Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 10:42 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að skrifstofustjóri Alþingis hefði sent Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, erindi í byrjun mánaðar þar sem fram kom að Samfylkingin hefði óskað eftir stærsta þingflokksherberginu í ljósi breytts þingstyrks. Engar forsendur Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sent skrifstofustjóra athugasemdir vegna málsins þar sem hún sagði að engar forsendur væru uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn. Ef eitthvað annað kemur á daginn hef ég sagt við þingflokkinn í tvígang að það verði þá skipulagðar vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu,“ segir Hildur og hlær. Úr þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Á veggjunum má sjá málverk af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki nauðsyn nú Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur segir að í athugasemdum sínum til skrifstofustjóra hafi hún sagt að hún gæti ekki séð að sú krafa Samfylkingarinnar stæðist reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Í reglunum kæmi fram að almennt skyldi stefnt að því að þingflokkar haldi þingflokksherbergjum sínum nema nauðsyn annarra og stærri þingflokka kalli á breytingar. „Ég rakti að ég gæti ekki séð að nein sú nauðsyn væri uppi gagnvart þingflokki Samfylkingar sem telur fimmtán þingmenn þegar til dæmis nýlegt fordæmi er um að nítján manna þingflokkur hafi verið heilt kjörtímabil í því herbergi sem er næst stærst. Það eru vissulega til fordæmi fyrir því í gegnum tíðina að þingflokkar hafi þurft að víkja úr þingflokksherbergjum sínum þar sem stærri þingflokkar þyrftu rými til fundarhalda en nauðsynin sem gerð er krafa um er einfaldlega ekki uppi nú til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn víki úr sínu gamla herbergi sem almennt skuli stefnt að flokkurinn haldi,“ segir Hildur. Hægt að sameina herbergi í Skála Hildur segist ennfremur hafa tekið fram að ef skrifstofa þingsins kysi af öðrum ástæðum að mæta sjónarmiðum Samfylkingar um að vilja stærra þingflokksherbergi þá væri – í ljósi fækkunar á þingflokkum í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga – hægt að koma til móts við óskir flokksins að breyta núverandi herbergjaskipan í viðbyggingunni í Skála með því að sameina þau herbergi sem fyrir eru eins og fordæmi eru fyrir. Hildur segist ekkert hafa heyrt frekar frá skrifstofustjóra vegna málsins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að skrifstofustjóri Alþingis hefði sent Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, erindi í byrjun mánaðar þar sem fram kom að Samfylkingin hefði óskað eftir stærsta þingflokksherberginu í ljósi breytts þingstyrks. Engar forsendur Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sent skrifstofustjóra athugasemdir vegna málsins þar sem hún sagði að engar forsendur væru uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn. Ef eitthvað annað kemur á daginn hef ég sagt við þingflokkinn í tvígang að það verði þá skipulagðar vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu,“ segir Hildur og hlær. Úr þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Á veggjunum má sjá málverk af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki nauðsyn nú Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur segir að í athugasemdum sínum til skrifstofustjóra hafi hún sagt að hún gæti ekki séð að sú krafa Samfylkingarinnar stæðist reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Í reglunum kæmi fram að almennt skyldi stefnt að því að þingflokkar haldi þingflokksherbergjum sínum nema nauðsyn annarra og stærri þingflokka kalli á breytingar. „Ég rakti að ég gæti ekki séð að nein sú nauðsyn væri uppi gagnvart þingflokki Samfylkingar sem telur fimmtán þingmenn þegar til dæmis nýlegt fordæmi er um að nítján manna þingflokkur hafi verið heilt kjörtímabil í því herbergi sem er næst stærst. Það eru vissulega til fordæmi fyrir því í gegnum tíðina að þingflokkar hafi þurft að víkja úr þingflokksherbergjum sínum þar sem stærri þingflokkar þyrftu rými til fundarhalda en nauðsynin sem gerð er krafa um er einfaldlega ekki uppi nú til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn víki úr sínu gamla herbergi sem almennt skuli stefnt að flokkurinn haldi,“ segir Hildur. Hægt að sameina herbergi í Skála Hildur segist ennfremur hafa tekið fram að ef skrifstofa þingsins kysi af öðrum ástæðum að mæta sjónarmiðum Samfylkingar um að vilja stærra þingflokksherbergi þá væri – í ljósi fækkunar á þingflokkum í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga – hægt að koma til móts við óskir flokksins að breyta núverandi herbergjaskipan í viðbyggingunni í Skála með því að sameina þau herbergi sem fyrir eru eins og fordæmi eru fyrir. Hildur segist ekkert hafa heyrt frekar frá skrifstofustjóra vegna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Innlent Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Fleiri fréttir Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands MAST rannsakar gat á sjókví Arnarlax í Patreksfirði Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Rúmbetri sjúkrabílar á leið á göturnar Guðrún Hafsteinsdóttir heldur fast í Árna Grétar Sjá meira