Sænskir fjölmiðlar greina frá andlátinu í morgun, en Olsson lést á hjúkrunarheimili í Gautaborg, 82 ára að aldri.
Í frétt SVT segir að Olsson hafi sótt hestamót í Gautaborg fyrr í vikunni, en að heilsu hans hafi síðan hrakað fljótt. Hann hafi svo andast fyrir hádegi í gær.
Olsson varð þjóðþekktur og einn vinsælasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar á tíunda áratugnum þegar hann stýrði þáttunum Bingólottó frá 1989 til 1999, og svo aftur árið 2004. Sambærilegur þáttur var sýndur í íslensku sjónvarpi á Stöð 2 undir stjórn Ingva Hrafns Jónssonar.
Áður hafði hann starfað að gerð annarra þátta bæði í útvarpi og sjónvarpi og sem handboltadómari. Þannig dæmdi hann undanúrslitaleik í handbolta á Ólympíuleikunum í München árið 1972.