Vaknaðu menningarþjóð! Ása Baldursdóttir skrifar 29. janúar 2025 08:33 Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón. Hann lét ekki smæð landsins binda sig, heldur leitaði víðar fanga, ferðaðist um heiminn, sótti sér menntun og ný sjónarhorn. Hugur hans dvaldi við sögur fólks, fortíð þeirra og nútíð og hann miðlaði þeim af fágun, hispursleysi og léttleika. Hann skrifaði með hjartslætti mennskunnar, þar sem ástríða hans fyrir menningu og listum var ávallt miðpunktur. Ásgeir helgaði sig íslenskum listamönnum, verkum þeirra og draumum – hvort sem þau birtust í bókum, kvikmyndum eða myndlist – og varð málsvari þeirra með skýru og næmu skáldlegu auga. Í menningarborginni Prag byggði hann heimili sitt og rak fjölmiðilinn Menningarsmyglið, þar sem greinar hans urðu brýr milli landa, fólks og hugmynda. Í krafti fjöldans fékk hann vini, fjölskyldu og listamenn til að kaupa sér áskrift. Í glettnu augnaráði Ásgeirs bjó heill heimur. Með næmni sinni og fagmennsku skóp hann djúp og áhrifarík skrif. Hvort sem það var á kvikmyndahátíðum á borð við Skjaldborg, Karlovy Vary, Berlinale eða Cannes, mætti hann alltaf til leiks – sjálfur sinn eigin umboðsmaður í hörðu, en heiðarlegu starfi. Nú hafa vinir Ásgeirs séð ævistarfið í því ljósi að það sé brýnt að stofna minningarsjóð í hans nafni. Menntastofnanir landsins; Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst – takið þátt í að stofna sjóðinn með okkur, menningarýnissjóð í nafni Ásgeirs H. Ingólfssonar. Þetta er ákall til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: leyfum menningarrýni að blómstra í minningu hans. Fjölmiðlanefnd og allar listamiðstöðvar Íslands við erum hér! Vaknaðu, menningarþjóð, og heiðraðu þann sem bjó til rúm fyrir þig í menningu heimsins. Höfundur er dagskrárstjóri Bíó Paradís, MA menningarmiðlun, MA blaða-og fréttamennsku, BA list-og sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Fjölmiðlar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamaður og skáld, er horfinn úr þessum heimi. Hann var einn maður, en jafnframt heill her – vopnaður orðum og innsæi – í baráttu fyrir menningarumfjöllun á Íslandi, þar sem lítið rými er fyrir slíka hugsjón. Hann lét ekki smæð landsins binda sig, heldur leitaði víðar fanga, ferðaðist um heiminn, sótti sér menntun og ný sjónarhorn. Hugur hans dvaldi við sögur fólks, fortíð þeirra og nútíð og hann miðlaði þeim af fágun, hispursleysi og léttleika. Hann skrifaði með hjartslætti mennskunnar, þar sem ástríða hans fyrir menningu og listum var ávallt miðpunktur. Ásgeir helgaði sig íslenskum listamönnum, verkum þeirra og draumum – hvort sem þau birtust í bókum, kvikmyndum eða myndlist – og varð málsvari þeirra með skýru og næmu skáldlegu auga. Í menningarborginni Prag byggði hann heimili sitt og rak fjölmiðilinn Menningarsmyglið, þar sem greinar hans urðu brýr milli landa, fólks og hugmynda. Í krafti fjöldans fékk hann vini, fjölskyldu og listamenn til að kaupa sér áskrift. Í glettnu augnaráði Ásgeirs bjó heill heimur. Með næmni sinni og fagmennsku skóp hann djúp og áhrifarík skrif. Hvort sem það var á kvikmyndahátíðum á borð við Skjaldborg, Karlovy Vary, Berlinale eða Cannes, mætti hann alltaf til leiks – sjálfur sinn eigin umboðsmaður í hörðu, en heiðarlegu starfi. Nú hafa vinir Ásgeirs séð ævistarfið í því ljósi að það sé brýnt að stofna minningarsjóð í hans nafni. Menntastofnanir landsins; Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst – takið þátt í að stofna sjóðinn með okkur, menningarýnissjóð í nafni Ásgeirs H. Ingólfssonar. Þetta er ákall til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra: leyfum menningarrýni að blómstra í minningu hans. Fjölmiðlanefnd og allar listamiðstöðvar Íslands við erum hér! Vaknaðu, menningarþjóð, og heiðraðu þann sem bjó til rúm fyrir þig í menningu heimsins. Höfundur er dagskrárstjóri Bíó Paradís, MA menningarmiðlun, MA blaða-og fréttamennsku, BA list-og sagnfræði.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun