Af skráningum stjórnmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. janúar 2025 09:31 Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um. Öllu þessu fólki kann þó að hafa yfirsést það, valkvætt eða ekki, að þar sem styrkurinn var fyrir árið 2022, þurftu þessi skráningarmál að vera komin í lag á þvví ári sem styrkirnir voru greiddir út, en ekki fyrir daagsetningu útgreiðslunnar. Það er fjárlagaárið sem gildir, en ekki dagsetning útgreiðslunnar. Reyndar var því breytt í áðurnefndum lögum, að greiðslunum var flýtt framar á árið, þar sem sumir flokkar er styrkina þáðu, höfðu gert við það athugasemdir hversu seint á árinu styrkirnir bárust. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þurfti að taka saman yfirlit yfir allar þær nærri tvöhundruð einingar er starfa innan flokksins og skilgreiningar á hlutverki þeirra. Ásamt því auðvitað að vinna að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins. Því öllu var lokið 8. Apríl 2022, tveimur og hálfum mánuði eftir að styrkirnir voru greiddir. Rétt skráning, átti sér því stað, innan þess fjárlagaárs sem umræðir. Ólíkt því sem segja má um Flokk fólksins. Það er hins vegar grundvallar munur á því að hefjast handa svo fljótt sem verða má að uppfylla skilyrðin fyrir þessum styrkjum eða að láta að minnsta kosti þrjú fjárlagaár líða þangað til að eitthvað er gert til þess að uppfylla skilyrðin.Ef engin haldbær rök eru því að skilyrðin hafi ekki verið uppfyllt innan fjárlagaársins, má ætla að um ásetning um að móttaka styrkinn vitandi að það væri andstætt lögum. En eflaust er það svo að þegar að stjórnmálaflokkur er rekinn eins og fjölskyldufyrirtæki við eldhúsborð formannsins að erfitt geti reynst að uppfylla skilyrði styrkjana. En það er samt auðvitað engin afsökun eða tilefni afsláttar á sök. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Það gæti því verið réttlætanlegt að Flokkur fólksins fái styrk fyrir yfirstandi fjárlagaár, svo fremi sem flokkurinn treysti sér til þess að uppfylla skilyrðin áður en árið er liðið. Að öðrum kosti endurgreiði flokkurinn styrkinn fyrir yfirstandandi ár. Alveg óháð því, er það svo eðlileg krafa að flokkurinn endurgreiði þá styrki sem hann hefur þegið með ólögmætum hætti árin 2022, 2023 og 2024. Enda gæti annað skapað afar slæmt fordæmi til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um. Öllu þessu fólki kann þó að hafa yfirsést það, valkvætt eða ekki, að þar sem styrkurinn var fyrir árið 2022, þurftu þessi skráningarmál að vera komin í lag á þvví ári sem styrkirnir voru greiddir út, en ekki fyrir daagsetningu útgreiðslunnar. Það er fjárlagaárið sem gildir, en ekki dagsetning útgreiðslunnar. Reyndar var því breytt í áðurnefndum lögum, að greiðslunum var flýtt framar á árið, þar sem sumir flokkar er styrkina þáðu, höfðu gert við það athugasemdir hversu seint á árinu styrkirnir bárust. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þurfti að taka saman yfirlit yfir allar þær nærri tvöhundruð einingar er starfa innan flokksins og skilgreiningar á hlutverki þeirra. Ásamt því auðvitað að vinna að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins. Því öllu var lokið 8. Apríl 2022, tveimur og hálfum mánuði eftir að styrkirnir voru greiddir. Rétt skráning, átti sér því stað, innan þess fjárlagaárs sem umræðir. Ólíkt því sem segja má um Flokk fólksins. Það er hins vegar grundvallar munur á því að hefjast handa svo fljótt sem verða má að uppfylla skilyrðin fyrir þessum styrkjum eða að láta að minnsta kosti þrjú fjárlagaár líða þangað til að eitthvað er gert til þess að uppfylla skilyrðin.Ef engin haldbær rök eru því að skilyrðin hafi ekki verið uppfyllt innan fjárlagaársins, má ætla að um ásetning um að móttaka styrkinn vitandi að það væri andstætt lögum. En eflaust er það svo að þegar að stjórnmálaflokkur er rekinn eins og fjölskyldufyrirtæki við eldhúsborð formannsins að erfitt geti reynst að uppfylla skilyrði styrkjana. En það er samt auðvitað engin afsökun eða tilefni afsláttar á sök. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Það gæti því verið réttlætanlegt að Flokkur fólksins fái styrk fyrir yfirstandi fjárlagaár, svo fremi sem flokkurinn treysti sér til þess að uppfylla skilyrðin áður en árið er liðið. Að öðrum kosti endurgreiði flokkurinn styrkinn fyrir yfirstandandi ár. Alveg óháð því, er það svo eðlileg krafa að flokkurinn endurgreiði þá styrki sem hann hefur þegið með ólögmætum hætti árin 2022, 2023 og 2024. Enda gæti annað skapað afar slæmt fordæmi til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun