Segir í tilkynningunni að það verði á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Fyrsta flugferð verður farin 25. október og út mars 2026. Flugtími til Miami er um átta klukkustundir og verður flogið á vél af gerðinni Airbus A321LR.
Fram kemur að Flórída hafi lengi vel verið vinsæll vetraráfangastaður Íslendinga. Icelandair hafi um áratugaskeið flogið til Orlando en nú bætist Miami við leiðakerfi félagsins. Þetta er 19. áfangastaður Icelandair í Norður-Ameríku. Miami er þekkt fyrir fallegar strendur, litríka menningu og næturlíf.
„Við erum mjög spennt fyrir því að hefja flug til Miami og ég veit að margir Íslendingar munu fagna þessum nýja, sólríka áfangastað í Flórída,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
„Nýju Airbus vélarnar, sem eru bæði langdrægar og sparneytnar, gera okkur kleift að bæta við nýjum og spennandi áfangastöðum og er Miami gott dæmi um það. Flugleiðin opnar auk þess öflugar tengingar fyrir íbúa Miami til 34 áfangastaða okkar í Evrópu, um Ísland og sömuleiðis fyrir Evrópubúa til Miami.“