Tekjurnar af Stelara féllu um þriðjung með innkomu líftæknilyfja í Evrópu

Framleiðandi frumlyfsins Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sá sölutekjur sínar skreppa saman um tugi prósenta utan Bandaríkjanna í lok ársins 2024 þegar keppinautar á borð við Alvotech komu inn á markaðinn í Evrópu með líftæknilyfjahliðstæður. Eftir mestu er hins vegar að slægjast á Bandaríkjamarkaði sem opnaðist í byrjun ársins fyrir hliðstæður við Stelara en hversu stóran bita þeim tekst að fá af kökunni mun meðal annars ráðast af verðstefnu Johnson & Johnson þegar nýir leikendur mæta á sviðið.
Tengdar fréttir

Kvartar til FDA og telur að Samsung eigi ekki að fá útskiptileika við Stelara
Alvotech hefur sent inn kvörtun til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna vegna hliðstæðu keppinautarins Samsung Bioepis við Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sem íslenska líftæknilyfjafélagið telur að uppfylli ekki kröfur til að fá heimild fyrir útskiptileika. Samsung er eitt af fjórum fyrirtækjum sem hefur sett stefnuna á hliðstæðumarkað með Stelara í upphafi næsta árs en fái félagið ekki útskiptileika er sennilegt að það muni koma verulega niður á möguleikum þess að keppa um hlutdeild við sölu á lyfinu.

Tiltrú fjárfesta mun aukast þegar það fæst betri innsýn í sölutekjur Alvotech
Fjárfestar bíða eftir að fá betri innsýn í tekjurnar vegna sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum, að mati fjárfestingabankans Barclays, en það hefur ráðið hvað mestu um að hlutabréfaverð félagsins er enn talsvert undir hæstu gildum fyrr á árinu. Greinendur bankans, sem segjast „sannfærðir“ um að Alvotech verði einn af þremur risunum á heimsvísu á sviði líftæknilyfja, álíta að uppgjör næstu mánaða muni auka tiltrú og traust markaðarins á tekjuáætlunum þess og nefna eins að með sérhæfðri lyfjaverksmiðju sé félagið með samkeppnisforskot á suma af helstu keppinautum sínum.

Sparkar út frumlyfinu og mælir með hliðstæðu Alvotech við Humira
Einn af stóru innkaupaaðilunum á bandarískum lyfjamarkaði hefur ákveðið að fjarlægja framleiðenda frumlyfsins Humira, eitt mesta selda lyf þar í landi um árabil, af endurgreiðslulistum sínum og þess í stað mæla með þremur líftæknilyfjahliðstæðum, meðal annars frá Alvotech. Hlutdeild AbbVie á Humira-markaðnum hefur farið minnkandi eftir að annar innkauparisi tók sömu ákvörðun í upphafi ársins.