Tíu þúsund tillögur í 3.985 umsögnum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 19:41 Kristrún á von á skýrslu frá hagræðingarhópnum í lok næsta mánaðar. Vísir/Vilhelm Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Karlar sendu inn fleiri umsagnir en konur en áætlað er að í umsögnunum sé að finna um tíu þúsund tillögur. Gervigreindarforrit hefur verið notað til að taka saman tillögurnar í fyrsta kasti en fjögurra manna hagræðingarhópur á að skila forsætisráðherra skýrslu um tillögurnar í síðasta lagi við lok næsta mánaðar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er að finna fyrstu samantektina um umsagnirnar. Þar kemur fram að á árinu sé áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.552 milljarðar króna. Þar segir að langflestar umsagnir hafi borist frá einstaklingum en rúmlega 60 bárust frá félagasamtökum og fyrirtækjum. Þá komu tæplega 68 prósent umsagna frá körlum en rúmlega 32 prósent frá konum. Í mörgum umsögnum voru settar fram margar tillögur en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er alls um tíu þúsund tillögur að finna í umsögnunum, margar eins eða af mjög svipuðum toga. Umsagnirnar eru afar fjölbreyttar að efni samkvæmt tilkynningunni en samkvæmt fyrstu greiningu gervigreindarinnar má skipta þeim í ellefu meginþemu. Það er sameining stofnana og bætt nýting fasteigna hins opinbera, Alþingi og stjórnarráðið, stafrænar lausnir, sjálfvirknivæðing og endurskoðun opinberrar þjónustu, sala á eignum og breytingar á rekstri fyrirtækja í eigu ríkisins, skattar, endurgreiðslur frá ríkinu og tilfærslukerfi, opinber innkaup, samgöngumál, heilbrigðisþjónusta og lyf, orku- og umhverfismál, utanríkismál og erlent samstarf og ýmsar kerfisbreytingar og hagræðingartillögur. Aðstoðarmönnum og upplýsingafulltrúum fækkað Í samantektinni kemur til dæmis fram að í tillögunum hafi verið lagt til að aðstoðarmönnum og upplýsingafulltrúum yrði fækkað og að hagrætt yrði í tengslum við akstur og bifreiðar ráðherra. Þá var lagt til að alþingismönnum yrði fækkað og sparað yrði í greiðslum til þeirra vegna aksturs og ferðalaga. Þá fjölluðu einhverjar tillögur einnig um styrki til stjórnmálaflokka og biðlaun kjörinna fulltrúa. Í nokkrum fjölda tillagna var fjallað um að nýta stafrænar lausnir betur og að einfalda regluverk. Meðal þess sem var nefnt var notkun gervigreindar við skjölun og gagnagreiningu, innleiðing sjálfvirkra lausna fyrir samskipti við almenning og breytingar í átt að sjálfvirkni eða aukinni skilvirkni í bókunarkerfum og fjárhagskerfum. Þá kemur fram í samantektinni að í mörgum umsögnum hafi verið fjallað um sölu fyrirtækja í eigu ríkisins. Ríkisútvarpið, ÁTVR og hlutur ríkisins í Íslandsbanka voru nefnd í því samhengi. Þá fjölluðu einhverjir um breytingar á skattkerfinu og fyrirkomulag endurgreiðslna úr ríkissjóði vegna til dæmis kvikmyndagerðar og nýsköpunar og þróunar. Þá var einnig fjallað um hagræðingu í innkaupum og fjallað um til dæmis flug og hugbúnaðarleyfi. Draga úr Borgarlínuverkefni Ýmis samgöngumál voru samkvæmt tilkynningunni áberandi í innsendum umsögnum. Borgarlínuverkefnið var nefnt oft og bárust meðal annars margar tillögur um að draga úr umfangi verkefnisins eða hætta við það. Einnig var bent á hagræði sem verkefnið gæti skilað. Hagræðing við smíði brúa og annarra samgöngumannvirkja var einnig nefnd í mörgum tillögum, m.a. vegna Ölfusárbrúar og Sundabrautar. Nokkur fjöldi tillagna sneri að bættu aðgengi að almenningssamgöngum og hagkvæmni í rekstri þeirra auk þess sem gjaldtaka fyrir notkun samgöngumannvirkja var oft nefnd sem leið til tekjuöflunar og fjármögnunar innviðaframkvæmda. Margar tillögur af fjölbreyttum toga snertu á heilbrigðisþjónustu, eins og lyfjainnkaupum, rekstri heilbrigðisstofnana, stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og forvörnum og lýðheilsu til að draga úr langtímakostnaði og minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þá fjölluðu einnig margar um Landspítalann, heimahjúkrun og framboð á hjúkrunarrýmum. Í tillögunum var fjallað um rafbílavæðingu, byggingu sorpbrennslustöðva, eflingu hringrásarhagkerfisins sem skilað geti margvíslegri hagræðingu og haft jákvæð umhverfisáhrif, innlenda matvælaframleiðslu og fleira. Jafnframt bar nokkur fjöldi umsagna með sér tillögur um að draga úr framlögum til loftslagsmála. Færri sendiráð Þá lagði nokkur fjöldi til hagræðingu í rekstri sendiráða eins og með tilfærslu þeirra í ódýrara húsnæði eða fækkun þeirra. Þá bárust einnig nokkur fjöldi tillagna barst um að stöðva framlög til vopnakaupa og Atlantshafsbandalagsins. Þá beindust margar tillögur að því að draga úr ferðum starfsmanna ríkisins erlendis. Aðrar tillögur vörðuðu til dæmis sameiningu sveitarfélaga, að draga úr framlögum til starfslauna listamanna, trúmála og kirkjunnar. Þá var einnig fjallað um að draga úr framlögum til þjónustu við umsækjendum um alþjóðlega vernd. Greint var frá því í síðustu viku að forsætisráðherra hefur skipað fjögurra manna hagræðingarhóp sem hefur til loka næsta mánaðar til að skila henni skýrslu um tillögurnar. „Ítarlegri úrvinnsla og greining á tillögunum mun fara fram í starfi hópsins. Forsætisráðuneytið hefur jafnframt sent forstöðumönnum hjá ríkinu bréf og óskað eftir tillögum þeirra er varðar hagræðingu í rekstri ríkisins, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Þá hafa öll ráðuneyti einnig fengið sambærileg erindi. Verða tillögur þeirra jafnframt nýttar í starfi hópsins,“ segir í samantekinni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Frestur til að leggja til hagræðingartillögur í samráðsgátt stjórnvalda rennur út á miðnætti. Hátt á fjórða þúsund tillaga hafa þegar borist. 23. janúar 2025 16:15 „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01 „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. 22. janúar 2025 07:02 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er að finna fyrstu samantektina um umsagnirnar. Þar kemur fram að á árinu sé áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.552 milljarðar króna. Þar segir að langflestar umsagnir hafi borist frá einstaklingum en rúmlega 60 bárust frá félagasamtökum og fyrirtækjum. Þá komu tæplega 68 prósent umsagna frá körlum en rúmlega 32 prósent frá konum. Í mörgum umsögnum voru settar fram margar tillögur en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er alls um tíu þúsund tillögur að finna í umsögnunum, margar eins eða af mjög svipuðum toga. Umsagnirnar eru afar fjölbreyttar að efni samkvæmt tilkynningunni en samkvæmt fyrstu greiningu gervigreindarinnar má skipta þeim í ellefu meginþemu. Það er sameining stofnana og bætt nýting fasteigna hins opinbera, Alþingi og stjórnarráðið, stafrænar lausnir, sjálfvirknivæðing og endurskoðun opinberrar þjónustu, sala á eignum og breytingar á rekstri fyrirtækja í eigu ríkisins, skattar, endurgreiðslur frá ríkinu og tilfærslukerfi, opinber innkaup, samgöngumál, heilbrigðisþjónusta og lyf, orku- og umhverfismál, utanríkismál og erlent samstarf og ýmsar kerfisbreytingar og hagræðingartillögur. Aðstoðarmönnum og upplýsingafulltrúum fækkað Í samantektinni kemur til dæmis fram að í tillögunum hafi verið lagt til að aðstoðarmönnum og upplýsingafulltrúum yrði fækkað og að hagrætt yrði í tengslum við akstur og bifreiðar ráðherra. Þá var lagt til að alþingismönnum yrði fækkað og sparað yrði í greiðslum til þeirra vegna aksturs og ferðalaga. Þá fjölluðu einhverjar tillögur einnig um styrki til stjórnmálaflokka og biðlaun kjörinna fulltrúa. Í nokkrum fjölda tillagna var fjallað um að nýta stafrænar lausnir betur og að einfalda regluverk. Meðal þess sem var nefnt var notkun gervigreindar við skjölun og gagnagreiningu, innleiðing sjálfvirkra lausna fyrir samskipti við almenning og breytingar í átt að sjálfvirkni eða aukinni skilvirkni í bókunarkerfum og fjárhagskerfum. Þá kemur fram í samantektinni að í mörgum umsögnum hafi verið fjallað um sölu fyrirtækja í eigu ríkisins. Ríkisútvarpið, ÁTVR og hlutur ríkisins í Íslandsbanka voru nefnd í því samhengi. Þá fjölluðu einhverjir um breytingar á skattkerfinu og fyrirkomulag endurgreiðslna úr ríkissjóði vegna til dæmis kvikmyndagerðar og nýsköpunar og þróunar. Þá var einnig fjallað um hagræðingu í innkaupum og fjallað um til dæmis flug og hugbúnaðarleyfi. Draga úr Borgarlínuverkefni Ýmis samgöngumál voru samkvæmt tilkynningunni áberandi í innsendum umsögnum. Borgarlínuverkefnið var nefnt oft og bárust meðal annars margar tillögur um að draga úr umfangi verkefnisins eða hætta við það. Einnig var bent á hagræði sem verkefnið gæti skilað. Hagræðing við smíði brúa og annarra samgöngumannvirkja var einnig nefnd í mörgum tillögum, m.a. vegna Ölfusárbrúar og Sundabrautar. Nokkur fjöldi tillagna sneri að bættu aðgengi að almenningssamgöngum og hagkvæmni í rekstri þeirra auk þess sem gjaldtaka fyrir notkun samgöngumannvirkja var oft nefnd sem leið til tekjuöflunar og fjármögnunar innviðaframkvæmda. Margar tillögur af fjölbreyttum toga snertu á heilbrigðisþjónustu, eins og lyfjainnkaupum, rekstri heilbrigðisstofnana, stafrænum lausnum í heilbrigðisþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og forvörnum og lýðheilsu til að draga úr langtímakostnaði og minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þá fjölluðu einnig margar um Landspítalann, heimahjúkrun og framboð á hjúkrunarrýmum. Í tillögunum var fjallað um rafbílavæðingu, byggingu sorpbrennslustöðva, eflingu hringrásarhagkerfisins sem skilað geti margvíslegri hagræðingu og haft jákvæð umhverfisáhrif, innlenda matvælaframleiðslu og fleira. Jafnframt bar nokkur fjöldi umsagna með sér tillögur um að draga úr framlögum til loftslagsmála. Færri sendiráð Þá lagði nokkur fjöldi til hagræðingu í rekstri sendiráða eins og með tilfærslu þeirra í ódýrara húsnæði eða fækkun þeirra. Þá bárust einnig nokkur fjöldi tillagna barst um að stöðva framlög til vopnakaupa og Atlantshafsbandalagsins. Þá beindust margar tillögur að því að draga úr ferðum starfsmanna ríkisins erlendis. Aðrar tillögur vörðuðu til dæmis sameiningu sveitarfélaga, að draga úr framlögum til starfslauna listamanna, trúmála og kirkjunnar. Þá var einnig fjallað um að draga úr framlögum til þjónustu við umsækjendum um alþjóðlega vernd. Greint var frá því í síðustu viku að forsætisráðherra hefur skipað fjögurra manna hagræðingarhóp sem hefur til loka næsta mánaðar til að skila henni skýrslu um tillögurnar. „Ítarlegri úrvinnsla og greining á tillögunum mun fara fram í starfi hópsins. Forsætisráðuneytið hefur jafnframt sent forstöðumönnum hjá ríkinu bréf og óskað eftir tillögum þeirra er varðar hagræðingu í rekstri ríkisins, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Þá hafa öll ráðuneyti einnig fengið sambærileg erindi. Verða tillögur þeirra jafnframt nýttar í starfi hópsins,“ segir í samantekinni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Frestur til að leggja til hagræðingartillögur í samráðsgátt stjórnvalda rennur út á miðnætti. Hátt á fjórða þúsund tillaga hafa þegar borist. 23. janúar 2025 16:15 „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01 „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. 22. janúar 2025 07:02 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Frestur til að leggja til hagræðingartillögur í samráðsgátt stjórnvalda rennur út á miðnætti. Hátt á fjórða þúsund tillaga hafa þegar borist. 23. janúar 2025 16:15
„Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills. 23. janúar 2025 07:01
„Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. 22. janúar 2025 07:02