Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar 28. janúar 2025 14:15 Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans. Við þurfum að skilja hvað veldur þegar félagsauður gufar upp í samfélagi svo fólk hættir að vænta góðs af ókunnugum. Það sem veldur er alltaf einhver uppsöfnuð skömm og andúð sem ekki hefur verið rædd og hugguð. Þá treysta menn ekki lengur á samtalið. Lýðræðið missir trúverðugleika sinn og ákallið um sterka manninn verður hærra og hærra - uns hann birtist! Því hann birtist alltaf. Sterki maðurinn, líkt og Pútín, Netanjahú og Trump, er aldrei sjálfskapaður heldur er hann afurð samfélagsins. Hann er líkömnuð þrá eftir stóra bróður sem kann tökin á hinu endurleysandi ofbeldi sem búa skal öruggan heim fyrir konur og börn. Við höfum haft Jósef Stalín, Augusto Pinochet, Kim Il-sung, Benito Mussolini o.fl. Sterki maðurinn lætur engan komast upp með moðreyk og þegar hann hefur sýnt vald sitt líður heilu þjóðfélögunum eins og nýflengdum börnum. Allt er orðið gott. Allt er öruggt. Aftur. Fyrst tekur hann Úkraínu svo tekur hann Gaza og Grænland. Hvað sem þarf. Innst inni vill hann örugglega vel, vonar fólk. Þótt ekki sé allt fallegt sem hann aðhefst. Er Trump ekki friðarforseti þrátt fyrir allt? Endurlausnarofbeldið, hugmyndin um að hið góða líf eigi forsendu sína í vel heppnaðri valdbeitingu fremur en samráði, er ævafornt.[1] Heimurinn var, jú, skapaður úr hræi hrímþursins Ýmis, ekki satt? Ekkert er nýtt undir sólu. Ekki heldur sterki maðurinn. Meðfram því að tryggja hagsmuni ríkisins og öryggi almennings (Lebensraum) gagnvart hvers kyns hernaðarógn, sameinar sterki maðurinn þjóðfélagið með því að benda á óvini innan þess sjálfs. Til þess að tryggja völdin þarf hann nefnilega að skapa hina réttu blöndu af ótta og feginleika hjá almenningi. Útlendingar eru alltaf tortryggilegir og nýtast því jafnan vel í þessa suðu. Svo þarf að finna réttu minnihlutahópana. Um miðja síðustu öld voru það Gyðingar og hommar. Núna höfum við múslima og fjölbreytt kynseginsamfélag sem sterki maðurinn snýst gegn og minnir á að það séu nú bara tvö kyn. Þá getur obbi fólks aldeilis andað léttar því það tilheyrir jú meirihlutanum. Aðalveruleikanum. Hjúkk, hjúkk, hjúkk. Aukaveruleikinn er merktur skömm og skít, höfnun og dauða. Ekki viltu tilheyra honum? Þú vilt ekki vera múslilmi, kynsegin eða óreiðumaður í heimi sterka mannsins. Nei, hér erum við sko hrein og sönn. Nú verðum við aftur eins og við alltaf áttum að vera. Eins og Guð hafði einmitt ætlað. Nú verðum við stórkostleg að nýju... Í þessu samhengi ígrunda ég orð Jesú um þjónandi forystu: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.“[2] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Walter Wink, 1992, Engaging the Powers, Augsburg Fortress, Minneapolis, Minnesota USA.s. 23 – 26. [2] Lúkasarguðspjall 22. 25-27 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru 80 ár frá því síðustu fangar sluppu lifandi úr útrýmingabúðum Þriðja ríkisins. Það er brýnt öryggismál að samfélög heimsins gleymi ekki þróun mála í Þýskalandi nasismans. Við þurfum að skilja hvað veldur þegar félagsauður gufar upp í samfélagi svo fólk hættir að vænta góðs af ókunnugum. Það sem veldur er alltaf einhver uppsöfnuð skömm og andúð sem ekki hefur verið rædd og hugguð. Þá treysta menn ekki lengur á samtalið. Lýðræðið missir trúverðugleika sinn og ákallið um sterka manninn verður hærra og hærra - uns hann birtist! Því hann birtist alltaf. Sterki maðurinn, líkt og Pútín, Netanjahú og Trump, er aldrei sjálfskapaður heldur er hann afurð samfélagsins. Hann er líkömnuð þrá eftir stóra bróður sem kann tökin á hinu endurleysandi ofbeldi sem búa skal öruggan heim fyrir konur og börn. Við höfum haft Jósef Stalín, Augusto Pinochet, Kim Il-sung, Benito Mussolini o.fl. Sterki maðurinn lætur engan komast upp með moðreyk og þegar hann hefur sýnt vald sitt líður heilu þjóðfélögunum eins og nýflengdum börnum. Allt er orðið gott. Allt er öruggt. Aftur. Fyrst tekur hann Úkraínu svo tekur hann Gaza og Grænland. Hvað sem þarf. Innst inni vill hann örugglega vel, vonar fólk. Þótt ekki sé allt fallegt sem hann aðhefst. Er Trump ekki friðarforseti þrátt fyrir allt? Endurlausnarofbeldið, hugmyndin um að hið góða líf eigi forsendu sína í vel heppnaðri valdbeitingu fremur en samráði, er ævafornt.[1] Heimurinn var, jú, skapaður úr hræi hrímþursins Ýmis, ekki satt? Ekkert er nýtt undir sólu. Ekki heldur sterki maðurinn. Meðfram því að tryggja hagsmuni ríkisins og öryggi almennings (Lebensraum) gagnvart hvers kyns hernaðarógn, sameinar sterki maðurinn þjóðfélagið með því að benda á óvini innan þess sjálfs. Til þess að tryggja völdin þarf hann nefnilega að skapa hina réttu blöndu af ótta og feginleika hjá almenningi. Útlendingar eru alltaf tortryggilegir og nýtast því jafnan vel í þessa suðu. Svo þarf að finna réttu minnihlutahópana. Um miðja síðustu öld voru það Gyðingar og hommar. Núna höfum við múslima og fjölbreytt kynseginsamfélag sem sterki maðurinn snýst gegn og minnir á að það séu nú bara tvö kyn. Þá getur obbi fólks aldeilis andað léttar því það tilheyrir jú meirihlutanum. Aðalveruleikanum. Hjúkk, hjúkk, hjúkk. Aukaveruleikinn er merktur skömm og skít, höfnun og dauða. Ekki viltu tilheyra honum? Þú vilt ekki vera múslilmi, kynsegin eða óreiðumaður í heimi sterka mannsins. Nei, hér erum við sko hrein og sönn. Nú verðum við aftur eins og við alltaf áttum að vera. Eins og Guð hafði einmitt ætlað. Nú verðum við stórkostleg að nýju... Í þessu samhengi ígrunda ég orð Jesú um þjónandi forystu: „Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn. En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn. Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar? Er það ekki sá sem situr til borðs? Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.“[2] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Walter Wink, 1992, Engaging the Powers, Augsburg Fortress, Minneapolis, Minnesota USA.s. 23 – 26. [2] Lúkasarguðspjall 22. 25-27
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar