Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Aron Guðmundsson skrifar 30. janúar 2025 12:01 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Pawel Óvíst er hversu mikið þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, Jóhann Þór Ólafsson, getur látið til sín taka á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Stjörnunni í Bónus deildinni í kvöld. Jóhann Þór datt af hestbaki í aðdraganda síðasta leiks Grindavíkur og er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing. Fjarvera Jóhanns Þórs á hliðarlínunni í leiknum gegn Tindastól í Síkinu í síðustu umferð vakti athygli. Í þeim leik gekk allt á afturfótunum hjá Grindavík en það er góð og gild ástæða fyrir fjarveru Jóhanns. „Ég datt af hestbaki og fékk vægan heilahristing. Er svona rétt að skríða saman. Ætli það sé ekki svipað ástand á mér og Jeremy Pargo (nýjum leikmanni Grindavíkur) fyrir leikinn gegn Stjörnunni, bundnar vonir við að ég verði þarna á morgun en þetta er metið frá degi til dags. Ég er allur að koma til en púlsinn fer kannski óþægilega hátt upp þegar að maður þjálfar og það er kannski ekki mælt með því eftir svona. En ég reikna allavegana með því að vera á bekknum, hversu mikið ég skipti mér af kemur bara í ljós.“ Um leikinn gegn Tindastól, sem Grindavík tapaði með átján stigum, hafði Jóhann þetta að segja: „Við vorum bara heilt yfir mjög slakir. Erum að díla við ákveðna hluti sem við höfum verið að vinna í og höfum verið að gera núna á nýju ári. Við höfum ekki séð þær framfarir sem við hefðum viljað sjá en bindum vonir við að þessar breytingar sem við gerum núna komi með eitthvað að borðinu. Bara svo ég segi það þá var kominn pirringur í hópinn varðandi ákveðna hluti sem voru ekki að ganga. Ég bindi vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.“ Og geri ykkur þar af leiðandi samkeppnishæfari um Íslandsmeistaratitilinn? „Já klárlega. Við, eins og mörg önnur lið, stefnum á þann stóra. Eins og komið hefur fram í viðtölum við aðra þjálfara yfir tímabilið hefur deildin sjaldan eða aldrei verið eins sterk. Miðað við það sem að maður heyrir í kringum sig á hún eftir að styrkjast enn frekar áður en að félagsskiptaglugginn lokar. Það er bara stuð og stemning framundan.“ Bónus-deild karla Grindavík Körfubolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Fjarvera Jóhanns Þórs á hliðarlínunni í leiknum gegn Tindastól í Síkinu í síðustu umferð vakti athygli. Í þeim leik gekk allt á afturfótunum hjá Grindavík en það er góð og gild ástæða fyrir fjarveru Jóhanns. „Ég datt af hestbaki og fékk vægan heilahristing. Er svona rétt að skríða saman. Ætli það sé ekki svipað ástand á mér og Jeremy Pargo (nýjum leikmanni Grindavíkur) fyrir leikinn gegn Stjörnunni, bundnar vonir við að ég verði þarna á morgun en þetta er metið frá degi til dags. Ég er allur að koma til en púlsinn fer kannski óþægilega hátt upp þegar að maður þjálfar og það er kannski ekki mælt með því eftir svona. En ég reikna allavegana með því að vera á bekknum, hversu mikið ég skipti mér af kemur bara í ljós.“ Um leikinn gegn Tindastól, sem Grindavík tapaði með átján stigum, hafði Jóhann þetta að segja: „Við vorum bara heilt yfir mjög slakir. Erum að díla við ákveðna hluti sem við höfum verið að vinna í og höfum verið að gera núna á nýju ári. Við höfum ekki séð þær framfarir sem við hefðum viljað sjá en bindum vonir við að þessar breytingar sem við gerum núna komi með eitthvað að borðinu. Bara svo ég segi það þá var kominn pirringur í hópinn varðandi ákveðna hluti sem voru ekki að ganga. Ég bindi vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.“ Og geri ykkur þar af leiðandi samkeppnishæfari um Íslandsmeistaratitilinn? „Já klárlega. Við, eins og mörg önnur lið, stefnum á þann stóra. Eins og komið hefur fram í viðtölum við aðra þjálfara yfir tímabilið hefur deildin sjaldan eða aldrei verið eins sterk. Miðað við það sem að maður heyrir í kringum sig á hún eftir að styrkjast enn frekar áður en að félagsskiptaglugginn lokar. Það er bara stuð og stemning framundan.“
Bónus-deild karla Grindavík Körfubolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit