Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 21:01 Sigrún segir veðurspána benda til þess að snjór á húsþökum fari senn af stað. Vísir/Ragnar Dagur Þungar snjóhengjur og grýlukerti sem hanga víða fram af húsþökum geta valdið miklu tjóni, lendi þær á fólki eða bílum. Sérfræðingur í forvörnum segir slík slys verða á hverju ári. Veðurspáin næstu daga lofar ekki góðu. Grýlukerti og snjóhengjur hafa safnast saman á þökum víða um höfuðborgarsvæðið eftir snjó og kulda síðustu daga. Mikilvægt er að fólk hafi varann á þegar það gengur við hús eða leggur bílum sínum, að sögn forvarnasérfræðings. „Því að fólk getur slasað sig illa ef það fær nokkurra kílóa snjóhengju og klakabúnt yfir sig,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Húseigendur beri ábyrgð Vegfarendur eru þó ekki þeir einu sem ættu að hafa hengjurnar í huga, og bera raunar síður ábyrgð á tjóni sem hlotist getur af. Það séu húseigendur sem beri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að forða tjóni. „Annað hvort er að ná snjóhengjunum niður, sem er alls ekki alltaf hægt. Þar sem það er ekki hægt er að afmarka svæðið fyrir neðan þannig að enginn sé undir.“ Ekki algeng slys en árleg þó Er þetta algengt, þessi mál þar sem fólk fær grýlukerti eða annað á sig? „Nei, sem betur fer eru þetta nú ekki algeng slys og tjón. En þau verða því miður á hverju ári þannig að það er alveg þess vert að vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að horfa svolítið upp fyrir sig.“ Veðurspá næstu daga bendi til þess að snjóhengjurnar fari senn að falla í auknum mæli. „Það er að fara að hlýna og hvessa. Strax á morgun byrjar að hlýna og enn meira á föstudag. Ég tala nú ekki um helgina, þegar það verður bara mígandi rigning og hávaðarok.“ Veður Tryggingar Slysavarnir Tengdar fréttir „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30 Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41 Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Grýlukerti og snjóhengjur hafa safnast saman á þökum víða um höfuðborgarsvæðið eftir snjó og kulda síðustu daga. Mikilvægt er að fólk hafi varann á þegar það gengur við hús eða leggur bílum sínum, að sögn forvarnasérfræðings. „Því að fólk getur slasað sig illa ef það fær nokkurra kílóa snjóhengju og klakabúnt yfir sig,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Húseigendur beri ábyrgð Vegfarendur eru þó ekki þeir einu sem ættu að hafa hengjurnar í huga, og bera raunar síður ábyrgð á tjóni sem hlotist getur af. Það séu húseigendur sem beri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að forða tjóni. „Annað hvort er að ná snjóhengjunum niður, sem er alls ekki alltaf hægt. Þar sem það er ekki hægt er að afmarka svæðið fyrir neðan þannig að enginn sé undir.“ Ekki algeng slys en árleg þó Er þetta algengt, þessi mál þar sem fólk fær grýlukerti eða annað á sig? „Nei, sem betur fer eru þetta nú ekki algeng slys og tjón. En þau verða því miður á hverju ári þannig að það er alveg þess vert að vekja athygli á þessu og hvetja fólk til að horfa svolítið upp fyrir sig.“ Veðurspá næstu daga bendi til þess að snjóhengjurnar fari senn að falla í auknum mæli. „Það er að fara að hlýna og hvessa. Strax á morgun byrjar að hlýna og enn meira á föstudag. Ég tala nú ekki um helgina, þegar það verður bara mígandi rigning og hávaðarok.“
Veður Tryggingar Slysavarnir Tengdar fréttir „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30 Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41 Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. 29. janúar 2025 17:30
Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna þess sunnanstorms, úrhellisrigningar og asahláku sem spáð er um helgina. 29. janúar 2025 11:41
Fallegt vetrarveður en vetrarkyrrðin úti á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt og að víðast hvar verði léttskýjað og því fallegt vetrarveður í vændum. 29. janúar 2025 07:07