„Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar 28. janúar 2025 08:03 „Leyfðu þeim“ aðferðin, sem Mel Robbins, sem er metsölurithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi, þróaði, er einföld en öflug leið til að efla meðvitund um eigin viðbrögð og hugarfar. Hugsanlega hefur hann fengið innblástur úr æðruleysisbæninni en Robbins kynnir aðferðina í bók sinni The LET THEM theory: A Life-Changing Tool that Millions of People Can‘t Stop Talking About (2024). Grundvöllur aðferðarinnar byggir á stoískri heimspeki sem leggur áherslu á að einbeita sér að því sem við getum haft áhrif á, svo sem okkar eigin hegðun og viðbrögð, í stað þess að reyna að breyta ytri aðstæðum sem við getum ekki haft áhrif á. Aðferðin samanstendur af tveimur meginþáttum: 1. Leyfðu þeim: Þessi þáttur felur í sér að sleppa þörfinni fyrir að stjórna eða breyta hegðun annarra. Þetta þýðir að við leyfum öðrum að vera eins og þeir eru, jafnvel þó að hegðun þeirra samræmist ekki okkar gildum eða væntingum. Með þessu sparast orka sem ella færi í tilraunir til að breyta aðstæðum sem við höfum engin áhrif á. 2. Leyfðu mér: Þessi þáttur leggur áherslu á sjálfstjórn og ábyrgð á eigin viðbrögðum. Hann snýst um að taka ábyrgð á því hvernig við bregðumst við aðstæðum, tilfinningum og hegðun annarra, sem er lykilatriði í að viðhalda andlegri heilsu og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Notagildi í daglegu lífi „Leyfðu þeim“ aðferðin getur verið gagnleg í fjölmörgum aðstæðum, allt frá fjölskyldu- og vinatengslum til samstarfs við kollega. Aðferðin minnkar álagið sem fylgir því að reyna að hafa áhrif á ytri aðstæður eða hegðun annarra. Hún stuðlar að auknum skilningi og umburðarlyndi í samskiptum, dregur úr ágreiningi og eflir sjálfsskoðun og sjálfsvitund. Við erum hvött til að íhuga hvers vegna við bregðumst við á tiltekinn hátt og hvernig við getum breytt viðbrögðum okkar til að bæta líðan. Hér eru nokkur dæmi um hvernig aðferðin virkar: Makinn ákveður að elda kvöldmat en notar allt önnur krydd og önnur hráefni frá því sem venjulega er gert. ✔ Leyfðu honum að breyta uppskriftinni. Leyfðu mér að meta framlag hans og njóta máltíðarinnar. Ég fékk gagnrýni frá samstarfsmönnum eftir að hafa haldið kynningu í vinnunni.✔ Leyfðu samstarfsmönnunum að dæma mig. Leyfðu mér að vera örugg/ur og treysta á eigin getu. Vinur minn kaupir aðeins merkjavörur í dýrum verslunum.✔ Leyfðu honum að kaupa dýra hluti. Leyfðu mér að halda mig við fjárhagsáætlun mína og líða vel með mínar ákvarðanir. Frænka mín sagði upp góðu starfi og ætlar að gerast jógakennari.✔ Leyfðu henni að eltast við sín markmið. Leyfðu mér að hvetja hana áfram á meðan ég einbeiti mér að mínu eigin ferðalagi. Samstarfsmaður hrósar sjálfum sér óspart af nýlegum árangri í verkefni.✔ Leyfðu honum að monta sig af árangri sínum. Leyfðu mér að fagna mínum eigin framförum. Fjölskyldumeðlimur hefur allt aðrar pólitískar skoðanir þegar kemur að loftslagsmálum.✔ Leyfðu honum að vera ósammála mér í pólitískum skoðunum. Leyfðu mér að virða skoðanir hans og læra af mismunandi sjónarhornum. Samstarfsmaður er ekki tilbúinn að ræða vandamál sem kom upp á vinnustaðnum.✔ Leyfðu honum að vilja ekki ræða vandamálið strax. Leyfðu mér að veita honum tíma og rými án þess að taka það persónulega. Þessi dæmi sýna hvernig „Leyfðu þeim“ aðferðin getur auðveldað okkur að takast á við daglegar áskoranir með jafnaðargeði og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Aðferðin hvetur okkur til að eyða ekki orku í það sem við getum ekki stjórnað, bera okkur ekki saman við aðra og sleppa takinu á væntingum annarra. Með því að endurmeta viðbrögð okkar og taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við bregðumst við, getum við dregið úr streitu og stuðlað að aukinni vellíðan. Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Leyfðu þeim“ aðferðin, sem Mel Robbins, sem er metsölurithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi, þróaði, er einföld en öflug leið til að efla meðvitund um eigin viðbrögð og hugarfar. Hugsanlega hefur hann fengið innblástur úr æðruleysisbæninni en Robbins kynnir aðferðina í bók sinni The LET THEM theory: A Life-Changing Tool that Millions of People Can‘t Stop Talking About (2024). Grundvöllur aðferðarinnar byggir á stoískri heimspeki sem leggur áherslu á að einbeita sér að því sem við getum haft áhrif á, svo sem okkar eigin hegðun og viðbrögð, í stað þess að reyna að breyta ytri aðstæðum sem við getum ekki haft áhrif á. Aðferðin samanstendur af tveimur meginþáttum: 1. Leyfðu þeim: Þessi þáttur felur í sér að sleppa þörfinni fyrir að stjórna eða breyta hegðun annarra. Þetta þýðir að við leyfum öðrum að vera eins og þeir eru, jafnvel þó að hegðun þeirra samræmist ekki okkar gildum eða væntingum. Með þessu sparast orka sem ella færi í tilraunir til að breyta aðstæðum sem við höfum engin áhrif á. 2. Leyfðu mér: Þessi þáttur leggur áherslu á sjálfstjórn og ábyrgð á eigin viðbrögðum. Hann snýst um að taka ábyrgð á því hvernig við bregðumst við aðstæðum, tilfinningum og hegðun annarra, sem er lykilatriði í að viðhalda andlegri heilsu og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Notagildi í daglegu lífi „Leyfðu þeim“ aðferðin getur verið gagnleg í fjölmörgum aðstæðum, allt frá fjölskyldu- og vinatengslum til samstarfs við kollega. Aðferðin minnkar álagið sem fylgir því að reyna að hafa áhrif á ytri aðstæður eða hegðun annarra. Hún stuðlar að auknum skilningi og umburðarlyndi í samskiptum, dregur úr ágreiningi og eflir sjálfsskoðun og sjálfsvitund. Við erum hvött til að íhuga hvers vegna við bregðumst við á tiltekinn hátt og hvernig við getum breytt viðbrögðum okkar til að bæta líðan. Hér eru nokkur dæmi um hvernig aðferðin virkar: Makinn ákveður að elda kvöldmat en notar allt önnur krydd og önnur hráefni frá því sem venjulega er gert. ✔ Leyfðu honum að breyta uppskriftinni. Leyfðu mér að meta framlag hans og njóta máltíðarinnar. Ég fékk gagnrýni frá samstarfsmönnum eftir að hafa haldið kynningu í vinnunni.✔ Leyfðu samstarfsmönnunum að dæma mig. Leyfðu mér að vera örugg/ur og treysta á eigin getu. Vinur minn kaupir aðeins merkjavörur í dýrum verslunum.✔ Leyfðu honum að kaupa dýra hluti. Leyfðu mér að halda mig við fjárhagsáætlun mína og líða vel með mínar ákvarðanir. Frænka mín sagði upp góðu starfi og ætlar að gerast jógakennari.✔ Leyfðu henni að eltast við sín markmið. Leyfðu mér að hvetja hana áfram á meðan ég einbeiti mér að mínu eigin ferðalagi. Samstarfsmaður hrósar sjálfum sér óspart af nýlegum árangri í verkefni.✔ Leyfðu honum að monta sig af árangri sínum. Leyfðu mér að fagna mínum eigin framförum. Fjölskyldumeðlimur hefur allt aðrar pólitískar skoðanir þegar kemur að loftslagsmálum.✔ Leyfðu honum að vera ósammála mér í pólitískum skoðunum. Leyfðu mér að virða skoðanir hans og læra af mismunandi sjónarhornum. Samstarfsmaður er ekki tilbúinn að ræða vandamál sem kom upp á vinnustaðnum.✔ Leyfðu honum að vilja ekki ræða vandamálið strax. Leyfðu mér að veita honum tíma og rými án þess að taka það persónulega. Þessi dæmi sýna hvernig „Leyfðu þeim“ aðferðin getur auðveldað okkur að takast á við daglegar áskoranir með jafnaðargeði og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Aðferðin hvetur okkur til að eyða ekki orku í það sem við getum ekki stjórnað, bera okkur ekki saman við aðra og sleppa takinu á væntingum annarra. Með því að endurmeta viðbrögð okkar og taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við bregðumst við, getum við dregið úr streitu og stuðlað að aukinni vellíðan. Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun