Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 13:57 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. Peningastefnunefnd mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Nefndin lækkaði vexti á síðustu tveimur fundum, í október og nóvember, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi verið á rólegri niðurleið síðustu mánuði og stýrivextir nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. „Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 20. nóvember, stóð verðbólga í 5,1% og hafði hjaðnað um 0,3 prósentustig frá októberfundinum. Þá var ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og við það lækkuðu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu úr 3,9% í 3,4%. Verðbólga mældist 4,6% í janúar og hefur hjaðnað um 0,8 prósentustig frá því áður en vaxtalækkunarferlið hófst í byrjun október (5,4% verðbólga í september). Lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig myndi færa raunstýrivexti aftur niður í 3,4%, sama gildi og eftir síðustu ákvörðun. Þótt 50 punkta lækkun virðist stórt skref hefði hún í för með sér þétt og óbreytt taumhald. Minnkandi verðþrýstingur á húsnæðismarkaði slær á verðbólgu Hjöðnun verðbólgunnar skýrist langmest af því hversu verulega hefur hægt á hækkun húsnæðisliðarins líkt og við greindum frá fyrr í dag. Árshækkun húsnæðisliðarins var 13,8% á októberfundi peningastefnunefndar en er núna 9,7%. Aðrir liðir hafa haldist tiltölulega stöðugir, enda jókst verðbólga án húsnæðis lítillega í janúar. Verðbólguvæntingar á réttri leið Verðbólguvæntingar skipta Seðlabankann miklu máli. Verðbólgutölur segja til um það hvernig verðlag hefur hækkað á síðustu tólf mánuðum, en væntingar um verðbólgu gefa hugmynd um það sem koma skal, enda geta væntingar einar og sér haft veruleg áhrif á verðbólguþróun. Þær hafa áhrif á verðsetningu fyrirtækja og launakröfur launafólks, og því er mikið í húfi að halda þeim í skefjum. Einn mælikvarði á væntingar er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur haldist tiltölulega stöðugt síðustu vikur. Munur á skammtímaálagi og langtímaálagi hefur minnkað á síðustu mánuðum, eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað, og markaðurinn virðist gera ráð fyrir að verðbólga eftir fimm ár verði svipuð og nú, í kringum 4%. Væntingar má líka meta út frá könnunum Seðlabankans, annars vegar meðal heimila og fyrirtækja og hins vegar meðal markaðsaðila. Niðurstöður úr nýlegri væntingakönnun markaðsaðila voru birtar í gær og samkvæmt þeim hafa væntingar lítið breyst frá því í nóvember. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga hjaðni smám saman en komist ekki niður í markmið á næstunni. Væntingar eru um 3,6% verðbólgu eftir eitt ár, 3,3% eftir tvö ár og 3,4% að meðaltali næstu fimm árin“ segir á vef bankans. Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Peningastefnunefnd mun tilkynna um vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Nefndin lækkaði vexti á síðustu tveimur fundum, í október og nóvember, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi verið á rólegri niðurleið síðustu mánuði og stýrivextir nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. „Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 20. nóvember, stóð verðbólga í 5,1% og hafði hjaðnað um 0,3 prósentustig frá októberfundinum. Þá var ákveðið að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og við það lækkuðu raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu úr 3,9% í 3,4%. Verðbólga mældist 4,6% í janúar og hefur hjaðnað um 0,8 prósentustig frá því áður en vaxtalækkunarferlið hófst í byrjun október (5,4% verðbólga í september). Lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig myndi færa raunstýrivexti aftur niður í 3,4%, sama gildi og eftir síðustu ákvörðun. Þótt 50 punkta lækkun virðist stórt skref hefði hún í för með sér þétt og óbreytt taumhald. Minnkandi verðþrýstingur á húsnæðismarkaði slær á verðbólgu Hjöðnun verðbólgunnar skýrist langmest af því hversu verulega hefur hægt á hækkun húsnæðisliðarins líkt og við greindum frá fyrr í dag. Árshækkun húsnæðisliðarins var 13,8% á októberfundi peningastefnunefndar en er núna 9,7%. Aðrir liðir hafa haldist tiltölulega stöðugir, enda jókst verðbólga án húsnæðis lítillega í janúar. Verðbólguvæntingar á réttri leið Verðbólguvæntingar skipta Seðlabankann miklu máli. Verðbólgutölur segja til um það hvernig verðlag hefur hækkað á síðustu tólf mánuðum, en væntingar um verðbólgu gefa hugmynd um það sem koma skal, enda geta væntingar einar og sér haft veruleg áhrif á verðbólguþróun. Þær hafa áhrif á verðsetningu fyrirtækja og launakröfur launafólks, og því er mikið í húfi að halda þeim í skefjum. Einn mælikvarði á væntingar er verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Það hefur haldist tiltölulega stöðugt síðustu vikur. Munur á skammtímaálagi og langtímaálagi hefur minnkað á síðustu mánuðum, eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað, og markaðurinn virðist gera ráð fyrir að verðbólga eftir fimm ár verði svipuð og nú, í kringum 4%. Væntingar má líka meta út frá könnunum Seðlabankans, annars vegar meðal heimila og fyrirtækja og hins vegar meðal markaðsaðila. Niðurstöður úr nýlegri væntingakönnun markaðsaðila voru birtar í gær og samkvæmt þeim hafa væntingar lítið breyst frá því í nóvember. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga hjaðni smám saman en komist ekki niður í markmið á næstunni. Væntingar eru um 3,6% verðbólgu eftir eitt ár, 3,3% eftir tvö ár og 3,4% að meðaltali næstu fimm árin“ segir á vef bankans.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira