Innlent

Endur­greiðsla sem jafn­gildi gjald­þroti og íbúafundur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Alls hafa fimm stjórnmálaflokkar fengið greiðslur úr ríkissjóði þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem enn hefur ekki breytt skráningu sinni en formaður segir flokkinn munu fara í þrot, verði honum gert að greiða fjárhæðirnar til baka. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við prófessor í stjórnmálafræði í beinni um mögulegar pólitískar afleiðingar málsins.

Íbúafundur um áform Carbfix um að reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi stendur nú yfir í Þorlákshöfn. Við verðum í beinni þaðan og heyrum hljóðið í fólki.

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum sem segir að umsóknir um íbúðarlán vegna húsnæðis í dreifbýli kalli á ítarlegri skoðun en þeirra sem eru í þéttbýli. Auk þess sjáum við myndir frá athöfn í tilefni þess að áttatíu ár eru liðin frá frelsun Auschwitz og förum í útsýnisflug um Grænland með Kristjáni Má Unnarssyni.

Í Sportpakkanum verður meðal annars fjallað um fjölgun fyrrverandi NBA-leikmanna í Bónus deildinni og í Íslandi í dag ræðir Kristín Ólafsdóttir við móður sem missti son sinn úr krabbameini einungis nokkrum dögum eftir greiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×