Alla grunaði bróðurinn um að standa að baki skálduðum ásökunum Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2025 11:20 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir rangar sakargiftir. Hann tilkynnti lögreglu að bróðir hans hefði framið svívirðileg kynferðisbrot gegn eigin dætrum. Vitni sem lögregla ræddi við í tengslum við hin meintu brot bentu strax á manninn sem líklegasta tilkynnandann. Maðurinn sagði hins vegar að dularfullur maður hefði fengið síma hans lánaðan og hringt á lögreglu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir rangar sakargiftir, með því að hafa að kvöldi laugardagsins í febrúar 2020 með röngum tilkynningum til Neyðarlínu 112 og Barnaverndar leitast við að koma því til leiðar að bróðir hans yrði að ósekju sakaður um refsiverðan verknað, sem leiddi til þess að lögregla handtók bróðurinn sömu nótt. Sagði bróðurinn hafa nauðgað dætrum sínum í félagi við fjóra menn Í dóminum segir að maðurinn hafi hringt í Neyðarlínuna undir fölsku nafni og tilkynnt að bróðir hans hefði beitt eigin dætur á barnsaldri kynferðislegu ofbeldi, þar á meðal nauðgun, og deilt myndefni af kynferðisbrotum gegn stúlkunum á alþjóðlegri vefsíðu. Þá hafi hann sent tölvubréf á starfsmann barnaverndar með nánari lýsingum á kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi, þar á meðal nauðgun og öðrum kynferðismökum, bróðurins gegn dætrum sínum í félagi við fjóra aðra karlmenn á tveimur mismunandi myndböndum. Lögregla hafi hafið rannsókn á meintum brotum í kjölfarið en tilkynnt honum í nóvember sama ár að rannsókn hefði verið hætt þar sem hún bæri ekki með sér að fótur væri fyrir ásökununum. Síma- og peningalaus ræfilslegur maður hafi fengið símann lánaðan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök og sagst ekki kannast við þá háttsemi sem hann var sakaður um. Hann hafi þó kannast við að síminn sem notaður var til að tilkynna meint brot hefði verið hans eigin. Hann hafi lýst atvikum svo að maður hefði allt í einu komið heim til hans í Noregi. Sá hefði verið símalaus og vantað peninga og hann hefði lánað manninum farsíma sinn. Hann hafi grunað að maðurinn væri einhver félagi bróðurins, sem hefði vitað af honum á svæðinu og þótt spennandi að hitta Íslendinga á erlendri grundu. „Maður þessi hefði stoppað hjá honum í um 30 mínútur. Hann hafi verið hálfræfilslegur og illa til fara. Hafi hann vísað manninum í skrifstofuhúsnæði sitt og látið hann vera í einrúmi á meðan hann hringdi. Kvaðst ákærði því ekki vita hvað hann hefði aðhafst en ekki talið ástæðu til annars en að treysta manninum, auk þess sem hann hefði aðeins verið einn í um 15 mínútur.“ Hefði lengi ofsótt fjölskylduna Í dóminum segir að bróðirinn hafi borið fyrir dómi að aðdragandi hefði verið að því sem gerst hefði. Bróðir hans hefði ofsótt hann og fjölskylduna lengi. Hafi það að mestu farið fram á samfélagsmiðlum. Hafi hann einnig margoft skipt um símanúmer. Í þessu tilviki hefði ákveðnum hápunkti verið náð en atvikið samt sem áður komið flatt upp á hann. Hann hafi lýst atvikum sem svo að lögregla og fulltrúi barnaverndar hefðu komið á heimili hans og fjölskyldunnar um miðnætti umrætt kvöld. Yngsta dóttir hans hefði verið sofandi en sú eldri gist annars staðar. Dóttir sambýliskonu hans hafi verið úti hjá vinum en verið kölluð heim. „Hafi honum verið tjáð að tilkynning hefði borist og hafi hann sagt að ákærði væri þar að verki. Hann hafi engu að síður verið handtekinn og verið á lögreglustöð yfirnótt. Hefði upplifun hans verið hræðileg.“ Þekkti röddina og orðfæri Bróðirinn hafi í skýrslutöku hjá lögreglu ekki kannast við neinn sem héti því nafni sem bróðir hans hafði notað þegar hann hringdi á lögregluna. Hann hefði hlýtt á upptöku af símtalinu og kveðist fullviss um að röddin tilheyrði bróður hans enda þekkti hann hana vel og orðfæri sem hann notaði. Þá hafi hann sagt frásögn bróðurins um meint áreiti hans í garð bróðurins vera „haugalygi“. Engin samskipti væru á milli hans og bróðurins en hann hefði síðast talað við hann á árinu 2016. Fyrrverandi og sambýliskonan bentu báðar á bróðurinn Þá segir að lögregla hafi rætt við móður stúlknanna, fyrrverandi eiginkonu grunaða, sem hafi vísað ásökunum bróðurins alfarið á bug. „Kvaðst hún strax hafa vitað að ásakanir á hendur brotaþola væru frá ákærða komnar vegna forsögu um áreiti í þeirra garð. Hefði hún á sínum tíma lokað á samskipti við hann á samskiptamiðlum.“ Þetta atvik hefði verið mjög erfitt fyrir hana enda hefði hún verið erlendis og ekki til staðar fyrir dætur sínar þegar þetta gerðist. Hefði þetta haft mikil áhrif á alla fjölskylduna og samband dætranna við föður þeirra. Vitni sem sagðist hafa verið sambýliskona mannsins á þeim tíma sem lögreglan bankaði upp á hafi sagst hafa verið erlendis þegar maðurinn hringdi í hana og tilkynnti henni um ásakanir þær sem á hann höfðu verið bornar. Sá grunur hefði strax vaknað að bróðirinn stæði á bak við þetta. „Hafi vitninu fundist hræðileg upplifun að vera ekki hjá þeim í þessum aðstæðum. Vitnið kvað ástæðu grunsemdanna vera stöðugt áreiti ákærða í garð brotaþola og annarra ættingja vitnisins. Kvaðst hún hafa lokað á samskipti við hann á samskiptamiðlum af þessum sökum. Aðspurð kvaðst vitnið hafa fundið fyrir miklum kvíða næstu mánuði eftir þetta.“ Frásögn af dularfulla manninum fjarstæðukennd Í niðurstöðukafla dómsins segir að frásögn mannsins af símalausa hálfræfilslega aðkomumanninum væri frá öllum bæjardyrum séð fjarstæðukennd og með miklum ólíkindablæ. Maðurinn hefði ekki fært fram neina rökrétta skýringu sem stutt gæti frásögn hans. Það stæði honum nær þegar litið er til þess svo og atvika málsins að upplýsa um nokkuð það sem kynni að renna stoðum undir framburð hans. „Lítur dómurinn af framangreindum ástæðum alfarið framhjá framburði ákærða um atvik.“ Einkennandi rödd Þá segir að dómari hafi hlýtt á upptöku af símtalinu við Neyðarlínu. Rödd tilkynnanda væri að mati dómsins nokkuð sérkennandi og lögreglumenn sem að málinu hafi komið hafi borið á sama veg og talið sig á tíma rannsóknar geta borið kennsl á hana sem rödd mannsins. Þá hafi maðurinn komið fyrir dóm og gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Dómari hafi þá haft gott tækifæri til að hlýða á hann og bera rödd hans saman við rödd tilkynnanda. „Þá ræddi dómari við ákærða eftir að slökkt var á upptöku í dómsal í viðurvist sakflytjenda og hafði ákærði þá uppi tiltekið orðalag sem er nákvæmlega hið sama og kemur fram í lok fyrrgreindrar upptöku frá Neyðarlínu. Telur dómari að fallast megi á að yfirgnæfandi líkur séu á því að ákærði hafi verið sá aðili sem stóð að baki tilkynningunni og sendi í kjölfarið tölvupóst á starfsmann barnaverndar.“ Mikill dráttur Í dóminum segir að með vísan til alls framangreinds teldist sannað að maðurinn hafi gerst sekur um rangar sakargiftir í garð bróður síns. Við ákvörðun refsingar yrði litið til þess að maðurinn hefði ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi áður og að mikill dráttur hefði orðið á rannsókn málsins. Aftur á móti væru þær sakir sem hann bar á bróður sinn svívirðilegar og settar fram af einbeittum ásetningi. Refsing hans væri hæfilega ákveðin níu mánaða fangelsisvist, sem rétt þætti að skilorðsbinda til tveggja ára. Þá væri maðurinn dæmdur til að greiða bróður sínum 800 þúsund krónur í miskabætur, stjúpdóttur bróðurins 200 þúsund krónur, dætrum hans 150 þúsund krónur hvorri og þáverandi sambýliskonu hans 150 þúsund krónur. Það gerir alls 1,45 milljónir króna í miskabætur. Þá situr maðurinn uppi með reikning frá skipuðum verjanda sínum upp á 1,17 milljónir króna. Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir rangar sakargiftir, með því að hafa að kvöldi laugardagsins í febrúar 2020 með röngum tilkynningum til Neyðarlínu 112 og Barnaverndar leitast við að koma því til leiðar að bróðir hans yrði að ósekju sakaður um refsiverðan verknað, sem leiddi til þess að lögregla handtók bróðurinn sömu nótt. Sagði bróðurinn hafa nauðgað dætrum sínum í félagi við fjóra menn Í dóminum segir að maðurinn hafi hringt í Neyðarlínuna undir fölsku nafni og tilkynnt að bróðir hans hefði beitt eigin dætur á barnsaldri kynferðislegu ofbeldi, þar á meðal nauðgun, og deilt myndefni af kynferðisbrotum gegn stúlkunum á alþjóðlegri vefsíðu. Þá hafi hann sent tölvubréf á starfsmann barnaverndar með nánari lýsingum á kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi, þar á meðal nauðgun og öðrum kynferðismökum, bróðurins gegn dætrum sínum í félagi við fjóra aðra karlmenn á tveimur mismunandi myndböndum. Lögregla hafi hafið rannsókn á meintum brotum í kjölfarið en tilkynnt honum í nóvember sama ár að rannsókn hefði verið hætt þar sem hún bæri ekki með sér að fótur væri fyrir ásökununum. Síma- og peningalaus ræfilslegur maður hafi fengið símann lánaðan Í dóminum segir að maðurinn hafi neitað sök og sagst ekki kannast við þá háttsemi sem hann var sakaður um. Hann hafi þó kannast við að síminn sem notaður var til að tilkynna meint brot hefði verið hans eigin. Hann hafi lýst atvikum svo að maður hefði allt í einu komið heim til hans í Noregi. Sá hefði verið símalaus og vantað peninga og hann hefði lánað manninum farsíma sinn. Hann hafi grunað að maðurinn væri einhver félagi bróðurins, sem hefði vitað af honum á svæðinu og þótt spennandi að hitta Íslendinga á erlendri grundu. „Maður þessi hefði stoppað hjá honum í um 30 mínútur. Hann hafi verið hálfræfilslegur og illa til fara. Hafi hann vísað manninum í skrifstofuhúsnæði sitt og látið hann vera í einrúmi á meðan hann hringdi. Kvaðst ákærði því ekki vita hvað hann hefði aðhafst en ekki talið ástæðu til annars en að treysta manninum, auk þess sem hann hefði aðeins verið einn í um 15 mínútur.“ Hefði lengi ofsótt fjölskylduna Í dóminum segir að bróðirinn hafi borið fyrir dómi að aðdragandi hefði verið að því sem gerst hefði. Bróðir hans hefði ofsótt hann og fjölskylduna lengi. Hafi það að mestu farið fram á samfélagsmiðlum. Hafi hann einnig margoft skipt um símanúmer. Í þessu tilviki hefði ákveðnum hápunkti verið náð en atvikið samt sem áður komið flatt upp á hann. Hann hafi lýst atvikum sem svo að lögregla og fulltrúi barnaverndar hefðu komið á heimili hans og fjölskyldunnar um miðnætti umrætt kvöld. Yngsta dóttir hans hefði verið sofandi en sú eldri gist annars staðar. Dóttir sambýliskonu hans hafi verið úti hjá vinum en verið kölluð heim. „Hafi honum verið tjáð að tilkynning hefði borist og hafi hann sagt að ákærði væri þar að verki. Hann hafi engu að síður verið handtekinn og verið á lögreglustöð yfirnótt. Hefði upplifun hans verið hræðileg.“ Þekkti röddina og orðfæri Bróðirinn hafi í skýrslutöku hjá lögreglu ekki kannast við neinn sem héti því nafni sem bróðir hans hafði notað þegar hann hringdi á lögregluna. Hann hefði hlýtt á upptöku af símtalinu og kveðist fullviss um að röddin tilheyrði bróður hans enda þekkti hann hana vel og orðfæri sem hann notaði. Þá hafi hann sagt frásögn bróðurins um meint áreiti hans í garð bróðurins vera „haugalygi“. Engin samskipti væru á milli hans og bróðurins en hann hefði síðast talað við hann á árinu 2016. Fyrrverandi og sambýliskonan bentu báðar á bróðurinn Þá segir að lögregla hafi rætt við móður stúlknanna, fyrrverandi eiginkonu grunaða, sem hafi vísað ásökunum bróðurins alfarið á bug. „Kvaðst hún strax hafa vitað að ásakanir á hendur brotaþola væru frá ákærða komnar vegna forsögu um áreiti í þeirra garð. Hefði hún á sínum tíma lokað á samskipti við hann á samskiptamiðlum.“ Þetta atvik hefði verið mjög erfitt fyrir hana enda hefði hún verið erlendis og ekki til staðar fyrir dætur sínar þegar þetta gerðist. Hefði þetta haft mikil áhrif á alla fjölskylduna og samband dætranna við föður þeirra. Vitni sem sagðist hafa verið sambýliskona mannsins á þeim tíma sem lögreglan bankaði upp á hafi sagst hafa verið erlendis þegar maðurinn hringdi í hana og tilkynnti henni um ásakanir þær sem á hann höfðu verið bornar. Sá grunur hefði strax vaknað að bróðirinn stæði á bak við þetta. „Hafi vitninu fundist hræðileg upplifun að vera ekki hjá þeim í þessum aðstæðum. Vitnið kvað ástæðu grunsemdanna vera stöðugt áreiti ákærða í garð brotaþola og annarra ættingja vitnisins. Kvaðst hún hafa lokað á samskipti við hann á samskiptamiðlum af þessum sökum. Aðspurð kvaðst vitnið hafa fundið fyrir miklum kvíða næstu mánuði eftir þetta.“ Frásögn af dularfulla manninum fjarstæðukennd Í niðurstöðukafla dómsins segir að frásögn mannsins af símalausa hálfræfilslega aðkomumanninum væri frá öllum bæjardyrum séð fjarstæðukennd og með miklum ólíkindablæ. Maðurinn hefði ekki fært fram neina rökrétta skýringu sem stutt gæti frásögn hans. Það stæði honum nær þegar litið er til þess svo og atvika málsins að upplýsa um nokkuð það sem kynni að renna stoðum undir framburð hans. „Lítur dómurinn af framangreindum ástæðum alfarið framhjá framburði ákærða um atvik.“ Einkennandi rödd Þá segir að dómari hafi hlýtt á upptöku af símtalinu við Neyðarlínu. Rödd tilkynnanda væri að mati dómsins nokkuð sérkennandi og lögreglumenn sem að málinu hafi komið hafi borið á sama veg og talið sig á tíma rannsóknar geta borið kennsl á hana sem rödd mannsins. Þá hafi maðurinn komið fyrir dóm og gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Dómari hafi þá haft gott tækifæri til að hlýða á hann og bera rödd hans saman við rödd tilkynnanda. „Þá ræddi dómari við ákærða eftir að slökkt var á upptöku í dómsal í viðurvist sakflytjenda og hafði ákærði þá uppi tiltekið orðalag sem er nákvæmlega hið sama og kemur fram í lok fyrrgreindrar upptöku frá Neyðarlínu. Telur dómari að fallast megi á að yfirgnæfandi líkur séu á því að ákærði hafi verið sá aðili sem stóð að baki tilkynningunni og sendi í kjölfarið tölvupóst á starfsmann barnaverndar.“ Mikill dráttur Í dóminum segir að með vísan til alls framangreinds teldist sannað að maðurinn hafi gerst sekur um rangar sakargiftir í garð bróður síns. Við ákvörðun refsingar yrði litið til þess að maðurinn hefði ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi áður og að mikill dráttur hefði orðið á rannsókn málsins. Aftur á móti væru þær sakir sem hann bar á bróður sinn svívirðilegar og settar fram af einbeittum ásetningi. Refsing hans væri hæfilega ákveðin níu mánaða fangelsisvist, sem rétt þætti að skilorðsbinda til tveggja ára. Þá væri maðurinn dæmdur til að greiða bróður sínum 800 þúsund krónur í miskabætur, stjúpdóttur bróðurins 200 þúsund krónur, dætrum hans 150 þúsund krónur hvorri og þáverandi sambýliskonu hans 150 þúsund krónur. Það gerir alls 1,45 milljónir króna í miskabætur. Þá situr maðurinn uppi með reikning frá skipuðum verjanda sínum upp á 1,17 milljónir króna.
Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira