Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2025 11:39 Guðmundur Ari er nýr á þinginu og hann furðar sig á viðbrögðum Sjálfstæðismanna, hann hefur aldrei vitað til þess að fólk slægi eign sinni á opinber rými. vísir Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. Sprottinn er upp furðulegur ágreiningur á þinginu, sem þó er ekki nýr af nálinni. Stjórnmálaflokkar hafa viljað halda í þingflokksherbergi sín. Furðuleg á eignarhaldstilfinning Vísir ræddi fyrr í morgun við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem sagði meðal annars um kröfu Samfylkingarinnar um að þau fengju þetta stærsta þingflokksherbergi á þinginu: „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn,“ segir Hildur. Guðmundur Ari segist tiltölulega nýr í þingmennskunni en þessi óbilgirni Sjálfstæðismanna komi flatt uppá hann. Þá kemur honum á óvart að Sjálfstæðismenn hafi rokið í Moggann með málið því þetta hafi verið til umræðu og hann ekki trúað öðru en að þetta myndi leysast farsællega. Í hans huga snýst þetta í raun um tvö samliggjandi herbergi og það að ríkisstjórnarflokkarnir séu í kallfæri hver við annan. Herbergið sem Samfylkingin gerir tilkall til en Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki láta af hendi.Hildur „Það kemur svolítið á óvart að fólk upplifi að það eigi fundaraðstöðu í opinberum byggingum. Ég kannast ekki við að fólk telji sig geta haft eignarhald á slíku.“ En má segja að þetta sé … hvað skal segja, barnalegt af hálfu Sjálfstæðisflokksins? „Það eru þín orð.“ Furðar sig á hitanum í umræðunni Ljóst er að Guðmundur Ari vill vanda orð sín. Spurður hvort þetta líti þannig út að þarna hangi meira á spýtunni, að málið sé birtingarmynd þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji sig réttborna til valda segir hann: Guðmundur Ari telur óeðlilegt að sérstök herbergi séu eyrnamerkt tilteknum þingflokkum, þetta hljóti að fara eftir stærð.vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið síðastliðin ár stærsti flokkurinn, síðastliðna áratugi oftast í ríkisstjórn, hann er það ekki núna, Samfylkingin er stærsti flokkurinn og eðlilegt er að þingflokksherbergi sem er ekki eyrnamerkt neinum flokkum sé raðað eftir stærð og samsetningu flokka.“ Guðmundur ítrekar að þetta mál komi honum á óvart. „Annars vegar að þau upplifi eignarhald á þessum fundarrýmum og hins vegar hitann í umræðunni í kjölfarið á breytingum.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skipulag Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Sprottinn er upp furðulegur ágreiningur á þinginu, sem þó er ekki nýr af nálinni. Stjórnmálaflokkar hafa viljað halda í þingflokksherbergi sín. Furðuleg á eignarhaldstilfinning Vísir ræddi fyrr í morgun við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem sagði meðal annars um kröfu Samfylkingarinnar um að þau fengju þetta stærsta þingflokksherbergi á þinginu: „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn,“ segir Hildur. Guðmundur Ari segist tiltölulega nýr í þingmennskunni en þessi óbilgirni Sjálfstæðismanna komi flatt uppá hann. Þá kemur honum á óvart að Sjálfstæðismenn hafi rokið í Moggann með málið því þetta hafi verið til umræðu og hann ekki trúað öðru en að þetta myndi leysast farsællega. Í hans huga snýst þetta í raun um tvö samliggjandi herbergi og það að ríkisstjórnarflokkarnir séu í kallfæri hver við annan. Herbergið sem Samfylkingin gerir tilkall til en Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki láta af hendi.Hildur „Það kemur svolítið á óvart að fólk upplifi að það eigi fundaraðstöðu í opinberum byggingum. Ég kannast ekki við að fólk telji sig geta haft eignarhald á slíku.“ En má segja að þetta sé … hvað skal segja, barnalegt af hálfu Sjálfstæðisflokksins? „Það eru þín orð.“ Furðar sig á hitanum í umræðunni Ljóst er að Guðmundur Ari vill vanda orð sín. Spurður hvort þetta líti þannig út að þarna hangi meira á spýtunni, að málið sé birtingarmynd þess að Sjálfstæðisflokkurinn telji sig réttborna til valda segir hann: Guðmundur Ari telur óeðlilegt að sérstök herbergi séu eyrnamerkt tilteknum þingflokkum, þetta hljóti að fara eftir stærð.vísir/vilhelm „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið síðastliðin ár stærsti flokkurinn, síðastliðna áratugi oftast í ríkisstjórn, hann er það ekki núna, Samfylkingin er stærsti flokkurinn og eðlilegt er að þingflokksherbergi sem er ekki eyrnamerkt neinum flokkum sé raðað eftir stærð og samsetningu flokka.“ Guðmundur ítrekar að þetta mál komi honum á óvart. „Annars vegar að þau upplifi eignarhald á þessum fundarrýmum og hins vegar hitann í umræðunni í kjölfarið á breytingum.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skipulag Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira