Í umfjöllun Guardian segir að ein tilkynning hafi borist um mannslát vegna óveðursins. Karlmaður hafi orðið undir tré og látist er hann ók bíl í Donegal héraði í Norðurhluta Írlands í gær.
Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum víða um landið og skólum og annarri þjónustu var lokað. Þá féllu ferðir almannasamganga niður.
Fjöldi tilkynninga um eyðilagða innviði hafi borist bæði á Írlandi og víðs vegar í Bretlandi. Þá hafi um 130 þúsund heimili verið án vatns á tímabili. Samkvæmt upplýsingum frá orkuveitu Írlands eru „þó nokkrir dagar“ þar til rafmagn verður komið á alls staðar að nýju.
Enn eru gular veðurviðvaranir í gildi vegna veðursins en búist er við að versta veðrinu sé lokið. Veðurfræðingar spá áframhaldandi vindum, að því er kemur fram í frétt BBC.