Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 20:03 Bjarney Lára skilur ekki hvernig leikmenn nenna að spila undir stjórn Brynjars en hún veit að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi. Facebook/Hulda Margrét Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson mætti í ansi áhugavert viðtal eftir að lið hans Aþena tapaði áttunda leik sínum í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Gekk Brynjar Karl svo langt að kalla leikmenn sína „fokking aumingja“ í viðtalinu og mörgum virðist misboðið ef marka má færslu Bjarneyjar Lárudóttir Bjarnadóttur á Facebook. „Ég var náttúrulega bara að drulla yfir nokkrar stelpur. Tala um hvað þetta væri karakterslaust og bara lítið að gerast þar. Við töpuðum þessu bara á karakter sko,“ sagði Brynjar Karl við Ágúst Orra Arnarson eftir tap Aþenu á þriðjudag. Í viðtalinu heldur Brynjar Karl áfram að láta lið sitt heyra það. Á endanum baðst hann afsökunar á að blóta oft í viðtalinu, hann væri bara svo vanur því að nota slíkt orðalag í leikjum. Bjarney, sem er framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, ritaði í dag, miðvikudag, langa færslu á Facebook-síðu sinni þar sem vitnar í viðtalið við Brynjar Karl og birtir myndband af athæfi hans í leik fyrir ekki svo löngu. „Ég hef ekki nennt að tjá mig um þennan mann eftir harða og nánast hatramma rimmu hérna um árið þar sem fólk varði hann út í rauðan dauðann þrátt fyrir að þá þegar voru börn sem höfðu farið mjög illa út úr því að hafa haft hann sem þjálfara,“ segir Bjarney Lára og heldur áfram. „Síðustu vikur hef ég fylgst með honum spírallast í klikkuninni og í gær birtist frétt með fyrirsögninni “Fokking aumingjar” þar sem hann er að vísa í leikmennina sína.“ „Einnig viðurkenndi hann í hlaðvarpi fyrir ekki svo löngu síðan að hann skipti stundum í lið á æfingum “ljótar á móti sætum”. Ég get rétt ímyndað mér að vera 18-19 ára stelpa og vera sett í ljóta liðið.“ Um myndbandið sem Bjarney birtir með færslunni segir: „… hann er ekki bara öskrandi og ógnandi gagnvart mikið yngri leikmanni heldur slær/ýtir í hana að auki í bræðiskasti (það sem er kannski sjúkast í þessu er að Aþenu gekk vel á þessum tímapunkti). Þetta gerir hann fyrir framan myndavélar, hvað leyfir hann sér á bakvið luktar dyr?“ „Veit það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi“ Bjarney segist eiga erfitt með að trúa því að fólk sé enn tilbúið að verja Brynjar Karl og þá skilur hún hvorki upp né niður að leikmenn nenni enn að spila fyrir hann. „En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ „Ef sambærilegt atvik myndi gerast i Kringlunni eða annars staðar á förnum vegi þá yrði hringt á lögregluna og viðkomandi að öllum líkindum kærður.“ Að endingu segist Bjarney ekki getað þagað lengur þar sem „þetta er ekkert annað en ofbeldi og ofbeldi á aldrei að líðast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Gaman að vera ekki aumingi“ Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. 17. nóvember 2024 22:11 Brynjar Karl: Ég fer í viku frí og leikmennirnir skoða glósurnar Aþena tapaði gegn Stjörnunni 81-87. Þetta var þriðji tapleikur Aþenu í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var ekki ánægður með hugarfarið í liðinu sem að hans mati fór með leikinn. 22. október 2024 22:31 Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. 25. apríl 2024 10:00 Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. 16. nóvember 2022 08:01 Fréttaskýring: Hvað gerir umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins næst? Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins. Hann hefur nú verið látinn fara frá félagi í annað sinn á tveimur árum vegna þjálfunaraðferða sinna. Í dag var hann látinn hætta með stúlknalið ÍR vegna uppákomu í verðlaunaafhendingu um síðustu helgi. 22. maí 2019 13:45 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
„Ég var náttúrulega bara að drulla yfir nokkrar stelpur. Tala um hvað þetta væri karakterslaust og bara lítið að gerast þar. Við töpuðum þessu bara á karakter sko,“ sagði Brynjar Karl við Ágúst Orra Arnarson eftir tap Aþenu á þriðjudag. Í viðtalinu heldur Brynjar Karl áfram að láta lið sitt heyra það. Á endanum baðst hann afsökunar á að blóta oft í viðtalinu, hann væri bara svo vanur því að nota slíkt orðalag í leikjum. Bjarney, sem er framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, ritaði í dag, miðvikudag, langa færslu á Facebook-síðu sinni þar sem vitnar í viðtalið við Brynjar Karl og birtir myndband af athæfi hans í leik fyrir ekki svo löngu. „Ég hef ekki nennt að tjá mig um þennan mann eftir harða og nánast hatramma rimmu hérna um árið þar sem fólk varði hann út í rauðan dauðann þrátt fyrir að þá þegar voru börn sem höfðu farið mjög illa út úr því að hafa haft hann sem þjálfara,“ segir Bjarney Lára og heldur áfram. „Síðustu vikur hef ég fylgst með honum spírallast í klikkuninni og í gær birtist frétt með fyrirsögninni “Fokking aumingjar” þar sem hann er að vísa í leikmennina sína.“ „Einnig viðurkenndi hann í hlaðvarpi fyrir ekki svo löngu síðan að hann skipti stundum í lið á æfingum “ljótar á móti sætum”. Ég get rétt ímyndað mér að vera 18-19 ára stelpa og vera sett í ljóta liðið.“ Um myndbandið sem Bjarney birtir með færslunni segir: „… hann er ekki bara öskrandi og ógnandi gagnvart mikið yngri leikmanni heldur slær/ýtir í hana að auki í bræðiskasti (það sem er kannski sjúkast í þessu er að Aþenu gekk vel á þessum tímapunkti). Þetta gerir hann fyrir framan myndavélar, hvað leyfir hann sér á bakvið luktar dyr?“ „Veit það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi“ Bjarney segist eiga erfitt með að trúa því að fólk sé enn tilbúið að verja Brynjar Karl og þá skilur hún hvorki upp né niður að leikmenn nenni enn að spila fyrir hann. „En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ „Ef sambærilegt atvik myndi gerast i Kringlunni eða annars staðar á förnum vegi þá yrði hringt á lögregluna og viðkomandi að öllum líkindum kærður.“ Að endingu segist Bjarney ekki getað þagað lengur þar sem „þetta er ekkert annað en ofbeldi og ofbeldi á aldrei að líðast.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Gaman að vera ekki aumingi“ Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. 17. nóvember 2024 22:11 Brynjar Karl: Ég fer í viku frí og leikmennirnir skoða glósurnar Aþena tapaði gegn Stjörnunni 81-87. Þetta var þriðji tapleikur Aþenu í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var ekki ánægður með hugarfarið í liðinu sem að hans mati fór með leikinn. 22. október 2024 22:31 Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. 25. apríl 2024 10:00 Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. 16. nóvember 2022 08:01 Fréttaskýring: Hvað gerir umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins næst? Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins. Hann hefur nú verið látinn fara frá félagi í annað sinn á tveimur árum vegna þjálfunaraðferða sinna. Í dag var hann látinn hætta með stúlknalið ÍR vegna uppákomu í verðlaunaafhendingu um síðustu helgi. 22. maí 2019 13:45 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
„Gaman að vera ekki aumingi“ Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. 17. nóvember 2024 22:11
Brynjar Karl: Ég fer í viku frí og leikmennirnir skoða glósurnar Aþena tapaði gegn Stjörnunni 81-87. Þetta var þriðji tapleikur Aþenu í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var ekki ánægður með hugarfarið í liðinu sem að hans mati fór með leikinn. 22. október 2024 22:31
Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. 25. apríl 2024 10:00
Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. 16. nóvember 2022 08:01
Fréttaskýring: Hvað gerir umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins næst? Óhætt er að segja að Brynjar Karl Sigurðsson sé umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins. Hann hefur nú verið látinn fara frá félagi í annað sinn á tveimur árum vegna þjálfunaraðferða sinna. Í dag var hann látinn hætta með stúlknalið ÍR vegna uppákomu í verðlaunaafhendingu um síðustu helgi. 22. maí 2019 13:45