Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2025 13:32 Bronny James og LeBron James á ferðinni í leiknum gegn Philadelphia 76ers. LeBron skoraði 31 stig en Bronny var stigalaus. getty/Emilee Chinn JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, segist ef til vill hafa gert mistök með því nota Bronny James jafn mikið og hann gerði í leiknum gegn Philadelphia 76ers í nótt. Eftir stundina sögulegu í upphafsleik Lakers á tímabilinu, þar sem Bronny lék með föður sínum, LeBron James, hefur hann verið notaður sparlega og aðallega leikið með G-deildarliðinu South Bay Lakers. Bronny fékk hins vegar tækifæri gegn Sixers í nótt og lék í fimmtán mínútur. Hann verður ekki sakaður um að hafa nýtt þær vel en öll fimm skot hans geiguðu og hann tapaði boltanum þrisvar sinnum. Þá var Bronny í vandræðum í vörninni. „Kannski setti ég hann í erfiða stöðu,“ sagði Redick eftir leikinn sem Lakers tapaði, 118-104. „Að fljúga hingað í gær, sjónvarpsleikur í Philly og allt það. Hann spilaði ekki vel en hefur spilað frábærlega í G-deildinni.“ JJ Redick says he played Bronny in the 1st quarter hoping he'd bring the team "energy""He didn't play well, but he's been playing great in the stay-ready games and in the [G League]. I have confidence in him." pic.twitter.com/SNk4G5swIa— Bleacher Report (@BleacherReport) January 29, 2025 Bronny hafði verið að spila með South Bay Lakers áður en Redick kallaði í hann fyrir leikinn gegn Sixers. „Mér fannst bara þegar það voru tveir leikir í röð að hann gæti fært okkur orku. Það var markmiðið. Ég hef trú á honum en augljóslega sýndi hann það ekki á þessu getustigi.“ Eftir leikinn viðurkenndi Bronny að það hefði komið honum á óvart þegar Redick hóaði í hann. „Það kom upp úr þurru svo ég reyndi bara að vera tilbúinn að spila,“ sagði Bronny sem Lakers valdi með 55. valrétti í nýliðvali NBA síðasta sumar. LeBron var atkvæðamestur Lakers-manna í tapinu í nótt. Hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af sextán skotum sínum. NBA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Eftir stundina sögulegu í upphafsleik Lakers á tímabilinu, þar sem Bronny lék með föður sínum, LeBron James, hefur hann verið notaður sparlega og aðallega leikið með G-deildarliðinu South Bay Lakers. Bronny fékk hins vegar tækifæri gegn Sixers í nótt og lék í fimmtán mínútur. Hann verður ekki sakaður um að hafa nýtt þær vel en öll fimm skot hans geiguðu og hann tapaði boltanum þrisvar sinnum. Þá var Bronny í vandræðum í vörninni. „Kannski setti ég hann í erfiða stöðu,“ sagði Redick eftir leikinn sem Lakers tapaði, 118-104. „Að fljúga hingað í gær, sjónvarpsleikur í Philly og allt það. Hann spilaði ekki vel en hefur spilað frábærlega í G-deildinni.“ JJ Redick says he played Bronny in the 1st quarter hoping he'd bring the team "energy""He didn't play well, but he's been playing great in the stay-ready games and in the [G League]. I have confidence in him." pic.twitter.com/SNk4G5swIa— Bleacher Report (@BleacherReport) January 29, 2025 Bronny hafði verið að spila með South Bay Lakers áður en Redick kallaði í hann fyrir leikinn gegn Sixers. „Mér fannst bara þegar það voru tveir leikir í röð að hann gæti fært okkur orku. Það var markmiðið. Ég hef trú á honum en augljóslega sýndi hann það ekki á þessu getustigi.“ Eftir leikinn viðurkenndi Bronny að það hefði komið honum á óvart þegar Redick hóaði í hann. „Það kom upp úr þurru svo ég reyndi bara að vera tilbúinn að spila,“ sagði Bronny sem Lakers valdi með 55. valrétti í nýliðvali NBA síðasta sumar. LeBron var atkvæðamestur Lakers-manna í tapinu í nótt. Hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af sextán skotum sínum.
NBA Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit