Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 09:34 Janus Daði Smárason hundóánægður eftir tapið gegn Króötum í gær. Nú þarf Ísland að treysta á hjálp frá Slóveníu á morgun til að komast í 8-liða úrslit. VÍSIR/VILHELM Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær. Áður en að leikur Íslands og Króatíu hófst þá mættust Egyptaland og Slóvenía í höllinni í Zagreb í gær. Ef Egyptar hefðu ekki unnið þann leik þá hefði Íslandi dugað sigur í leiknum við Argentínu á morgun til að tryggja sig inn í 8-liða úrslit, burtséð frá öllum öðrum úrslitum. En Egyptar unnu, með einu marki. Slóvenar fengu um 45 sekúndur í lokasókn sína, og skoruðu í blálokin, en dómarar leiksins komust að þeirri niðurstöðu að um leiktöf hefði verið að ræða. Markið má sjá hér að neðan. ❓ Slóvenar voru grátlega nálægt því að jafna metin. Það hefði breytt öllu fyrir stöðu Íslands í kvöld. Sjáðu atvikið í lokasókn þeirra gegn Egyptum.Dómararnir dæmdu leiktöf þar sem Slóvenía tók of margar sendingar, við litla kátínu Slóvena pic.twitter.com/wgVkBb7HR1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2025 Dómari lyfti upp hendi þegar 11 sekúndur voru eftir, og Slóvenar í bullandi sókn. Þeir áttu svo fimm sendingar áður en þeir skoruðu, en senda má að hámarki fjórar sendingar áður en leiktöf er dæmd. Reglunum var breytt árið 2022 en áður mátti senda að hámarki sex sendingar fyrir leiktöf, sem hefði dugað Slóvenum. Norsku dómararnir Lars Jorum og Havard Kleven dæmdu leikinn og ákváðu að jöfnunarmark Miha Zarabec fengi ekki að standa. Markið hefði ekki aðeins verið óhemju dýrmætt fyrir Ísland heldur einnig gefið Slóvenum fræðilega möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Allir í höllinni voru forviða yfir því að dæmd skyldi leiktöf, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa24, því menn töldu Norðmennina hafa lyft upp hendi of snemma. „Þeir dæmdu leiktöf en ég veit ekki af hverju hann var að lyfta hendinni. Við byrjuðum sóknina 40 sekúndum fyrir leikslok. Dómararnir lyftu hendinni 15 sekúndum fyrir leikslok. Þeir höfðu ekki lyft hendi í sókn Egypta áður. Það var fullt af svona ákvörðunum í leiknum. Þetta er algjör synd,“ sagði Jure Dolenec, leikmaður Slóveníu. Staða Íslands er núna þannig að liðið þarf að vinna Argentínu á morgun og treysta á að Grænhöfðaeyjar nái í stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu, til að komast í 8-liða úrslitin. Ef Ísland, Egyptaland og Króatía vinna öll þá enda þau jöfn í 1.-3. sæti en Ísland neðst vegna innbyrðis úrslita. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit? 24. janúar 2025 22:41 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24. janúar 2025 22:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland Sjá meira
Áður en að leikur Íslands og Króatíu hófst þá mættust Egyptaland og Slóvenía í höllinni í Zagreb í gær. Ef Egyptar hefðu ekki unnið þann leik þá hefði Íslandi dugað sigur í leiknum við Argentínu á morgun til að tryggja sig inn í 8-liða úrslit, burtséð frá öllum öðrum úrslitum. En Egyptar unnu, með einu marki. Slóvenar fengu um 45 sekúndur í lokasókn sína, og skoruðu í blálokin, en dómarar leiksins komust að þeirri niðurstöðu að um leiktöf hefði verið að ræða. Markið má sjá hér að neðan. ❓ Slóvenar voru grátlega nálægt því að jafna metin. Það hefði breytt öllu fyrir stöðu Íslands í kvöld. Sjáðu atvikið í lokasókn þeirra gegn Egyptum.Dómararnir dæmdu leiktöf þar sem Slóvenía tók of margar sendingar, við litla kátínu Slóvena pic.twitter.com/wgVkBb7HR1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2025 Dómari lyfti upp hendi þegar 11 sekúndur voru eftir, og Slóvenar í bullandi sókn. Þeir áttu svo fimm sendingar áður en þeir skoruðu, en senda má að hámarki fjórar sendingar áður en leiktöf er dæmd. Reglunum var breytt árið 2022 en áður mátti senda að hámarki sex sendingar fyrir leiktöf, sem hefði dugað Slóvenum. Norsku dómararnir Lars Jorum og Havard Kleven dæmdu leikinn og ákváðu að jöfnunarmark Miha Zarabec fengi ekki að standa. Markið hefði ekki aðeins verið óhemju dýrmætt fyrir Ísland heldur einnig gefið Slóvenum fræðilega möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Allir í höllinni voru forviða yfir því að dæmd skyldi leiktöf, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa24, því menn töldu Norðmennina hafa lyft upp hendi of snemma. „Þeir dæmdu leiktöf en ég veit ekki af hverju hann var að lyfta hendinni. Við byrjuðum sóknina 40 sekúndum fyrir leikslok. Dómararnir lyftu hendinni 15 sekúndum fyrir leikslok. Þeir höfðu ekki lyft hendi í sókn Egypta áður. Það var fullt af svona ákvörðunum í leiknum. Þetta er algjör synd,“ sagði Jure Dolenec, leikmaður Slóveníu. Staða Íslands er núna þannig að liðið þarf að vinna Argentínu á morgun og treysta á að Grænhöfðaeyjar nái í stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía nái í stig gegn Króatíu, til að komast í 8-liða úrslitin. Ef Ísland, Egyptaland og Króatía vinna öll þá enda þau jöfn í 1.-3. sæti en Ísland neðst vegna innbyrðis úrslita.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Hvernig kemst Ísland áfram? Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit? 24. janúar 2025 22:41 Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24. janúar 2025 22:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland Sjá meira
Hvernig kemst Ísland áfram? Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit? 24. janúar 2025 22:41
Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06
Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02
Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16
Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir með McDonald‘s hamborgurum eftir sigurinn í síðasta leik. Þeir eiga engar hamingjumáltíðir skilið í kvöld ef marka má Íslendinga sem tjáðu sig á samfélagsmiðlum um tapið slæma gegn Króatíu. 24. janúar 2025 22:13
Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49