Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 18:24 Tæplega þrjú hundruð málaliðar eru sagðir hafa gefist upp í Rúanda í dag. AP/Moses Sawasawa Uppreisnarmenn sem lögðu á dögunum undir sig eina stærstu borg Austur-Kongó sækja nú fram að annarri borg. Meðlimir M23, sem njóta stuðnings frá yfirvöldum í Rúanda, eru nú á leið til suðurs frá borginni Goma í átt að Bukavu, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. Goma er höfuðborg héraðsins Norður-Kivu í Austur-Kongó en við landamæri ríkisins og Rúanda og segja yfirvöld í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, og Sameinuðu þjóðirnar að hermenn frá Rúanda taki þátt í átökunum við hlið uppreisnarmanna M23. Mikill fjöldi hermanna frá Austur-Kongó hafa farið yfir landamærin og gefist þar upp fyrir hermönnum frá Rúanda. Þá hafa einnig borist fréttir af því að tæplega þrjú hundruð málaliðar frá Rúmeníu, sem hafa barist með her Austur-Kongó, hafi einnig gefist upp í Rúanda í dag. Yfirvöld þar í landi hafa sýnt myndefni af þeim á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Romanian Mercenaries who fought alongside a coalition comprising FARDC, SAMIDRC, FDLR, and Wazalendo will be evacuated from MONUSCO headquarters in Goma to Rubavu, before continuing to Kigali and flying back to Romania.#Goma #M23 pic.twitter.com/zwa1UFcCrW— RadioTv10 Rwanda (@Radiotv10rwanda) January 29, 2025 Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld í Austur-Kongó notað málaliða frá Rúmeníu og öðrum ríkjum til að berjast gegn M23 undanfarin tvö ár. #DRCongo 🇨🇩: a total of 288 Romanian mercenaries surrendered to #Rwanda following their crossing of the border from #Goma, which is now under #M23 control.It is estimated that around 800 Romanians are active within the DRC, hired by the government to maintain security. pic.twitter.com/oag0ZPINca— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 29, 2025 Átök tíð á svæðinu Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Átök á þessu svæði hafa verið mjög tíð í áratugi og snúa að miklu leyti um átök milli mismunandi þjóðflokka og yfirráð yfir dýrmætum námum á svæðinu en þegar ástandið var hvað verst átti sér stað umfangsmikið þjóðarmorð i Rúanda fyrir um þrjátíu árum. Uppreisnarmenn M23 náðu fyrst tökum á Goma árið 2013. Þeir hörfuðu þó eftir að samkomulag var gert en hófu árásir á Austur-Kongó að nýju árið 2021. Átökin nýju náðu svo hámarki fyrr í vikunni þegar uppreisnarmennirnir lögðu Goma aftur undir sig. Sækja til suðurs Uppreisnarmenn hafa í dag sést sækja fram suður með bökkum Kivu-vatns í átt að borginni Bukavu, eins og áður hefur komið fram. Takist þeim að sækja langt fram og ná borginni á sitt vald munu þeir hafa náð lagt meira landsvæði undir sig en nokkurn tímann áður og kemur fram í frétt Reuters að hætt sé við því að átökin muni vinda upp á sig og fleiri ríki dragast inn í þau. Félix Tshisekedi, forseti Austur-Kongó, tilkynnti í dag að hann ætlaði ekki að taka þátt í viðræðum sem vonast var til að gætu bundið enda á átökin. William Ruto, forseti Kenía, hafði boðið Tshisekedi og Paul Kagame, forseta Rúanda á fjarfund í kvöld. BBC hefur þó eftir fjölmiðlum í Austur-Kongó að ríkið muni ekki taka þátt í þessum fundi. Kortið hér að neðan sýnir svæðið sem um ræðir. Sjá má Goma við norðurenda Kivu-vatns og Bukavu við suðurenda þess. Friðargæsluliðar í neðanjarðarbyrgi Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna eru staddir í Goma, ásamt hermönnum frá öðrum ríkjum í suðurhluta Afríku sem hafa verið á svæðinu sem friðargæsluliðar og barist gegn M23. Vivian van de Perre, sem stýrir friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna, ræddi við blaðamann BBC úr neðanjarðarbyrgi í Goma. Hún sagði M23 hafa náð tökum á borginni en ekki að fullu. Átök ættu sér enn stað á nokkrum stöðum. Hún sagðist hafa séð vísbendingar um aukna spennu milli Húta og Tútsa en sagðist vona að ekki myndi sjóða upp úr þeim tiltekna potti á ný. Það gæti orðið algjör martröð. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Goma er höfuðborg héraðsins Norður-Kivu í Austur-Kongó en við landamæri ríkisins og Rúanda og segja yfirvöld í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, og Sameinuðu þjóðirnar að hermenn frá Rúanda taki þátt í átökunum við hlið uppreisnarmanna M23. Mikill fjöldi hermanna frá Austur-Kongó hafa farið yfir landamærin og gefist þar upp fyrir hermönnum frá Rúanda. Þá hafa einnig borist fréttir af því að tæplega þrjú hundruð málaliðar frá Rúmeníu, sem hafa barist með her Austur-Kongó, hafi einnig gefist upp í Rúanda í dag. Yfirvöld þar í landi hafa sýnt myndefni af þeim á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Romanian Mercenaries who fought alongside a coalition comprising FARDC, SAMIDRC, FDLR, and Wazalendo will be evacuated from MONUSCO headquarters in Goma to Rubavu, before continuing to Kigali and flying back to Romania.#Goma #M23 pic.twitter.com/zwa1UFcCrW— RadioTv10 Rwanda (@Radiotv10rwanda) January 29, 2025 Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld í Austur-Kongó notað málaliða frá Rúmeníu og öðrum ríkjum til að berjast gegn M23 undanfarin tvö ár. #DRCongo 🇨🇩: a total of 288 Romanian mercenaries surrendered to #Rwanda following their crossing of the border from #Goma, which is now under #M23 control.It is estimated that around 800 Romanians are active within the DRC, hired by the government to maintain security. pic.twitter.com/oag0ZPINca— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) January 29, 2025 Átök tíð á svæðinu Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Átök á þessu svæði hafa verið mjög tíð í áratugi og snúa að miklu leyti um átök milli mismunandi þjóðflokka og yfirráð yfir dýrmætum námum á svæðinu en þegar ástandið var hvað verst átti sér stað umfangsmikið þjóðarmorð i Rúanda fyrir um þrjátíu árum. Uppreisnarmenn M23 náðu fyrst tökum á Goma árið 2013. Þeir hörfuðu þó eftir að samkomulag var gert en hófu árásir á Austur-Kongó að nýju árið 2021. Átökin nýju náðu svo hámarki fyrr í vikunni þegar uppreisnarmennirnir lögðu Goma aftur undir sig. Sækja til suðurs Uppreisnarmenn hafa í dag sést sækja fram suður með bökkum Kivu-vatns í átt að borginni Bukavu, eins og áður hefur komið fram. Takist þeim að sækja langt fram og ná borginni á sitt vald munu þeir hafa náð lagt meira landsvæði undir sig en nokkurn tímann áður og kemur fram í frétt Reuters að hætt sé við því að átökin muni vinda upp á sig og fleiri ríki dragast inn í þau. Félix Tshisekedi, forseti Austur-Kongó, tilkynnti í dag að hann ætlaði ekki að taka þátt í viðræðum sem vonast var til að gætu bundið enda á átökin. William Ruto, forseti Kenía, hafði boðið Tshisekedi og Paul Kagame, forseta Rúanda á fjarfund í kvöld. BBC hefur þó eftir fjölmiðlum í Austur-Kongó að ríkið muni ekki taka þátt í þessum fundi. Kortið hér að neðan sýnir svæðið sem um ræðir. Sjá má Goma við norðurenda Kivu-vatns og Bukavu við suðurenda þess. Friðargæsluliðar í neðanjarðarbyrgi Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna eru staddir í Goma, ásamt hermönnum frá öðrum ríkjum í suðurhluta Afríku sem hafa verið á svæðinu sem friðargæsluliðar og barist gegn M23. Vivian van de Perre, sem stýrir friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna, ræddi við blaðamann BBC úr neðanjarðarbyrgi í Goma. Hún sagði M23 hafa náð tökum á borginni en ekki að fullu. Átök ættu sér enn stað á nokkrum stöðum. Hún sagðist hafa séð vísbendingar um aukna spennu milli Húta og Tútsa en sagðist vona að ekki myndi sjóða upp úr þeim tiltekna potti á ný. Það gæti orðið algjör martröð.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira