Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Aron Guðmundsson skrifar 30. janúar 2025 09:31 Grindvíkingar tóku ákvörðun um að rifta samningi sínum við Bandaríkjamanninn Devon Thomas. Vísir/Samsett mynd Grindvíkingar hafa blásið í herlúðra í Bónus deildinni í körfubolta og nýverið kynnt komu þriggja nýrra leikmanna. Einn þeirra er fyrrverandi NBA leikmaður. Þjálfari liðsins, Jóhann Þór Ólafsson, segir pirring hafa gert vart um sig í leikmannahópnum varðandi ákveðna hluti. Hann bindur vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur. Leikmennirnir þrír sem um ræðir eru þeir Arnór Tristan Helgason, Bragi Guðmundsson og Bandaríkjamaðurinn Jeremy Pargo. Grindvíkingar þekkja þá Arnór og Braga frá fyrri tíð er þeir léku með liðinu áður en að leið þeirra lá erlendis. Jóhann býst við fullmótaðri leikmönnum í þeim í þetta skiptið. „Þeir eru báðir miklir íþróttamenn með mikla orku, hávaxnir bakverðir. Þetta gefur okkur náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú stærri og breiðari hóp. Með því verður meiri samkeppni inn á æfingum og svo á eftir að koma í ljós hvernig þeim tekst til, hvernig þeir dafna í okkar hóp. Við hlökkum mikið til að sjá hvað kemur út úr þessu og erum nokkuð brattir með þetta.“ Arnór Tristan Helgason er mættur aftur í lið Grindavíkur, stuðningsmenn liðsins bíða í ofvæni eftir troðslum frá honumVísir/Hulda Margrét „Bragi hefur aðeins æft með okkur núna, hann kom fyrir helgi, og við sjáum alveg og bindum vonir við að hann hafi bætt sig talsvert á báðum endum vallarins. Arnór lenti bara í gærkvöldi og við höfum ekki tekið púlsinn á honum en klárlega mæta þeir stærri hingað. Hafa verið í góðum verkefnum úti og hafa vonandi nýtt tímann vel, lært, vaxið og dafnað.“ Þá er koma Jeremy Pargo afar spennandi. Þar er um að ræða leikmann sem er að vísu kominn af sínu besta skeiði, en það skeið var ansi gott. Pargo er að verða 39 ára gamall í mars næstkomandi og á sinni ferilskrá er hann með 86 leiki í NBA deildinni. Þá skapaði hann sér nafn í EuroLeague, sterkustu deild Evrópu og hefur um leið unnið sex landstitla. „Vorum ekkert alltof sáttir með það sem við vorum að fá“ Fyrir komu Pargo höfðu forráðamenn Grindavíkur verið að íhuga að taka inn nýjan Bandaríkjamann í sitt lið í stað Devon Thomas sem byrjaði vel í gulu treyjunni en svo tók að halla allverulega undan fæti. „Við höfðum velt fyrir okkur ýmsum nöfnum og ýmislegt sem kom upp. Vorum ekkert allt sáttir með það sem að við vorum að fá og vorum í rauninni komnir inn á að láta reyna á að láta þetta ganga upp. Svo er ýmislegt sem kemur upp á. Ýmis atvik og annað sem, án þess að fara eitthvað djúpt ofan í það, reynist kornið sem fyllir mælinn. Við tökum ákvörðun um að skipta um Bandaríkjamenn og samdægurs, á föstudegi, fáum við póst frá umboðsmanni Pargo og könnum það mál betur. Svo leiðir eitt af öðru og við gerðum vel í að landa þessu á stuttum tíma.“ Erfitt sé að skýra út af hverju hlutirnir hafi ekki gengið upp með Devon Thomas. Devon Thomas er ekki lengur leikmaður Grindavíkurvísir / anton brink „Við vorum mikið að velta þessu fyrir okkur á nýju ári. Í raun strax eftir leikinn gegn KR sem var síðasti leikur fyrir jól. Hann byrjaði mjög vel hjá okkur. Fyrstu sex til sjö leikirnir voru mjög lofandi en svo er eitthvað sem gerist. Ég veit ekki hvað það er. Það var einhver sem sagði að hann hefði lent í svona Space Jam atriði, að einhver geimvera hafi bara komið og étið hann. Maður veit aldrei með þessa stráka. Það getur alls konar komið upp á en þetta var niðurstaðan. Vonandi á þetta eftir að ganga upp.“ Hvernig tók hann þessu? „Bara mjög fagmannlega. Í þau skipti sem ég hef þurft að eiga við eitthvað svona þá eru þeir allir mjög auðmjúkir og þakka fyrir tækifærið. Það sama var uppi á teningnum hjá Devon Thomas.“ Fékk mjög góð meðmæli frá Kane: „Myndi segja að það væri nokkuð gott“ Mikla vonir eru bundnar við komu reynsluboltans Pargo. Það fer af honum gott orð. Hér verst Jeremy Pargo, þá leikmaður Maccabi Tel Aviv, Lebron James, einum besta körfuboltamanni allra tímaVísir/Getty „Hann er náttúrulega orðinn 38 ára gamall, það er því ákveðinn séns í þessu, en miðað við þá sem að maður hefur rætt við um hann sem og hann sjálfan þarf ég að hafa litlar áhyggjur. Svo á það bara eftir að koma í ljós. Við höfum náttúrulega átt erfitt uppdráttar á hálfum velli, sóknarlega. Miðað við það sem að maður hefur séð og heyrt, þá er þetta leiðtogi inn á vellinum og við bindum miklar vonir við að hann geti gert betur í því að stýra okkar sóknarleik. Að hann geti fundið okkar helstu hesta í góðum stöðum. Svo á hann að geta gert helling sjálfur, búið til góðar stöður fyrir sig og aðra.“ Pargo spilaði með DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur og einni helstu stjörnu Bónus deildarinnar, hjá Maccabi Tel Aviv í Ísrael árin 2018-2019 „Ég fékk mjög góð meðmæli frá DeAndre Kane varðandi Pargo. Hann hefur ekki mikið álit á öðrum leikmönnum heldur en sjálfum sér þannig að ég myndi segja að það væri nokkuð gott. Þeir þekkjast, eru í reglulegu sambandi og jú það spilaði inn í ákvörðunina.“ Kemur það þér á óvart að leikmaður með þessa reynslu sé að dúkka upp hér á landi? „Já ég verð að viðurkenna það. En að vísu verður hann 39 ára í mars næstkomandi. Ég hugsa að þessi stóru og flottu lið í Evrópu séu að líta í aldurinn og þar af leiðandi ýta þessu frá sér en eftir að hafa talað við hann er ljóst að hann vill komast í skipulagðan körfubolta aftur. Hann hefur gert þetta síðastliðin tvö til þrjú ár, að vísu í aðeins stærri deild en þessa. En hann var klár og hvers vegna þá ekki?“ En munu nýju leikmennirnir, Arnór, Bragi og Jeremy Pargo geta spilað á móti Stjörnunni í kvöld? „Bragi kom fyrir helgi og er klár. Ég reikna með að hafa Arnór í hóp á morgun. Svo bindum við vonir við að Jeremy verði mættur og að allt verði klappað og klárt. Við verðum bara að bíða og sjá hvort það náist.“ Hann gæti því mögulega spilað á móti Stjörnunni? „Við bindum vonir við það. En það á eftir að koma í ljós hvað verður.“ Bónus-deild karla Grindavík Körfubolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira
Leikmennirnir þrír sem um ræðir eru þeir Arnór Tristan Helgason, Bragi Guðmundsson og Bandaríkjamaðurinn Jeremy Pargo. Grindvíkingar þekkja þá Arnór og Braga frá fyrri tíð er þeir léku með liðinu áður en að leið þeirra lá erlendis. Jóhann býst við fullmótaðri leikmönnum í þeim í þetta skiptið. „Þeir eru báðir miklir íþróttamenn með mikla orku, hávaxnir bakverðir. Þetta gefur okkur náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú stærri og breiðari hóp. Með því verður meiri samkeppni inn á æfingum og svo á eftir að koma í ljós hvernig þeim tekst til, hvernig þeir dafna í okkar hóp. Við hlökkum mikið til að sjá hvað kemur út úr þessu og erum nokkuð brattir með þetta.“ Arnór Tristan Helgason er mættur aftur í lið Grindavíkur, stuðningsmenn liðsins bíða í ofvæni eftir troðslum frá honumVísir/Hulda Margrét „Bragi hefur aðeins æft með okkur núna, hann kom fyrir helgi, og við sjáum alveg og bindum vonir við að hann hafi bætt sig talsvert á báðum endum vallarins. Arnór lenti bara í gærkvöldi og við höfum ekki tekið púlsinn á honum en klárlega mæta þeir stærri hingað. Hafa verið í góðum verkefnum úti og hafa vonandi nýtt tímann vel, lært, vaxið og dafnað.“ Þá er koma Jeremy Pargo afar spennandi. Þar er um að ræða leikmann sem er að vísu kominn af sínu besta skeiði, en það skeið var ansi gott. Pargo er að verða 39 ára gamall í mars næstkomandi og á sinni ferilskrá er hann með 86 leiki í NBA deildinni. Þá skapaði hann sér nafn í EuroLeague, sterkustu deild Evrópu og hefur um leið unnið sex landstitla. „Vorum ekkert alltof sáttir með það sem við vorum að fá“ Fyrir komu Pargo höfðu forráðamenn Grindavíkur verið að íhuga að taka inn nýjan Bandaríkjamann í sitt lið í stað Devon Thomas sem byrjaði vel í gulu treyjunni en svo tók að halla allverulega undan fæti. „Við höfðum velt fyrir okkur ýmsum nöfnum og ýmislegt sem kom upp. Vorum ekkert allt sáttir með það sem að við vorum að fá og vorum í rauninni komnir inn á að láta reyna á að láta þetta ganga upp. Svo er ýmislegt sem kemur upp á. Ýmis atvik og annað sem, án þess að fara eitthvað djúpt ofan í það, reynist kornið sem fyllir mælinn. Við tökum ákvörðun um að skipta um Bandaríkjamenn og samdægurs, á föstudegi, fáum við póst frá umboðsmanni Pargo og könnum það mál betur. Svo leiðir eitt af öðru og við gerðum vel í að landa þessu á stuttum tíma.“ Erfitt sé að skýra út af hverju hlutirnir hafi ekki gengið upp með Devon Thomas. Devon Thomas er ekki lengur leikmaður Grindavíkurvísir / anton brink „Við vorum mikið að velta þessu fyrir okkur á nýju ári. Í raun strax eftir leikinn gegn KR sem var síðasti leikur fyrir jól. Hann byrjaði mjög vel hjá okkur. Fyrstu sex til sjö leikirnir voru mjög lofandi en svo er eitthvað sem gerist. Ég veit ekki hvað það er. Það var einhver sem sagði að hann hefði lent í svona Space Jam atriði, að einhver geimvera hafi bara komið og étið hann. Maður veit aldrei með þessa stráka. Það getur alls konar komið upp á en þetta var niðurstaðan. Vonandi á þetta eftir að ganga upp.“ Hvernig tók hann þessu? „Bara mjög fagmannlega. Í þau skipti sem ég hef þurft að eiga við eitthvað svona þá eru þeir allir mjög auðmjúkir og þakka fyrir tækifærið. Það sama var uppi á teningnum hjá Devon Thomas.“ Fékk mjög góð meðmæli frá Kane: „Myndi segja að það væri nokkuð gott“ Mikla vonir eru bundnar við komu reynsluboltans Pargo. Það fer af honum gott orð. Hér verst Jeremy Pargo, þá leikmaður Maccabi Tel Aviv, Lebron James, einum besta körfuboltamanni allra tímaVísir/Getty „Hann er náttúrulega orðinn 38 ára gamall, það er því ákveðinn séns í þessu, en miðað við þá sem að maður hefur rætt við um hann sem og hann sjálfan þarf ég að hafa litlar áhyggjur. Svo á það bara eftir að koma í ljós. Við höfum náttúrulega átt erfitt uppdráttar á hálfum velli, sóknarlega. Miðað við það sem að maður hefur séð og heyrt, þá er þetta leiðtogi inn á vellinum og við bindum miklar vonir við að hann geti gert betur í því að stýra okkar sóknarleik. Að hann geti fundið okkar helstu hesta í góðum stöðum. Svo á hann að geta gert helling sjálfur, búið til góðar stöður fyrir sig og aðra.“ Pargo spilaði með DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur og einni helstu stjörnu Bónus deildarinnar, hjá Maccabi Tel Aviv í Ísrael árin 2018-2019 „Ég fékk mjög góð meðmæli frá DeAndre Kane varðandi Pargo. Hann hefur ekki mikið álit á öðrum leikmönnum heldur en sjálfum sér þannig að ég myndi segja að það væri nokkuð gott. Þeir þekkjast, eru í reglulegu sambandi og jú það spilaði inn í ákvörðunina.“ Kemur það þér á óvart að leikmaður með þessa reynslu sé að dúkka upp hér á landi? „Já ég verð að viðurkenna það. En að vísu verður hann 39 ára í mars næstkomandi. Ég hugsa að þessi stóru og flottu lið í Evrópu séu að líta í aldurinn og þar af leiðandi ýta þessu frá sér en eftir að hafa talað við hann er ljóst að hann vill komast í skipulagðan körfubolta aftur. Hann hefur gert þetta síðastliðin tvö til þrjú ár, að vísu í aðeins stærri deild en þessa. En hann var klár og hvers vegna þá ekki?“ En munu nýju leikmennirnir, Arnór, Bragi og Jeremy Pargo geta spilað á móti Stjörnunni í kvöld? „Bragi kom fyrir helgi og er klár. Ég reikna með að hafa Arnór í hóp á morgun. Svo bindum við vonir við að Jeremy verði mættur og að allt verði klappað og klárt. Við verðum bara að bíða og sjá hvort það náist.“ Hann gæti því mögulega spilað á móti Stjörnunni? „Við bindum vonir við það. En það á eftir að koma í ljós hvað verður.“
Bónus-deild karla Grindavík Körfubolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira