Fjármagn streymdi í hlutabréfasjóði eftir viðsnúning á mörkuðum í lok ársins

Eftir nánast samfellt útflæði frá innrás Rússa í Úkraínu eru fjárfestar farnir að beina fjármagni sínu á nýjan leik í hlutabréfasjóði og eftir viðsnúning á mörkuðum undanfarna mánuði reyndist vera hreint innflæði í slíka sjóði á öllu árinu í fyrra í fyrsta sinn frá 2021. Með auknu innflæði og verðhækkunum í Kauphöllinni hefur umfang hlutabréfasjóða ekki verið meira í um þrjátíu mánuði.
Tengdar fréttir

Markaðurinn nálgast jafnvægi eftir langt tímabil þar sem öll félög voru vanmetin
Eftir langt tímabil þar sem flest félög í Kauphöllinni voru undirverðlögð, ásamt því að vera mun ódýrari í samanburði við verðkennitölur erlendis, þá virðist íslenski hlutabréfamarkaðurinn núna vera að komast í jafnvægi eftir hraustlegar verðhækkanir flestra félaga síðustu mánuði, að sögn hlutabréfagreinanda. Það eru hins vegar blikur samhliða hratt versnandi samkeppnishæfni landsins sem gæti einkum bitnað á mannaflsfrekum greinum sem eru í erlendri samkeppni.

Hlutabréfasjóðir í varnarbaráttu á árinu og ávöxtunin oftast undir vísitölum
Stærstu innlendu hlutabréfasjóðirnir hafa háð samfellda varnarbaráttu í að verða þrjú ár þar sem þeir hafa skroppið saman um liðlega fjörutíu prósent samhliða innlausnum fjárfesta og verðlækkunum á markaði. Ávöxtun flestra sjóða það sem af er þessu ári er undir helstu viðmiðunarvísitölum, einkum hjá þeim sem hafa veðjað stórt á Alvotech, en ólíkt keppinautum sínum reyndist vera umtalsvert innflæði í flaggskipssjóð Kviku eignastýringar á fyrri árshelmingi.