Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 23:02 Ragnar Auðun Árnason er framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Vinstri græn Framtíðin verður að leiða í ljós hvað verður um Vinstri græn og raunar vinstrið í heild sinni að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Flokkurinn fær engin fjárframlög frá ríkinu þetta kjörtímabilið. Bæði Píratar og Vinstri grænir duttu af þingi í kosningunum í lok nóvember. Vinstri græn höfðu verið á þingi frá stofnun flokksins árið 1999 og Píratar frá árinu 2013. Þegar flokkarnir voru hvað stærstir voru VG með fjórtán þingmenn og Píratar tíu. Fulltrúar VG á sveitarstjórnarstigi eru níu og Píratar eiga þrjá. Nú taka við öðruvísi tímar hjá flokkunum tveimur, sérstaklega Vinstri grænum, sem fengu einungis 2,4 prósent atkvæða í þingkosningunum og eiga því ekki rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Næstu skref flokksins verða ákveðin á flokksráðsfundi 22. febrúar. „Við erum að horfa fram á veruleika þar sem við erum að færa okkur yfir í að vera meiri grasrótarsamtök en við höfum verið undanfarin ár. Hver nákvæm framtíð hreyfingarinnar er verða almennir félagar að ákveða á þessum flokksráðsfundi og næstu fundum eftir það,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Sem stendur eru þrír starfsmenn á launum hjá flokknum. Ljóst er að seinna á árinu verði þeir núll og bróðurpartur starfsins fari fram í sjálfboðaliðavinnu. Það hafi verið ákveðið áfall fyrir flokkinn að vera undir tveimur og hálfu prósenti. „Ég held að það sé ákveðin depurð, sjokk, en líka smá spenningur um hvað gerist næst,“ segir Ragnar. „Ég held að framtíðin verði að leiða það í ljós hvað verður bæði um hreyfinguna og vinstrið á Íslandi.“ Vinstri græn Píratar Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Bæði Píratar og Vinstri grænir duttu af þingi í kosningunum í lok nóvember. Vinstri græn höfðu verið á þingi frá stofnun flokksins árið 1999 og Píratar frá árinu 2013. Þegar flokkarnir voru hvað stærstir voru VG með fjórtán þingmenn og Píratar tíu. Fulltrúar VG á sveitarstjórnarstigi eru níu og Píratar eiga þrjá. Nú taka við öðruvísi tímar hjá flokkunum tveimur, sérstaklega Vinstri grænum, sem fengu einungis 2,4 prósent atkvæða í þingkosningunum og eiga því ekki rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Næstu skref flokksins verða ákveðin á flokksráðsfundi 22. febrúar. „Við erum að horfa fram á veruleika þar sem við erum að færa okkur yfir í að vera meiri grasrótarsamtök en við höfum verið undanfarin ár. Hver nákvæm framtíð hreyfingarinnar er verða almennir félagar að ákveða á þessum flokksráðsfundi og næstu fundum eftir það,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Sem stendur eru þrír starfsmenn á launum hjá flokknum. Ljóst er að seinna á árinu verði þeir núll og bróðurpartur starfsins fari fram í sjálfboðaliðavinnu. Það hafi verið ákveðið áfall fyrir flokkinn að vera undir tveimur og hálfu prósenti. „Ég held að það sé ákveðin depurð, sjokk, en líka smá spenningur um hvað gerist næst,“ segir Ragnar. „Ég held að framtíðin verði að leiða það í ljós hvað verður bæði um hreyfinguna og vinstrið á Íslandi.“
Vinstri græn Píratar Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira