Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Við ræðum við Ingu sem segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra.
Þá sjáum við glænýja könnun Maskínu á fylgi flokkanna, rýnum í gervigreindina DeepSeek sem olli miklum usla á mörkuðum í gær og kynnum okkur viðbrögð við mögulegu rofi á sæstreng.
Auk þess mætir Kristján Már Unnarsson í myndver og fer yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við Dynjandisheiði og við ræðum við veðurfræðing í beinni um snjóinn sem hefur kyngt niður og umhleypinga fram undan.
Í Sportpakkanum heyrum við í hlaupara sem hefur slegið tvö Íslandsmet á átta dögum og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í heimsókn til Dóru Júlíu; skoðar fallegt heimili hennar og heyrir allt um nýju þættina Tískutal.