning sé ekki alveg rétt. „Ég myndi halda að þeir (Valsmenn) vilji skipta um amerískan leikmann eða vilji að minnsta kosti skoða Joshua. Þeir þekkja til hans, hafa góða reynslu af honum og vita hvað hann getur,” sagði Helgi í GAZinu en hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsveitum. „Hann er að koma aftur úr meiðslum þannig ég ætla að ímynda mér að þeir séu að skoða hann, sjá hvernig hann er og hvernig hann lítur út. Þeir láta eflaust sjúkraþjálfara og eitthvað teymi skoða standið á honum. Ef þeim líst á þetta þá myndi ég giska á að hann verði ameríski leikmaður þeirra í vetur,“ sagði Helgi. Báðir voru þeir Pavel sammála um að þeim þætti ólíklegt að Valur ætlaði sér að vera með tvo bandaríska leikmenn. „Hafandi gengið í gegnum slíkt sjálfur þá held ég að það sé ekki málið,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er skrýtin staða. Það er ekki verið að taka ákvörðun hér, það er verið að þreifa á einhverju. Það er verið að skoða einhverja hluti þegar það eru átta umferðir eftir af tímabilinu.“ „Hvað ætlar þú að segja við hann ef þetta gengur ekki upp með Joshua? Við vorum bara að grínast, meintum ekkert með þessu. Þú ert okkar maður.“ Í þættinum rýna þeir félagar í 8-liða úrslit VÍS bikarsins sem lauk á mánudaginn ásamt komandi 15. umferð Bónus-deildarinnar sem hefst í kvöld.
Bónus-deild karla VÍS-bikarinn Valur Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit