Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar 29. janúar 2025 10:33 Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Áður en lengra er haldið þá er rétt að minnast á það að landsmenn eru ekki að verða fyrir raforkuskorti og Hvammsvirkjun snýst um að skapa orku fyrir iðnaðartækifæri. Vandamálið við nálgun Íslands á loftslagsmál Ísland hefur lengi verið leiðandi í endurnýjanlegri orku, en Parísarsamkomulagið setur landið í ósanngjarna stöðu. Ólíkt Kýótó-bókuninni, þar sem Ísland fékk undanþágur fyrir forystu sína í hreinni orku, eru öll lönd undir Parísarsamkomulaginu meðhöndluð eins, óháð þeirra einstöku aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að kolefnisspor Íslands er misvísandi. Það endurspeglar ekki raunverulega neyslu Íslendinga, heldur losun frá framleiðslu sem nýtist öðrum löndum. Til dæmis er álframleiðsla—sem er nauðsynleg fyrir bíla, flugvélar og aðra tækni—framleidd með hreinni orku hér á landi. Ef hún væri framleidd annars staðar, með kolum, væri losunin margfalt meiri. Samkvæmt núverandi reglum er þessi losun hins vegar reiknuð Íslandi til tekna, þó að vörurnar séu framleiddar fyrir önnur lönd. Þetta gerir t.d. það að verkum að kolefnisspor Íslands per íbúa er skráð sem 9,55 tonn á móti 4,59 tonnum í Danmörku. Ísland er því að taka á sig byrðina fyrir önnur lönd og stuðla að hreinni framleiðslu á heimsvísu—án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Af hverju fengum við þá ekki undanþáguna? Svo vitnað sé í fyrrverandi umhverfisráðherra á þeim tíma: “þá væri ekki góður svipur á því fyrir ríka þjóð að vera að óska eftir undanþágum í þessu efni”. Þá sagði ráðherra einnig að það væru: “hagsmunir allra, ekki síst íslenskrar náttúru og ímyndar Íslands, að fara úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu.” Það er því grátbroslegt að þetta verði til þess að stærsta laxastofni landsins yrði fórnað á altari svo ímynd landsins væri flott þegar pennastrikið var ennþá blautt. Hvammsvirkjun: stangast á við loftslagsmarkmið Íslands Hvammsvirkjun er kynnt sem nauðsynleg fyrir loftslagsmarkmið Íslands, en sú röksemd er ekki sannfærandi. Virkjunin mun ekki skipta út jarðefnaeldsneyti, heldur framleiða orku fyrir nýjar iðnaðargreinar á meðan hún ógnar stærsta villta laxastofni Íslands í Þjórsá. Villtur lax er lykiltegund í vistkerfum Íslands. Hvammsvirkjun myndi trufla hrygningarsvæði þeirra, skaða árkerfið og setja stofninn í hættu. Þetta stangast á við Parísarsamkomulagið, sem leggur áherslu á að loftslagsaðgerðir eigi að virða, efla og vernda heilleika allra vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta þýðir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, eins og bygging Hvammsvirkjunar, ættu ekki að ógna vistkerfum eins og hrygningarsvæðum villtra laxa í Þjórsá. Að fórna laxastofnum fyrir orkuvinnslu er því í beinni mótsögn við skuldbindingar Íslands. Betri leið fram á við Ef Ísland vill halda forystu sinni í loftslagsmálum verður m.a. að endurskoða orkunýtingu, þ.e. leggja áherslu á að styðja við iðnað sem samræmist loftslagsmarkmiðum og krefjast réttlátari kolefnisbókhaldsreglna, sem refsa Íslandi ekki fyrir að framleiða nauðsynlegar vörur með sjálfbærum hætti á heimsvísu. Loftslagsmarkmið Íslands eru ekki í húfi þó Hvammsvirkjun fái ekki framgang, heldur þvert á móti eru þau virt. Við skulum hætta að fórna náttúrunni undir fölsku flaggi loftslagsaðgerða. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Áður en lengra er haldið þá er rétt að minnast á það að landsmenn eru ekki að verða fyrir raforkuskorti og Hvammsvirkjun snýst um að skapa orku fyrir iðnaðartækifæri. Vandamálið við nálgun Íslands á loftslagsmál Ísland hefur lengi verið leiðandi í endurnýjanlegri orku, en Parísarsamkomulagið setur landið í ósanngjarna stöðu. Ólíkt Kýótó-bókuninni, þar sem Ísland fékk undanþágur fyrir forystu sína í hreinni orku, eru öll lönd undir Parísarsamkomulaginu meðhöndluð eins, óháð þeirra einstöku aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að kolefnisspor Íslands er misvísandi. Það endurspeglar ekki raunverulega neyslu Íslendinga, heldur losun frá framleiðslu sem nýtist öðrum löndum. Til dæmis er álframleiðsla—sem er nauðsynleg fyrir bíla, flugvélar og aðra tækni—framleidd með hreinni orku hér á landi. Ef hún væri framleidd annars staðar, með kolum, væri losunin margfalt meiri. Samkvæmt núverandi reglum er þessi losun hins vegar reiknuð Íslandi til tekna, þó að vörurnar séu framleiddar fyrir önnur lönd. Þetta gerir t.d. það að verkum að kolefnisspor Íslands per íbúa er skráð sem 9,55 tonn á móti 4,59 tonnum í Danmörku. Ísland er því að taka á sig byrðina fyrir önnur lönd og stuðla að hreinni framleiðslu á heimsvísu—án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Af hverju fengum við þá ekki undanþáguna? Svo vitnað sé í fyrrverandi umhverfisráðherra á þeim tíma: “þá væri ekki góður svipur á því fyrir ríka þjóð að vera að óska eftir undanþágum í þessu efni”. Þá sagði ráðherra einnig að það væru: “hagsmunir allra, ekki síst íslenskrar náttúru og ímyndar Íslands, að fara úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu.” Það er því grátbroslegt að þetta verði til þess að stærsta laxastofni landsins yrði fórnað á altari svo ímynd landsins væri flott þegar pennastrikið var ennþá blautt. Hvammsvirkjun: stangast á við loftslagsmarkmið Íslands Hvammsvirkjun er kynnt sem nauðsynleg fyrir loftslagsmarkmið Íslands, en sú röksemd er ekki sannfærandi. Virkjunin mun ekki skipta út jarðefnaeldsneyti, heldur framleiða orku fyrir nýjar iðnaðargreinar á meðan hún ógnar stærsta villta laxastofni Íslands í Þjórsá. Villtur lax er lykiltegund í vistkerfum Íslands. Hvammsvirkjun myndi trufla hrygningarsvæði þeirra, skaða árkerfið og setja stofninn í hættu. Þetta stangast á við Parísarsamkomulagið, sem leggur áherslu á að loftslagsaðgerðir eigi að virða, efla og vernda heilleika allra vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta þýðir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, eins og bygging Hvammsvirkjunar, ættu ekki að ógna vistkerfum eins og hrygningarsvæðum villtra laxa í Þjórsá. Að fórna laxastofnum fyrir orkuvinnslu er því í beinni mótsögn við skuldbindingar Íslands. Betri leið fram á við Ef Ísland vill halda forystu sinni í loftslagsmálum verður m.a. að endurskoða orkunýtingu, þ.e. leggja áherslu á að styðja við iðnað sem samræmist loftslagsmarkmiðum og krefjast réttlátari kolefnisbókhaldsreglna, sem refsa Íslandi ekki fyrir að framleiða nauðsynlegar vörur með sjálfbærum hætti á heimsvísu. Loftslagsmarkmið Íslands eru ekki í húfi þó Hvammsvirkjun fái ekki framgang, heldur þvert á móti eru þau virt. Við skulum hætta að fórna náttúrunni undir fölsku flaggi loftslagsaðgerða. Höfundur er lögfræðingur.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun