Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2025 10:25 Þorsteinn Skúli vill verða formaður VR. Þorsteinn Skúli Sveinsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR. Þorsteinn Skúli er lögfræðingur og starfaði lengi hjá VR sem sérfræðingur á kjarasviði. Í fréttatilkynningu segir að Þorsteinn Skúli sé 38 ára Hafnfirðingur og búi með eiginkonu sinni og þremur börnum í Hafnarfirði. Hann hafi úrskrifast með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 en árið 2019 hafi hann sótt sér viðbótarnám í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Þorsteinn hafi starfað hjá VR frá 2007 til 2021 og lengst af sem sérfræðingur á kjaramálasviði. Eftir fjórtán ár hjá VR hafi hann ráðið sig til starfa sem lögfræðingur hjá Sameyki stéttarfélagi. Þaðan hafi leið hans legið til Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Í dag starfi Þorsteinn Skúli á mannauðs- og stefnusviði BYKO. Reynsla af því að sitja beggja megin borðsins „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti formanns VR í formanns- og stjórnarkosningum sem fram fara innan félagsins í mars næstkomandi. Ég vil endurvekja rödd félagsfólks og vinna markvisst að bættum kjörum og jöfnuði. Sjálfur er ég vel kunnugur starfsemi VR þar sem ég átti fjórtán farsæl starfsár hjá félaginu og starfaði þar af lengst sem sérfræðingur á kjaramálasviði,“ er haft eftir Þorsteini Skúla. Reynsla hans af störfum bæði hjá stéttarfélögum og atvinnulífinu hafi gefið honum góða innsýn í að sitja beggja vegna borðsins og dýrmætan skilning á þörfum félagsfólks. Formaðurinn eigi að vera óháður „Sem formaður VR mun ég leggja áherslu á jöfnuð og bætt kjör fyrir öll. Ég vil skapa VR sem sameinar ólíkar raddir og tryggja það að félagsfólk á öllum aldri finni fyrir því að starfað sé í þeirra þágu. Ég mun fylgja eftir mikilvægum málum sem fyrrum formenn og öflugt starfsfólk félagsins hefur unnið að á síðustu árum. Má þar m.a. nefna uppbyggingu húsnæðis fyrir félagsfólk VR (Blævar), kjör hinna lægst launuðu, starfsmenntamál og mikilvægi þess að jafnrétti sé gætt í hvívetna hjá hinu almenna félagsfólki.“ Hann telji það grundvallaratriði að formaður VR sé óháður pólitík og einbeiti sér alfarið að málefnum félagsfólks. Þannig tryggi félagið opið og gagnsætt samtal við stjórnvöld, óháð því hvaða flokkar eru við völd og félagið megi aldrei láta pólitískar skoðanir skyggja á hagsmuni félagsfólks. „Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og mun ég leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk.“ Vill setja á fót leikskóla fyrir félagsfólk Hér að neðan má sjá helstu stefnumál Þorsteins Skúla: Að setja á stofn leikskóla fyrir börn félagsfólks VR á aldrinum 12-24 mánaða. Að jafna rétt félagsfólks með því að varasjóður verði lagður niður í þeirri mynd sem hann er í dag og teknir upp fastir styrkir. Að þungaðar félagskonur fái auka 4 vikur við hefðbundinn veikindarétt á launum. Að félagsfólk geti ráðstafað launuðu leyfi vegna veikinda barna hvort heldur sé vegna veikinda barna/maka/foreldra. Að unnið sé áfram í jöfnun réttinda milli hins almenna og opinbera vinnumarkaðs, til að mynda með 36 stunda vinnuviku og 30 daga orlofi fyrir allt félagsfólk. Að eiga stöðugt samtal við stjórnvöld og samningsaðila vegna bættra kjara félagsfólks. Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26 Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig. 31. janúar 2025 08:12 Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Þorsteinn Skúli sé 38 ára Hafnfirðingur og búi með eiginkonu sinni og þremur börnum í Hafnarfirði. Hann hafi úrskrifast með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 en árið 2019 hafi hann sótt sér viðbótarnám í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Þorsteinn hafi starfað hjá VR frá 2007 til 2021 og lengst af sem sérfræðingur á kjaramálasviði. Eftir fjórtán ár hjá VR hafi hann ráðið sig til starfa sem lögfræðingur hjá Sameyki stéttarfélagi. Þaðan hafi leið hans legið til Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Í dag starfi Þorsteinn Skúli á mannauðs- og stefnusviði BYKO. Reynsla af því að sitja beggja megin borðsins „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti formanns VR í formanns- og stjórnarkosningum sem fram fara innan félagsins í mars næstkomandi. Ég vil endurvekja rödd félagsfólks og vinna markvisst að bættum kjörum og jöfnuði. Sjálfur er ég vel kunnugur starfsemi VR þar sem ég átti fjórtán farsæl starfsár hjá félaginu og starfaði þar af lengst sem sérfræðingur á kjaramálasviði,“ er haft eftir Þorsteini Skúla. Reynsla hans af störfum bæði hjá stéttarfélögum og atvinnulífinu hafi gefið honum góða innsýn í að sitja beggja vegna borðsins og dýrmætan skilning á þörfum félagsfólks. Formaðurinn eigi að vera óháður „Sem formaður VR mun ég leggja áherslu á jöfnuð og bætt kjör fyrir öll. Ég vil skapa VR sem sameinar ólíkar raddir og tryggja það að félagsfólk á öllum aldri finni fyrir því að starfað sé í þeirra þágu. Ég mun fylgja eftir mikilvægum málum sem fyrrum formenn og öflugt starfsfólk félagsins hefur unnið að á síðustu árum. Má þar m.a. nefna uppbyggingu húsnæðis fyrir félagsfólk VR (Blævar), kjör hinna lægst launuðu, starfsmenntamál og mikilvægi þess að jafnrétti sé gætt í hvívetna hjá hinu almenna félagsfólki.“ Hann telji það grundvallaratriði að formaður VR sé óháður pólitík og einbeiti sér alfarið að málefnum félagsfólks. Þannig tryggi félagið opið og gagnsætt samtal við stjórnvöld, óháð því hvaða flokkar eru við völd og félagið megi aldrei láta pólitískar skoðanir skyggja á hagsmuni félagsfólks. „Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og mun ég leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk.“ Vill setja á fót leikskóla fyrir félagsfólk Hér að neðan má sjá helstu stefnumál Þorsteins Skúla: Að setja á stofn leikskóla fyrir börn félagsfólks VR á aldrinum 12-24 mánaða. Að jafna rétt félagsfólks með því að varasjóður verði lagður niður í þeirri mynd sem hann er í dag og teknir upp fastir styrkir. Að þungaðar félagskonur fái auka 4 vikur við hefðbundinn veikindarétt á launum. Að félagsfólk geti ráðstafað launuðu leyfi vegna veikinda barna hvort heldur sé vegna veikinda barna/maka/foreldra. Að unnið sé áfram í jöfnun réttinda milli hins almenna og opinbera vinnumarkaðs, til að mynda með 36 stunda vinnuviku og 30 daga orlofi fyrir allt félagsfólk. Að eiga stöðugt samtal við stjórnvöld og samningsaðila vegna bættra kjara félagsfólks.
Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26 Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig. 31. janúar 2025 08:12 Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26
Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig. 31. janúar 2025 08:12
Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29