HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 08:03 Gísli Þorgeir Kristjánsson í hópi annarra landsliðsmanna. Viðtal við hann eftir leikinn vakti mikla athygli og var til umræðu í Besta sætinu. Vísir/Vilhelm Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og gerðu upp frammistöðu íslenska landsliðsins á HM í handbolta. Íslenska liðið hafnaði í níunda sæti á mótinu. „Það var eitt í þessu viðtali við Gísla Þorgeir og ég veit ekki hvort að þetta sé eitthvað sem truflar einhvern annan en þetta truflar mig örlítið. Það er þegar það er sagt við Gísla fyrir leikinn á móti Argentínu: Hvenær viltu fara heima á morgun? Viltu fara til Magdeburgar á morgun?,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Þetta er bara HSÍ „Já, þetta er bara HSÍ. Þeir eru bara svona,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er ekkert eðlilega skrýtið,“ sagði Stefán. „Þeir voru að reyna að spara sér einhverjar krónur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við sjáum eitthvað taktleysi hjá HSÍ. Heldur betur ekki,“ sagði Ásgeir. „Hefði þetta ekki farið í taugarnar á þér sem leikmaður fyrir síðasta leikinn á HM,“ spurði Stefán. „Að sjálfsögðu hefði þetta farið í taugarnar á mér ef ég hefði verið spurður áður en það væri endanlega klárt að við værum að fara heim. Vonandi svaraði hann bara: Ég er að fara heim í fyrsta lagi á þriðjudaginn eða á miðvikudaginn,“ sagði Ásgeir. Finnst það nú frekar taktlaust „Ég er alveg sammála því. Þetta kemur fram hjá honum og væntanlega hefur einhver af hálfu HSÍ rætt þetta að minnsta kosti við hann. Kannski þá við væntanlega fleiri,“ sagði Einar Jónsson. „Manni finnst það nú frekar taktlaust. Bíddu þá alla vega með það þangað til að þessi leikur er búinn. Kláraðu leikinn,“ sagði Einar. „Króatarnir bara rétt unnu Slóvena. Það munaði ekki miklu,“ sagði Stefán. „Klárum bara okkar leik. Svo getum við farið að taka þessa umræðu við leikmenn: Strákar við vitum hvernig staðan er. Við þurfum að tékka okkur út af hótelinu fyrir hádegi á morgun,“ sagði Einar. Vitum bara hvernig fjárhagsstaðan er „Ég held að það séu líka bara mótsreglur. Þá þarf sambandið að greiða aukalega fyrir það. Við vitum bara hvernig fjárhagsstaðan er. Það er líka verið að passa upp á þá hluti sem er bara jákvætt,“ sagði Einar. „Þetta er týpískur hluti sem framkvæmdastjórinn á bara að undirbúa sjálfur inn á herbergi án þess að spyrja kóng né prest. Vera bara undirbúinn með þetta þegar leikurinn er búinn,“ sagði Ásgeir. Það má finna þessa umræðu sem og fleiri atriði sem farið var yfir í uppgjörsþætti Besta sætisins á heimsmeistaramótinu. Hann má finna allan hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:43 Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. 26. janúar 2025 16:42 Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og gerðu upp frammistöðu íslenska landsliðsins á HM í handbolta. Íslenska liðið hafnaði í níunda sæti á mótinu. „Það var eitt í þessu viðtali við Gísla Þorgeir og ég veit ekki hvort að þetta sé eitthvað sem truflar einhvern annan en þetta truflar mig örlítið. Það er þegar það er sagt við Gísla fyrir leikinn á móti Argentínu: Hvenær viltu fara heima á morgun? Viltu fara til Magdeburgar á morgun?,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Þetta er bara HSÍ „Já, þetta er bara HSÍ. Þeir eru bara svona,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er ekkert eðlilega skrýtið,“ sagði Stefán. „Þeir voru að reyna að spara sér einhverjar krónur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við sjáum eitthvað taktleysi hjá HSÍ. Heldur betur ekki,“ sagði Ásgeir. „Hefði þetta ekki farið í taugarnar á þér sem leikmaður fyrir síðasta leikinn á HM,“ spurði Stefán. „Að sjálfsögðu hefði þetta farið í taugarnar á mér ef ég hefði verið spurður áður en það væri endanlega klárt að við værum að fara heim. Vonandi svaraði hann bara: Ég er að fara heim í fyrsta lagi á þriðjudaginn eða á miðvikudaginn,“ sagði Ásgeir. Finnst það nú frekar taktlaust „Ég er alveg sammála því. Þetta kemur fram hjá honum og væntanlega hefur einhver af hálfu HSÍ rætt þetta að minnsta kosti við hann. Kannski þá við væntanlega fleiri,“ sagði Einar Jónsson. „Manni finnst það nú frekar taktlaust. Bíddu þá alla vega með það þangað til að þessi leikur er búinn. Kláraðu leikinn,“ sagði Einar. „Króatarnir bara rétt unnu Slóvena. Það munaði ekki miklu,“ sagði Stefán. „Klárum bara okkar leik. Svo getum við farið að taka þessa umræðu við leikmenn: Strákar við vitum hvernig staðan er. Við þurfum að tékka okkur út af hótelinu fyrir hádegi á morgun,“ sagði Einar. Vitum bara hvernig fjárhagsstaðan er „Ég held að það séu líka bara mótsreglur. Þá þarf sambandið að greiða aukalega fyrir það. Við vitum bara hvernig fjárhagsstaðan er. Það er líka verið að passa upp á þá hluti sem er bara jákvætt,“ sagði Einar. „Þetta er týpískur hluti sem framkvæmdastjórinn á bara að undirbúa sjálfur inn á herbergi án þess að spyrja kóng né prest. Vera bara undirbúinn með þetta þegar leikurinn er búinn,“ sagði Ásgeir. Það má finna þessa umræðu sem og fleiri atriði sem farið var yfir í uppgjörsþætti Besta sætisins á heimsmeistaramótinu. Hann má finna allan hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:43 Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. 26. janúar 2025 16:42 Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17
Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31
Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:43
Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. 26. janúar 2025 16:42