Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2025 13:02 Haukur Þrastarson átti erfitt uppdráttar gegn Argentínu. getty/Sanjin Strukic Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær. Haukur var í byrjunarliði Íslands í gær og átti erfitt uppdráttar. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum, tapaði boltanum einu sinni og var tekinn af velli um miðjan fyrri hálfleik. Eftir það lagaðist sóknarleikur íslenska liðsins umtalsvert. „Þegar ég sá þetta, að hann væri að fara að byrja leikinn hélt ég að hann myndi rífa sig upp, vitandi það að það væri deyfð yfir þessu, það þyrfti einhver að taka af skarið. Nú get ég stimplað mig inn og sagt að ég hefði kannski átt að fá að spila meira í þessu móti,“ sagði Ásgeir Örn í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Hann gerði það ekki og það sama með Þorstein Leó [Gunnarsson]. Það gekk ekkert upp hjá honum. Það fær mann til að hugsa að kannski hefðu þeir mögulega ekkert hjálpað okkur, til dæmis á móti Króatíu.“ Einar tók við boltanum og ræddi um þá Hauk og Þorstein. „Ég er þeirrar skoðunar að mér finnst að þessir strákar ættu að vera komnir í stærra hlutverk en þeir eru í dag. Það hefði mátt vera búið að búa til eitthvað hlutverk fyrir hann [Þorstein]. Það er ekki búið að gera það. Innkoman í dag [í gær] var hörmung en mér finnst ekki að það eigi að lita hans framtíð með þessu landsliði. Þetta er bara gaur sem getur nýst okkur ótrúlega vel,“ sagði Einar. Flatneskja „Ég hef hins vegar verulega áhyggjur af Hauki Þrastarsyni, ég verð að viðurkenna það. Maður er búinn að bíða og bíða og þetta er bara eins og einhver Fóstbræðraskets: ooooog bíða, ooooog bíða. Þetta er flatt. Hann er alltaf á sama tempói. Allar hreyfingarnar hans. Það eru engar hraðabreytingar. Skotin hans eru frekar flöt. Það er eins og það vanti einhvern kraft,“ sagði Einar áður en Ásgeir Örn tók við. „Ef hann ætlar svo ekki að spila vörn heldur er þetta helvíti þungt. Þá erum við með mikla breidd þarna og helvíti erfitt að koma sér inn í róteringuna.“ Verður að spila meira Einar er þó ekki búinn að gefast upp á Hauki sem hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin ár. „Mér finnst Haukur Þrastarson frábær í handbolta. Ákvarðanirnar sem hann tekur eru ekki slæmar. Skotin sem er að taka eru allt í lagi ákvarðanir en þetta eru bara léleg skot. Hann er í basli maður á mann. Það er ekkert hægt að gefast upp á honum. Ég vona að hann komi upp. Hann hefur ekkert sýnt okkur það. Það er ekkert bullandi tilefni til bjartsýni, því miður,“ sagði Einar. Ásgeir Örn benti einnig á að Haukur væri ekki spila nógu mikið með sínu félagsliði, Dinamo Búkarest. „Hann þarf að fara í lið þar sem hann er aðalmaðurinn og er að spila fimmtíu mínútur í leik. Þetta er bara korter og korter og hann er bara að snerta parketið í örfáar mínútur í leik,“ sagði Ásgeir Örn. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fimmta sigur í sex leikjum með liðið vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í þriðja og síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:22 Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:43 Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28 Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. 26. janúar 2025 16:42 Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38 Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Haukur var í byrjunarliði Íslands í gær og átti erfitt uppdráttar. Hann klikkaði á báðum skotunum sínum, tapaði boltanum einu sinni og var tekinn af velli um miðjan fyrri hálfleik. Eftir það lagaðist sóknarleikur íslenska liðsins umtalsvert. „Þegar ég sá þetta, að hann væri að fara að byrja leikinn hélt ég að hann myndi rífa sig upp, vitandi það að það væri deyfð yfir þessu, það þyrfti einhver að taka af skarið. Nú get ég stimplað mig inn og sagt að ég hefði kannski átt að fá að spila meira í þessu móti,“ sagði Ásgeir Örn í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Hann gerði það ekki og það sama með Þorstein Leó [Gunnarsson]. Það gekk ekkert upp hjá honum. Það fær mann til að hugsa að kannski hefðu þeir mögulega ekkert hjálpað okkur, til dæmis á móti Króatíu.“ Einar tók við boltanum og ræddi um þá Hauk og Þorstein. „Ég er þeirrar skoðunar að mér finnst að þessir strákar ættu að vera komnir í stærra hlutverk en þeir eru í dag. Það hefði mátt vera búið að búa til eitthvað hlutverk fyrir hann [Þorstein]. Það er ekki búið að gera það. Innkoman í dag [í gær] var hörmung en mér finnst ekki að það eigi að lita hans framtíð með þessu landsliði. Þetta er bara gaur sem getur nýst okkur ótrúlega vel,“ sagði Einar. Flatneskja „Ég hef hins vegar verulega áhyggjur af Hauki Þrastarsyni, ég verð að viðurkenna það. Maður er búinn að bíða og bíða og þetta er bara eins og einhver Fóstbræðraskets: ooooog bíða, ooooog bíða. Þetta er flatt. Hann er alltaf á sama tempói. Allar hreyfingarnar hans. Það eru engar hraðabreytingar. Skotin hans eru frekar flöt. Það er eins og það vanti einhvern kraft,“ sagði Einar áður en Ásgeir Örn tók við. „Ef hann ætlar svo ekki að spila vörn heldur er þetta helvíti þungt. Þá erum við með mikla breidd þarna og helvíti erfitt að koma sér inn í róteringuna.“ Verður að spila meira Einar er þó ekki búinn að gefast upp á Hauki sem hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin ár. „Mér finnst Haukur Þrastarson frábær í handbolta. Ákvarðanirnar sem hann tekur eru ekki slæmar. Skotin sem er að taka eru allt í lagi ákvarðanir en þetta eru bara léleg skot. Hann er í basli maður á mann. Það er ekkert hægt að gefast upp á honum. Ég vona að hann komi upp. Hann hefur ekkert sýnt okkur það. Það er ekkert bullandi tilefni til bjartsýni, því miður,“ sagði Einar. Ásgeir Örn benti einnig á að Haukur væri ekki spila nógu mikið með sínu félagsliði, Dinamo Búkarest. „Hann þarf að fara í lið þar sem hann er aðalmaðurinn og er að spila fimmtíu mínútur í leik. Þetta er bara korter og korter og hann er bara að snerta parketið í örfáar mínútur í leik,“ sagði Ásgeir Örn. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03 HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01 Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31 Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17 Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31 Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fimmta sigur í sex leikjum með liðið vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í þriðja og síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:22 Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:43 Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28 Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. 26. janúar 2025 16:42 Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38 Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson. 27. janúar 2025 12:03
HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag. 27. janúar 2025 11:01
Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? 27. janúar 2025 09:31
Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik. 26. janúar 2025 23:17
Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26. janúar 2025 22:31
Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fimmta sigur í sex leikjum með liðið vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í þriðja og síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:22
Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ „Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:43
Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. 26. janúar 2025 16:28
Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ „Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM. 26. janúar 2025 16:42
Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. 26. janúar 2025 16:38
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43
Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. 26. janúar 2025 16:13