Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 07:59 Kennarar segja foreldra vilja vel en hafa áhyggjur af miklum skjátíma. Getty Fjórðungur barna sem hefja undirbúningsnám í grunnskóla á Bretlandseyjum er enn í bleyjum. Þá virðast mörg þeirra skorta styrk og hreyfigetu, sem kennarar rekja til mikillar skjánotkunar. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem unnin var upp úr svörum grunnskólakennara um undirbúningsstigið í grunnskólanum. Um er að ræða svokallaðan R-bekk, þar sem R stendur fyrir „reception“, sem hér heima væri kallað „mótttaka“ eða „aðlögun“. Börn hefja yfirleitt aðlögun fjögurra til fimm ára. „Það er tvö börn [í bekknum] mínum sem geta ekki, líkamlega, setið á teppinu. Þau hafa ekki styrk til þess,“ sagði einn kennari í samtali við rannsakendur. Þá sagði yfirmaður í skóla að þeim börnum fjölgaði sem gætu ekki gengið almennilega, væru klaufaleg í hreyfingum og kæmust ekki upp stiga, svo eitthvað sé nefnt. Um það bil 40 prósent kennara sögðu sóttvarnaaðgerðir í kórónuveirufaraldrinum eiga þátt í því að börnin væru ekki betur undirbúin, á meðan aðrir sögðu erfitt að nota það sem afsökun til lengri tíma. Foreldrar, þrátt fyrir að vilja vel, þyrftu að gera betur. Umrædd rannsókn, sem framkvæmd var af samtökunum Kindred2, náði einnig til foreldra en aðeins um 44 prósent þeirra töldu að börn ættu að kunna að nota bækur, það er að segja fletta blaðsíðum í stað þess að pota í þær eins og um væri að ræða spjaldtölvu, þegar þau hæfu skólagöngu. Þrír af hverjum fjórum sögðu að börn ættu að vera laus við bleyju. Nokkur munur var á svörum kennara og foreldra; til að mynda sögðust 90 prósent foreldra telja að börn þeirra væru tilbúin til að hefja grunnskólanám en kennarar sögðu að þriðjungur barna væri það ekki. Guardian fjallar ítarlega um málið. Bretland Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Þetta eru niðurstöður skýrslu sem unnin var upp úr svörum grunnskólakennara um undirbúningsstigið í grunnskólanum. Um er að ræða svokallaðan R-bekk, þar sem R stendur fyrir „reception“, sem hér heima væri kallað „mótttaka“ eða „aðlögun“. Börn hefja yfirleitt aðlögun fjögurra til fimm ára. „Það er tvö börn [í bekknum] mínum sem geta ekki, líkamlega, setið á teppinu. Þau hafa ekki styrk til þess,“ sagði einn kennari í samtali við rannsakendur. Þá sagði yfirmaður í skóla að þeim börnum fjölgaði sem gætu ekki gengið almennilega, væru klaufaleg í hreyfingum og kæmust ekki upp stiga, svo eitthvað sé nefnt. Um það bil 40 prósent kennara sögðu sóttvarnaaðgerðir í kórónuveirufaraldrinum eiga þátt í því að börnin væru ekki betur undirbúin, á meðan aðrir sögðu erfitt að nota það sem afsökun til lengri tíma. Foreldrar, þrátt fyrir að vilja vel, þyrftu að gera betur. Umrædd rannsókn, sem framkvæmd var af samtökunum Kindred2, náði einnig til foreldra en aðeins um 44 prósent þeirra töldu að börn ættu að kunna að nota bækur, það er að segja fletta blaðsíðum í stað þess að pota í þær eins og um væri að ræða spjaldtölvu, þegar þau hæfu skólagöngu. Þrír af hverjum fjórum sögðu að börn ættu að vera laus við bleyju. Nokkur munur var á svörum kennara og foreldra; til að mynda sögðust 90 prósent foreldra telja að börn þeirra væru tilbúin til að hefja grunnskólanám en kennarar sögðu að þriðjungur barna væri það ekki. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Bretland Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira