Fjarðabyggð gegn kjarasamningum Halla Gunnarsdóttir og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir skrifa 29. janúar 2025 08:16 Fyrir tæpu ári síðan voru undirritaðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þar sem launafólk undirgekkst afar hóflegar launahækkanir á verðbólgutímum gegn því að atvinnurekendur héldu aftur af verðhækkunum og hið opinbera aftur af gjaldskrárhækkunum. Stóðu vonir til þess að þar með myndu skapast aðstæður til lægri verðbólgu og lækkunar vaxta og að kaupmáttur launafólks yrði varinn. Allt að 62% hækkun á leikskólagjöldum Fyrir sveitarfélög var miðað við að hámarki 3,5% hækkun á gjaldskrám og að sérstaklega ætti að horfa til þess að verja barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Vissulega er það áskorun fyrir fjölmörg sveitarfélög að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og hafa sum reynt að teygja sig út fyrir rammann. Sú hækkun sem Fjarðabyggð hefur boðað á leikskólagjöldum sker sig hins vegar úr og ef bæjaryfirvöld hverfa ekki frá áformum sínum mun launafólk með leikskólabörn í sveitarfélaginu þurfa að taka á sig 24–62% hækkun á leikskólagjöldum, eftir lengd vistunartíma. Á fundi AFLs og VR með bæjarráði og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar 27. janúar sl. kom skýrt fram að breytingunum væri ætlað að leysa mönnunarvanda leikskóla í sveitarfélaginu með því að fækka þeim klukkustundum og dögum sem börn eru í leikskóla. Er vísað til „fjárhagslegs hvata“ fyrir foreldra sem geta haft börn sín skemur og sjaldnar í leikskóla en í raun er um að ræða fjárhagslega refsingu fyrir foreldra sem vinna fulla vinnu og þarfnast leikskólavistar fyrir börn sín í samræmi við það. Til viðbótar við sex starfsdaga og tuttugu skyldubundna sumarfrísdaga er nú gert ráð fyrir tuttugu „skráningardögum“ sem foreldrum ber að greiða sérstakt gjald fyrir. Samanlagt eru þetta því um 46 dagar á ári, en rétt er að taka fram að ungt launafólk á almennum vinnumarkaði er alla jafna með 24 orlofsdaga á ári. Enn fremur kemur launafólk á almennum markaði yfirleitt úr fæðingarorlofi án orlofsréttinda þar sem ávinnsla orlofs stöðvast í fæðingarorlofi. Þetta setur því bæði mikla fjárhagslega og andlega pressu á foreldra ungra barna. Fjarðabyggð endurskoði ákvörðun sína Ljóst er að við ákvörðun sína tók Fjarðabyggð hvorki mið af gildandi kjarasamningum né af þeim áhrifum sem stefnumótunin getur haft á launafólk og á samfélagsgerðina. Fjárhagslegum byrðum er velt umhugsunarlaust yfir á herðar foreldra ungra barna og áhrif á jafnrétti kynjanna ekki ígrunduð. Bæjaryfirvöld vilja að hækkun frístundastyrks og takmörkun á hækkun fasteignagjalda séu tekin með í reikninginn. Þetta eru ágætar ákvarðanir út af fyrir sig, en þær breyta engu um hækkun leikskólagjalda sem leggst á ákveðinn hóp samfélagsins, það er að segja fullvinnandi foreldra ungra barna. Við berum vonir til þess að bæjarstjórn Fjarðabyggðar taki ákvörðun sína til endurskoðunar og vindi ofan af fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Verði svo ekki, er ljóst að sveitarfélagið gengur gegn gildandi kjarasamningum og stuðlar að ósátt á vinnumarkaði. Höfundar eru Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Kjaramál Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpu ári síðan voru undirritaðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði þar sem launafólk undirgekkst afar hóflegar launahækkanir á verðbólgutímum gegn því að atvinnurekendur héldu aftur af verðhækkunum og hið opinbera aftur af gjaldskrárhækkunum. Stóðu vonir til þess að þar með myndu skapast aðstæður til lægri verðbólgu og lækkunar vaxta og að kaupmáttur launafólks yrði varinn. Allt að 62% hækkun á leikskólagjöldum Fyrir sveitarfélög var miðað við að hámarki 3,5% hækkun á gjaldskrám og að sérstaklega ætti að horfa til þess að verja barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Vissulega er það áskorun fyrir fjölmörg sveitarfélög að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og hafa sum reynt að teygja sig út fyrir rammann. Sú hækkun sem Fjarðabyggð hefur boðað á leikskólagjöldum sker sig hins vegar úr og ef bæjaryfirvöld hverfa ekki frá áformum sínum mun launafólk með leikskólabörn í sveitarfélaginu þurfa að taka á sig 24–62% hækkun á leikskólagjöldum, eftir lengd vistunartíma. Á fundi AFLs og VR með bæjarráði og bæjarstjóra Fjarðarbyggðar 27. janúar sl. kom skýrt fram að breytingunum væri ætlað að leysa mönnunarvanda leikskóla í sveitarfélaginu með því að fækka þeim klukkustundum og dögum sem börn eru í leikskóla. Er vísað til „fjárhagslegs hvata“ fyrir foreldra sem geta haft börn sín skemur og sjaldnar í leikskóla en í raun er um að ræða fjárhagslega refsingu fyrir foreldra sem vinna fulla vinnu og þarfnast leikskólavistar fyrir börn sín í samræmi við það. Til viðbótar við sex starfsdaga og tuttugu skyldubundna sumarfrísdaga er nú gert ráð fyrir tuttugu „skráningardögum“ sem foreldrum ber að greiða sérstakt gjald fyrir. Samanlagt eru þetta því um 46 dagar á ári, en rétt er að taka fram að ungt launafólk á almennum vinnumarkaði er alla jafna með 24 orlofsdaga á ári. Enn fremur kemur launafólk á almennum markaði yfirleitt úr fæðingarorlofi án orlofsréttinda þar sem ávinnsla orlofs stöðvast í fæðingarorlofi. Þetta setur því bæði mikla fjárhagslega og andlega pressu á foreldra ungra barna. Fjarðabyggð endurskoði ákvörðun sína Ljóst er að við ákvörðun sína tók Fjarðabyggð hvorki mið af gildandi kjarasamningum né af þeim áhrifum sem stefnumótunin getur haft á launafólk og á samfélagsgerðina. Fjárhagslegum byrðum er velt umhugsunarlaust yfir á herðar foreldra ungra barna og áhrif á jafnrétti kynjanna ekki ígrunduð. Bæjaryfirvöld vilja að hækkun frístundastyrks og takmörkun á hækkun fasteignagjalda séu tekin með í reikninginn. Þetta eru ágætar ákvarðanir út af fyrir sig, en þær breyta engu um hækkun leikskólagjalda sem leggst á ákveðinn hóp samfélagsins, það er að segja fullvinnandi foreldra ungra barna. Við berum vonir til þess að bæjarstjórn Fjarðabyggðar taki ákvörðun sína til endurskoðunar og vindi ofan af fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum. Verði svo ekki, er ljóst að sveitarfélagið gengur gegn gildandi kjarasamningum og stuðlar að ósátt á vinnumarkaði. Höfundar eru Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar