Af styrkjum Sigmar Guðmundsson skrifar 29. janúar 2025 08:01 Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt. Þessi krafa Sigurðar Inga um rannsókn á verklagi í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar staðfestir fyrir okkur að þessir gömlu „samstarfsflokkar“ ætla að halda áfram að rífast í stjórnarandstöðu. Verði þeim að góðu. Þeir sjálfstæðismenn sem hæst tala í þessu máli gagnrýna Flokk fólksins harkalega en skauta algerlega fram hjá því að þeirra eigin flokkur fékk greidda út styrki án réttrar skráningar. Styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins var greiddur út þegar fjármálaráðherra flokksins hélt um veskið og bar sem slíkur þá ábyrgð sem fylgir setu í ráðuneytinu. Mistökin voru gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Mér finnst mjög eðlilegt að gera þá kröfu að Flokkur fólksins bregðist við og lagfæri þetta og formaðurinn hefur sagt að það verði gert. Hinir flokkarnir hafa nú þegar lagfært þetta hjá sér. Það er líka eðlilegt að skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í því skyni að þetta endurtaki sig ekki. Allir flokkar sem fá fjármagn úr ríkissjóði verða að sætta sig að reglur um slíka styrki séu strangar og að þeim sé fylgt eftir. Hvort það leiði til þess að þeir þurfi að endurgreiða styrkina er nú til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og klárast vonandi fljótt. Sjálfur efast ég ekki um að Sjálfstæðisflokkurinn, VG, Píratar, Sósíalistar og Flokkur fólksins séu stjórnmálaflokkar í hefðbundnum skilning þótt þeir hafi allir gert þessi mistök. Ekkert hefur komið fram um að þessir flokkar hafi nýtt fjármagnið í annað en því var ætlað samkvæmt reglum. Það er aðalatriðið þótt formreglurnar skipti líka máli. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styrkir til stjórnmálasamtaka Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt. Þessi krafa Sigurðar Inga um rannsókn á verklagi í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar staðfestir fyrir okkur að þessir gömlu „samstarfsflokkar“ ætla að halda áfram að rífast í stjórnarandstöðu. Verði þeim að góðu. Þeir sjálfstæðismenn sem hæst tala í þessu máli gagnrýna Flokk fólksins harkalega en skauta algerlega fram hjá því að þeirra eigin flokkur fékk greidda út styrki án réttrar skráningar. Styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins var greiddur út þegar fjármálaráðherra flokksins hélt um veskið og bar sem slíkur þá ábyrgð sem fylgir setu í ráðuneytinu. Mistökin voru gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Mér finnst mjög eðlilegt að gera þá kröfu að Flokkur fólksins bregðist við og lagfæri þetta og formaðurinn hefur sagt að það verði gert. Hinir flokkarnir hafa nú þegar lagfært þetta hjá sér. Það er líka eðlilegt að skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í því skyni að þetta endurtaki sig ekki. Allir flokkar sem fá fjármagn úr ríkissjóði verða að sætta sig að reglur um slíka styrki séu strangar og að þeim sé fylgt eftir. Hvort það leiði til þess að þeir þurfi að endurgreiða styrkina er nú til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og klárast vonandi fljótt. Sjálfur efast ég ekki um að Sjálfstæðisflokkurinn, VG, Píratar, Sósíalistar og Flokkur fólksins séu stjórnmálaflokkar í hefðbundnum skilning þótt þeir hafi allir gert þessi mistök. Ekkert hefur komið fram um að þessir flokkar hafi nýtt fjármagnið í annað en því var ætlað samkvæmt reglum. Það er aðalatriðið þótt formreglurnar skipti líka máli. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun