Gerum betur og setjum heilsuna í forgang Geðhjálp 29. janúar 2025 13:13 „Geðheilsan er eitthvað sem við þurfum öll að rækta og vernda, helst á hverjum degi,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Mynd/Egill Aðalsteinsson. Sífellt fleiri gera sér betur grein fyrir því hvað geðheilbrigði skiptir okkur öll miklu máli með sama hætti og líkamlegt heilbrigði. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. „Geðheilsan er eitthvað sem við þurfum öll að rækta og vernda, helst á hverjum degi,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Því rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt m.a. að taka vítamín daglega og hreyfa sig, gerir margt smátt eitt stórt þegar kemur að geðrækt. G-vítamín skammtarnir sem við bjóðum upp á næstu vikurnar á þorranum eru léttir, geðræktandi skammtar í formi ráðlegginga sem er ætlað að bæta geðheilsuna lítillega á hverjum degi.“ Á þorranum munu birtast á Vísi greinar sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. „Helsta markmiðið með G-vítamínunum er að við einfaldlega áttum okkur á þessu litla í hversdeginum sem allir geta sinnt og gert og er í raun grunnurinn,“ segir Grímur. G-vítamín dagsins sem viðtalið fór fram var Finnum okkur í öðrum. „Þetta G-vítamín er gott dæmi um þessa litlu hluti í lífinu. Það skiptir nefnilega miklu meira máli að við þekkjum það sem við eigum sameiginlegt með öðrum, í stað þess að greina fyrst það sem skilur okkur frá þeim. Veruleiki annarra hefur nefnilega áhrif á veruleika okkar.“ Maðurinn er svo öfgakenndur, sérstaklega á tímum samfélagsmiðla segir Grímur. „Við hötumst út í einhver stjórnvöld eða elskum, erum í nýju átaki eða í klessu, erum að undirbúa járnkallinn eða á leið í hjartaþræðingu. Það eru endalausar kröfur og þrýstingur frá samfélagsmiðlum að gera hitt og þetta þegar við ættum kannski frekar að horfa inn á við og sinna okkur sjálfum.“ Hann segir samfélag okkar vera orðið talsvert snúið þar sem margt skrýtið sé í boði og tengsl hafa breyst. „Á sama tíma höfum við hlaðborð með lausnum sem eru margar góðar að mörgu leyti en samt erum við svo óánægð með okkur. Kannski af því við þurfum alltaf að gera eitthvað nýtt til að verða eitthvað í augum annarra. Hér koma því G-vítamínin sterk inn.“ Höfum sofið á verðinum Geðraskanir eru raskanir á geðheilbrigði. Þær eru algengari en margir halda og hafa í raun fylgt mannkyninu frá örófi alda. Allt fólk getur þjást af geðröskunum og geðrænum kvillum og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að tæplega fjórðungur íbúa Vesturlanda þjáist af geðheilbrigðisvanda einhvern tíma á ævinni. Það þýðir að fjórði til fimmti hver Íslendingur muni upplifa geðröskun á lífsleiðinni. Ætla má að þær kosti þjóðarbúið um 30 milljarða á ári auk þess höggva skörð í mannauð þjóðarinnar. Grimur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Þrátt fyrir það hafa geðheilbrigðismál verið aftarlega á lista stjórnvalda undanfarna áratugi. Fyrir kosningar er talsvert mikið talað um þau en minna verður um framkvæmdir eftir að nýjar ríkisstjórnir taka við völdum.“ Á síðustu 8-9 árum hafa tvær geðheilbrigðisáætlanir verið settar á dagskrá. „Þær voru metnaðarfullar á pappír en svo reyndist ekki unnt að finna fjármagn til að koma þessum verkefnum í gegn. Það sýnir vel hvernig við hugsum um þennan mikilvæga málaflokk. 40% þeirra sem eru á örorku á Íslandi í dag eru það vegna geðræns vanda – þetta eru samtals 10.000 manns. Um 30% heimsókna á heilsugæsluna ár hvert tengjast geðrænum vanda og tölur um líðan barna og geðlyfjalyfjanotkun þeirra benda til þess að við höfum sofnað á verðinum. Við verðum bara að gera betur og setja geðheilsuna í forgang og það er ekki bara stjórnvalda að tryggja að svo verði heldur okkar allra sem samfélag. Byrjum á okkur sjálfum. Ræktum geðheilsuna á hverjum degi og finnum okkar G-vítamín. Þau eru út um allt og hver og einn getur fundið sitt G-vítamín fyrir öll tilefni.“ Geðheilbrigði Heilsa G vítamín Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Sjá meira
„Geðheilsan er eitthvað sem við þurfum öll að rækta og vernda, helst á hverjum degi,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Því rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt m.a. að taka vítamín daglega og hreyfa sig, gerir margt smátt eitt stórt þegar kemur að geðrækt. G-vítamín skammtarnir sem við bjóðum upp á næstu vikurnar á þorranum eru léttir, geðræktandi skammtar í formi ráðlegginga sem er ætlað að bæta geðheilsuna lítillega á hverjum degi.“ Á þorranum munu birtast á Vísi greinar sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. „Helsta markmiðið með G-vítamínunum er að við einfaldlega áttum okkur á þessu litla í hversdeginum sem allir geta sinnt og gert og er í raun grunnurinn,“ segir Grímur. G-vítamín dagsins sem viðtalið fór fram var Finnum okkur í öðrum. „Þetta G-vítamín er gott dæmi um þessa litlu hluti í lífinu. Það skiptir nefnilega miklu meira máli að við þekkjum það sem við eigum sameiginlegt með öðrum, í stað þess að greina fyrst það sem skilur okkur frá þeim. Veruleiki annarra hefur nefnilega áhrif á veruleika okkar.“ Maðurinn er svo öfgakenndur, sérstaklega á tímum samfélagsmiðla segir Grímur. „Við hötumst út í einhver stjórnvöld eða elskum, erum í nýju átaki eða í klessu, erum að undirbúa járnkallinn eða á leið í hjartaþræðingu. Það eru endalausar kröfur og þrýstingur frá samfélagsmiðlum að gera hitt og þetta þegar við ættum kannski frekar að horfa inn á við og sinna okkur sjálfum.“ Hann segir samfélag okkar vera orðið talsvert snúið þar sem margt skrýtið sé í boði og tengsl hafa breyst. „Á sama tíma höfum við hlaðborð með lausnum sem eru margar góðar að mörgu leyti en samt erum við svo óánægð með okkur. Kannski af því við þurfum alltaf að gera eitthvað nýtt til að verða eitthvað í augum annarra. Hér koma því G-vítamínin sterk inn.“ Höfum sofið á verðinum Geðraskanir eru raskanir á geðheilbrigði. Þær eru algengari en margir halda og hafa í raun fylgt mannkyninu frá örófi alda. Allt fólk getur þjást af geðröskunum og geðrænum kvillum og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að tæplega fjórðungur íbúa Vesturlanda þjáist af geðheilbrigðisvanda einhvern tíma á ævinni. Það þýðir að fjórði til fimmti hver Íslendingur muni upplifa geðröskun á lífsleiðinni. Ætla má að þær kosti þjóðarbúið um 30 milljarða á ári auk þess höggva skörð í mannauð þjóðarinnar. Grimur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Þrátt fyrir það hafa geðheilbrigðismál verið aftarlega á lista stjórnvalda undanfarna áratugi. Fyrir kosningar er talsvert mikið talað um þau en minna verður um framkvæmdir eftir að nýjar ríkisstjórnir taka við völdum.“ Á síðustu 8-9 árum hafa tvær geðheilbrigðisáætlanir verið settar á dagskrá. „Þær voru metnaðarfullar á pappír en svo reyndist ekki unnt að finna fjármagn til að koma þessum verkefnum í gegn. Það sýnir vel hvernig við hugsum um þennan mikilvæga málaflokk. 40% þeirra sem eru á örorku á Íslandi í dag eru það vegna geðræns vanda – þetta eru samtals 10.000 manns. Um 30% heimsókna á heilsugæsluna ár hvert tengjast geðrænum vanda og tölur um líðan barna og geðlyfjalyfjanotkun þeirra benda til þess að við höfum sofnað á verðinum. Við verðum bara að gera betur og setja geðheilsuna í forgang og það er ekki bara stjórnvalda að tryggja að svo verði heldur okkar allra sem samfélag. Byrjum á okkur sjálfum. Ræktum geðheilsuna á hverjum degi og finnum okkar G-vítamín. Þau eru út um allt og hver og einn getur fundið sitt G-vítamín fyrir öll tilefni.“
Geðheilbrigði Heilsa G vítamín Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Sjá meira