Hákon kom inn á 63. mínútu fyrir Angel Gomes og skoraði fimmta mark Lille. Skot hans rataði á markið en var varið, frákastið skoppaði svo af varnarmanni og í netið. Skráð sem sjálfsmark.
Lille og Aston Villa komast beint áfram á kostnað AC Milan (tapaði gegn Dinamo Zagreb) og Atalanta (gerði jafntefli við Barcelona).
Sigur Lille þýðir að Stuttgart er úr leik, liðið var í 24. sæti fyrir leik en datt niður í 26. sæti. Manchester City tók umspilssætið sem Stuttgart átti fyrir leik.
Man. City, Club Brugge og Sporting eru með jafnmörg stig í 22. -24. sæti, Dinamo Zagreb er einnig með ellefu stig en situr í 25. sæti, utan umspils, vegna slakrar markatölu.
Juventus og Celtic eru svo í 20. – 21. sæti með tólf stig. Brest, Mónakó, Benfica og PSG eru þar fyrir ofan með þrettán stig. PSV er í 14. sæti með fjórtán stig.
Liðin í 9. – 14. sæti eru svo jöfn með fimmtán stig. Þar endar Atalanta efst, Borussia Dortmund, Real Madrid, Bayern Munchen og AC Milan fylgja svo eftir.

Barcelona gerði 2-2 jafntefli við Atalanta og mistókst að taka toppsætið af Liverpool, sem tapaði gegn PSV.
Börsungar enda því í öðru sæti, með betri markatölu en Arsenal sem vann 2-1 gegn Girona, og betri markatölu en Inter sem vann 3-0 gegn AS Monaco.