Mikilvægi þess að eiga hetjur Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 29. janúar 2025 07:01 Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar. Hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi með glæsilegu hlaupi, aðeins átta dögum eftir að hann setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi. Þetta var ekki bara stór stund fyrir Baldvin heldur fyrir hreyfinguna alla. Á meðan á hlaupinu stóð mátti sjá hvernig gamlar frjálsíþróttakempur lifðu sig inn í augnablikið og strax eftir hlaupið flykktust ungir iðkendur að hetjunni sinni til að fá myndir og eiginhandaáritanir. Afrek sem þessi í glæsilegri umgjörð á Íslandi gefur allri íþróttahreyfingunni kraft og hvatningu til að halda áfram því óeigingjarna eldhugastarfi sem hreyfingin á Íslandi byggir á. Afreksstarf og grasrótarstarf ganga hönd í hönd þar sem stuðningur við grasrótina og barna- og unglingastarf skapar grunninn fyrir afreksmenn framtíðarinnar sem verða fyrirmyndir fyrir fjöldann. Við viljum öll að börnin okkar nái árangri í lífinu, hreyfi sig, stundi útivist og séu virk félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf snýst ekki bara um að efla líkamlegt heilbrigði heldur stuðlar þátttaka í íþróttastarfi einnig að sterkari sjálfsmynd, betri námsárangri og heilsu og hefur mikið forvarnagildi. Til að stuðla að þátttöku og jákvæðum áhrifum íþrótta á börnin okkar er mikilvægt að þau eigi góðar fyrirmyndir í öflugu afreksfólki, þjálfurum og okkur foreldrunum. Það er því til mikils að vinna að stjórnvöld stuðli að öflugri umgjörð fyrir íþróttahreyfinguna út um allt land. Öflug aðstaða og fagleg þjálfun skipta höfuðmáli þegar kemur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku eins lengi og hægt er á sama tíma og afreksfólkið okkar fær tækifæri til að ná eins langt og hægt er. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Íþróttir barna Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar. Hápunktur kvöldsins var þegar Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi með glæsilegu hlaupi, aðeins átta dögum eftir að hann setti nýtt met í 3.000 metra hlaupi. Þetta var ekki bara stór stund fyrir Baldvin heldur fyrir hreyfinguna alla. Á meðan á hlaupinu stóð mátti sjá hvernig gamlar frjálsíþróttakempur lifðu sig inn í augnablikið og strax eftir hlaupið flykktust ungir iðkendur að hetjunni sinni til að fá myndir og eiginhandaáritanir. Afrek sem þessi í glæsilegri umgjörð á Íslandi gefur allri íþróttahreyfingunni kraft og hvatningu til að halda áfram því óeigingjarna eldhugastarfi sem hreyfingin á Íslandi byggir á. Afreksstarf og grasrótarstarf ganga hönd í hönd þar sem stuðningur við grasrótina og barna- og unglingastarf skapar grunninn fyrir afreksmenn framtíðarinnar sem verða fyrirmyndir fyrir fjöldann. Við viljum öll að börnin okkar nái árangri í lífinu, hreyfi sig, stundi útivist og séu virk félagslega. Rannsóknir hafa sýnt að skipulagt íþróttastarf snýst ekki bara um að efla líkamlegt heilbrigði heldur stuðlar þátttaka í íþróttastarfi einnig að sterkari sjálfsmynd, betri námsárangri og heilsu og hefur mikið forvarnagildi. Til að stuðla að þátttöku og jákvæðum áhrifum íþrótta á börnin okkar er mikilvægt að þau eigi góðar fyrirmyndir í öflugu afreksfólki, þjálfurum og okkur foreldrunum. Það er því til mikils að vinna að stjórnvöld stuðli að öflugri umgjörð fyrir íþróttahreyfinguna út um allt land. Öflug aðstaða og fagleg þjálfun skipta höfuðmáli þegar kemur að því að virkja börn og ungmenni til þátttöku eins lengi og hægt er á sama tíma og afreksfólkið okkar fær tækifæri til að ná eins langt og hægt er. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun